Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 17

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 17
FRÆÐIGREINAR / AFSLÁTTARKORT haustið 1999, og hinna sem greitt höfðu minna vegna læknisþjónustu (viðmiðunarmörk afsláttarkorts voru 12.000 krónur hjá fullorðnum almennt, en 3000 krón- ur hjá lífeyrisþegum). I rannsókninni voru könnuð tengsl afsláttarkorts og uppsafnaðra komugjalda við eftirfarandi bak- grunnsbreytur sem aflað var upplýsinga um í fyrri könnuninni: Kynferði (karl, kona), aldur (í sex ára- bilum), hjúskaparstöðu (gift(ur)/í sambúð, í föstu sambandi/einhleyp(ur), fráskilin(n), ekkja/ekkill), foreldrastöðu (barn yngra en 5 ára, ekki barn yngra en 5 ára), fjölda heimilismanna, atvinnustöðu (ekki í starfi, í hlutastarfi, í fullu starfi), námsstöðu (í skóla, ekki í skóla), atvinnuleysi (atvinnulaus nú, ekki at- vinnulaus nú), búsetu (höfuðborgarsvæði, lands- byggð), menntun (grunnskóla-, gagnfræða-, eða lands- próf, sérskóla- eða stúdentspróf, háskólastigspróf), og tekjur (heildarárstekjur einstaklings í krónum árið 1997) (0-1499 þúsund, 1,5-3,2 milljónir, 3,3 milljónir eða meira). Við úrvinnslu gagna var notast við tölfræðiforritið SPSS. Með hjálp krosstaflna (cross-tabulation) voru könnuð tengsl hárra komugjalda og afsláttarkorta við bakgrunnsþætti. Marktækni var metin með kí- kvaðrat prófi. Niðurstöður I heild reyndust 19,9% úrtaksins hafa safnað upp komugjöldum á árinu (1999) sem gáfu rétt á afsláttar- korti (>12 þúsund krónur fyrir fullorðna og >3 þús- und krónur fyrir lífeyrisþega). Af þeim sem áttu rétt á afsláttarkorti voru aðeins 45,7% með kortið. Töflur I-III sýna nánar hvernig hlutföll komugjalda og af- sláttarkorts skiptust eftir þjóðfélagshópum. Tafla I sýnir hlutfall einstaklinga í einstökum hóp- um sem höfðu safnað upp komugjöldum er gáfu rétt á afsláttarkorti. Munur kom fram eftir aldri og var eldra fólk (65 ára og eldra) langoftast yfir viðmiðun- armörkum afsláttarkorts (45%), en þeir sem voru í yngstu aldurshópunum (18-34 ára) höfðu lægsta hlut- fallið. Einnig reyndist munur eftir hjúskaparstöðu, því einhleypir höfðu sjaldnast komugjöld yfir mörk- unum, en ekkjufólk langoftast. Þá var meira um að komugjöld færu yfir mörkin hjá einstaklingum á fá- mennari heimilum og þeim sem ekki höfðu fyrir ung- um börnum að sjá. Fólk sem ekki var á vinnumarkaði var einnig frekar með komugjöld yfir mörkunum en þeir sem höfðu vinnu. Loks sýnir taflan að komugjöld höfuðborgarbúa fóru oftar yfir mörkin en landsbyggð- arfólks. Tafla II sýnir hlutfall einstaklinga sem höfðu af- sláttarkort eftir þjóðfélagshópum. Munur reyndist vera milli aldurshópa og var kortið langalgengast meðal eldra fólks (65 ára og eldra) (40,4%), en fátíð- ast meðal yngstu aldurshópanna (18-34). Hvað hjú- skaparstéttir varðar var afsláttarkortið algengast Tafla 1. Hlutfall einstaklinga með komugjötd yfir við- miðunarmörkum afstáttarkorts, eftir þjóðfé- lagshópum. Breyta % rynk Kynferði Karl 19,1 147/769 Kona 20,7 158/764 Aldur 18-24 11,7 29/246 25-34 10,7 36/341 35-44 16,5 57/347 45-54 24,2 63/258- 55-64 26,8 49/182 65 og eldri 44,9 71/158 Hjúskaparstaöa Gift(ur)/sambúð 20,3 217/1071 Einhleyp(ur) 14,9 50/336 Fráskilin(n) 28,8 20/69- Ekkja/Ekkill 45,3 17/38 Foreldrastaða Barn < 5 ára 10,8 38/350 Ekki barn < 5 ára 22,7 267/1175'“ Fjöldi heimilismanna 1 28,8 35/121 2 28,6 108/378 3-4 15,3 105/683'" 5 eða fleiri 16,2 57/351 Atvinnustaða Ekki á vinnumarkaði 38,5 76/197 Hlutastarf 16,9 63/376- Fullt starf 17,2 165/959 Námsstaða í skóla 18,0 43/239 Ekki í skóla 19,1 224/1171 Atvinnuleysi Atvinnulaus nú 25,3 15/59 Ekki atvinnulaus nú 18,0 238/1321 Búseta Höfuðborgarsvaeðið 21,5 206/956 Landsbyggð 17,2 99/577' Menntun Grunnskóla-, gagnfræða- eða landspróf 20,4 78/383 Sérskóla- eöa stúdentspróf 21,2 174/824 Háskólastigspróf 15,8 44/278 Heildartekjur einstaklings 0-1499 þúsund 20,0 132/658 1,5-3,2 miljónir 17,4 93/534 3,3+ miliónir 15,2 19/127 * p < 0,05; ** p < 0,01; ** p < 0,001; kí-kvaórat próf meðal ekkjufólks (37,3%), en fátíðast meðal ein- hleypra (7,1%). Foreldrar ungra barna voru mun sjaldnar en aðrir með kortið (2,2%). Jafnframt var minna um kortahald á stærri heimilum. Þá var sam- band milli afsláttarkorts og atvinnustöðu. Þeir sem ekki voru á vinnumarkaði voru oftast með kort (29,9%), en þeir sem voru í fullu starfi sjaldnast (6,5%). Jafnframt var munur eftir námsstöðu því skólafólk var síður með afsláttarkort en aðrir (4,6%). Þá voru atvinnulausir mun frekar með afsláttarkort en þeir sem ekki voru atvinnulausir (30,4%). Þeir sem höfðu minnsta menntun voru frekar með afslátt- arkort en þeir sem meiri menntun höfðu. Loks voru Læknablaðið 2003/89 389

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.