Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 7

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 7
RITSTJORNARGREINAR Ymsar afleiðingar þekkingar Yfirleitt er gengið að því sem vísu að því meira sem gert sé til að uppgötva sjúkdóma og ráða niðurlögum þeirra, þeim mun betur sé heilsu manna borgið. En lfkt og einstakar læknisaðgerðir geta haft aukaverk- anir má hugsa sér að vaxandi umsvif innan heilbrigð- isþjónustunnar geti haft óæskilegar afleiðingar. Út- gjöld til heilbrigðismála í Bandankjunum tvöfölduð- ust frá 1975 til 1995, læknum fjölgaði um 50%, hjarta- sérfræðingum um 120% og röntgenlæknum um 530%. I greininni „Avoiding the unintended consequences of growth in medical care. How might more be worse?“ sem birt var árið 1999 í JAMA, er fjallað um óæski- legar afleiðingar af þessari þenslu. Höfundar greinar- innar, Fischer og Welch, skipta skaðlegum áhrifum þenslu í heilbrigðisþjónustu í þrjá flokka: 1. Fleiri sjúkdómsgreiningar: Aukin áhersla á að greina einstaklinga með væg sjúkdómseinkenni og einkennalaus forstig sjúkdóma getur leitt til þess að margir greinast með sýndarsjúkdóma, það er að segja sjúkdóma sem ekki hefðu verið mönnum til ama hefðu þeir ekki verið greindir. Þannig má til dæmis greina skemmdir í hnélið hjá ijórðungi ungra fullorðinna með MR-mynd- um, og forstig krabbameins finnst í sýnum úr brjóstum allt að 40% kvenna á fimmtugsaldri. Slíkar „sjúkdómsgreiningar" eru augljóslega kostnaðarsamar, þær valda áhyggjum og stund- um oflækningum. 2. Fleiri meðferðir: Meðferð sem reynst hefur vel fyrir vel skilgreindan hóp sjúklinga við staðlað- ar aðstæður í tiltekinni rannsókn kann að valda minni ávinningi og meiri skaða í höndum ann- arra lækna þegar henni er beint að öðrum sjúk- hngum, til dæmis ef þolendurnir eru langt leiddir og eiga sér litlar ævilíkur, eða ef sjúk- dómurinn sem meðferðinni er beint gegn er á frumstigi. 3. Meira að gera: Hættan á mistökum eykst eftir því sem sjúkdómsgreiningum og meðferðum fjölgar og þær verða flóknari. Þegar viðamiklar upplýsingar eru fyrir hendi er erfitt að greina milli aðal- og aukaatriða, villur slæðast inn, til- viljunarkennd frávik frá tölfræðilegu meðaltali villa mönnum sýn, meðferðarárangur er rang- lega metinn og svo framvegis. Sjóddu pottur, sjóddu! Tæknin sem við ráðum yfir elur af sér geysilegt magn upplýsinga. Samkvæmt hugsjónum manna um lækna- vísindin er hlutverk slíkra upplýsinga að binda endi á óvissu um hvað búi að baki þjáningu manna og veita leiðsögn um meðferð. Eins og fram kemur í grein Fischers og Welchs eru þess þó fjöldamörg dæmi að læknisfræðilegar upplýsingar flæki málin, valdi óvissu eða skaða sem jafnvel er síst skárri heldur en sú óvissa sem olli því að upplýsinganna var leitað. I einu af ævintýrum Grimmsbræðra segir frá stúlku sem eignaðist pott með þeirri náttúru að ef far- ið var með töfraþulu yfir honum sauð hann hinn vænsta graut - allt þar til hann var stöðvaður með annarri töfraþulu. Illa fór þegar móðir stúlkunnar hafði yfir fyrri töfraþuluna án þess að kunna þá síðari til að stöðva pottinn. Grauturinn flæddi látlaust upp úr pottinum eins og hann ætlaði að metta allan heim- inn. Upp úr galdrapotti læknavísindanna flæðir geysi- legt magn upplýsinga yfir starfsmenn heilbrigðisþjón- ustunnar, almenning og stjórnvöld. Vitsmunaleg yfir- vegun um þá hagsmuni sem eru í húfi hverju sinni, kosti og galla á mismunandi úrræðum, getur átt í vök að verjast gagnvart upplýsingaflæðinu. Páll Skúlason heimspekingur hefur bent á að ef til vill megi líkja mikilvægasta eiginleika lækna jafnt sem heilbrigðis- kerfisins í heild við siðvitið. Páll vísar til siðfræði Aristótelesar, en það var kenning hans að siðvit væri frábrugðið bókviti eða verklegri þekkingu, og þegar siðferðilegir hagsmunir væru í húfi mætti siðvitið ekki fara halloka fyrir hinu síðarnefnda. Það liggur í aug- um uppi að sá sem kann fræðin og handbragðið en beitir þeim ekki til góðs fyrir sjúklinginn er vondur læknir. Þótt raunveruleg mannvonska kunni að vera sjaldgæft böl getur siðblinda hlotist af því að menn leggi einhliða rækt við að þroska aðra eiginleika sína en siðvitið - jafnvel þótt það gerist í nokkurs konar nauðvöm, það er að segja til að geta innbyrt sínýjan sannleika og tileinkað sér nýjustu tækni hverju sinni. Þannig getur til dæmis hugsast að yfirþyrmandi magn upplýsinga um bakflæði, þunglyndi, beinþynningu, háþrýsting og blóðfitu dragi ekki aðeins í einstökum tilvikum úr getu einstakra lækna til að liðsinna sjúklingum, heldur torveldi mönnum jafnvel að móta skynsamlega stefnu í heilbrigðismálum. Þá væri gott að kunna töfraþuluna sem stöðvar pottinn! Að hugsa um fleira en eitt í einu Ef sama hugsunarhætti er beitt gagnvart upplýsinga- flæðinu og gagnvart aukaverkunum af einstökum læknisaðgerðum verður ljóst að ný þekking getur ver- ið bæði til góðs og ills, og óæskilegar afleiðingar geta birst á allt öðrum sviðum heldur en því sviði þar sem þekkingunni er beitt: Blóðþrýstingslyfið lækkar blóð- þrýsting Jóns en veldur um leið svima. Með ómskoð- un á 10.-12. viku meðgöngu greinast fleiri fóstur með litningagalla, en skoðunin hefur ákveðna tæknilega annmarka og veldur ákveðinni óvissu og jafnvel sál- arangist meðal kvenna. Lyf gegn þunglyndi og kvíða- Stefán Hjörleifsson Höfundur starfar sem heimilislæknir í Noregi og stundar doktorsnám um samfélagsáhrif mannerfða- rannsókna á íslandi. Læknablaðið 2003/89 379

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.