Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 23

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 23
FRÆÐIGREINAR / SJUKRATILFELLI Sjúkratilfelli: Háþrýstingur með kalíumbresti hjá þungaðri konu Sigríður Björnsdóttir1 LÆKNIR Ebba Margrét Magnúsdóttir2 FÆÐINGA- OG KVHNSJÚKDÓMALÆKNIR Ari J. Jóhannesson' LÆKNIR, INNKIRTLAFRÆÐINGUR Björnsdóttir S Magnúsdóttir EM Jóhannesson AJ Case report: Hypertension with hypokalemia in pregnant woman Læknablaöiö 2003; 89: 395-7 Key words: pregnancy, hypertension, hypokalemia, hyperaldosteronism, aldosteron, renin. Correspondance: Sigríður Björnsdóttir, sigga_bjorns@hotmaii. com 11 Lyflækningadeild og :Kvennadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Fyrirspumir og bréfaskipti: Sigriður Bjömsdóttir, Göngudeild sykursjúkra, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. sigga_bjorns@hotmail.com Lykilorö: þungun, háþrýst- ingur, kalíumbreslur, saltstera- heilkenni, aldósterón, renín. Sjúkratilfelli Þrjátíu og níu ára þunguð kona í annarri meðgöngu greindist með háþrýsting og kalíumbrest í 25. viku. Ekki saga um háþrýsting í fýrri meðgöngu fimm árum áður, en þá fæddi hún dreng með Downs heilkenni. í færslum í sjúkraskrá frá heimilislækni skömmu fyrir getnað var getið kvartana um þyngsli fyrir brjósti og þreytu. Blóðþrýstingsgildi á bilinu 140-150/90-100 mmHg og kalíumgildi í serum var 3,3 mmól/1 mælt tvisvar, með viku millibili. í fyrsta mæðraeftirliti á heilsugæslu í 12. viku mældist blóðþrýstingur 180/100 mmHg. Sjúklingi var því vísað í frekara eftirlit á Miðstöð mæðraverndar. Blóðþrýstingur mældist þar hár næstu tíu vikurnar, eða á bilinu 140-170/80-95 mmHg. Helstu kvartanir á þessum tíma voru höfuðverkur ásamt þreytu. Orsök- in talin vera háþrýstingur af óþekktri orsök (essential hypertension). Engin merki voru um prótín í þvagi. Kalíummæling var ekki endurtekin fyrr en við innlögn á meðgöngudeild í 22. viku vegna háþrýst- ings sem þá hafði mælst 160/120 mmHg. Konan var meðtekin af höfuðverk og með uppköst. Kalíumgildi í serum mældist þá 2,5 mmól/1. Konan hafði sögu um vélindabakflæði ásamt rist- ilkrömpum. Ekki var saga um mikla lakkrísneyslu, reykingar né áfengisneyslu fyrir þungun. Ættarsaga var jákvæð með tilliti til háþrýstings. Líkamsskoðun var ómarkverð fyrir utan háþrýstinginn. Vegna háþrýstings með kalíumbresti vaknaði grunur um saltsteraheilkenni. Konan var meðhöndl- uð með labetalól 200 mg x 2 og kalínorm 1500 mg x 2. Blóðpróf staðfestu fyrrnefndan grun. Serum aldó- sterón eftir rúmlegu yfir nótt var hækkað, 1456 pmól/1 (vikmörk 111-811) en plasma renín var lækkað 10,2 mEin/1 (vikmörk 10,5-52). Hlutfallið aldósterón/ren- ín reiknaðist 143. Sólarhringsútskilnaður á kalíum í þvagi var 88 mmól /24 klst (vikmörk 35-80) og natrí- umútskilnaður 134 mmól/24 klst (vikmörk 40-200). Kalíumbresturinn leiðréttist á nokkrum dögum við kalíumgjöf og blóðþrýstingurinn var 154/85 mmHg við útskrift. Var konan útskrifuð á ofangreindum lyfj- um. Endurinnlögn á meðgöngudeild í 28. viku vegna hækkaðs blóðþrýstings 180/110 mmHg, almennrar vanlíðunar og höfuðverks. Þá var gerð segulómun af nýrnahettum sem sýndi væga stækkun á hægri nýrna- hettu. Hún var einn sm í þvermál sem er við efri stærðarmörk. Líðan sjúklingsins batnaði og blóð- þrýstingurinn hafði lækkað í 160/90 mmHg við út- skrift. Ómskoðun í 34. viku sýndi 13% vaxtarskerðingu fósturs miðað við meðgöngulengd. Þrátt fyrir aukn- ingu á labetalól í 200 mg x 3 var blóðþrýstingurinn á bilinu 140-170/85-105 mmHg. Því var fæðing fram- kölluð í 37. viku. Fæddi konan heilbrigðan dreng sem var 3010 g og 51 sm með níu Apgar stig eftir eina mín- útu og tíu stig eftir fimm mínútur. Eftir fæðingu var spironolactone 100 mg x 2 bætt við fyrri lyfjameðferð og sjúklingi vísað á göngudeild innkirtlasjúkdóma til frekara mats. Blóðþrýstingur og styrkur salta í blóði hélst innan eðlilegra marka á þessari meðferð, en þegar minnka átti lyfjaskammta áður en frekari rannsóknir á ofseytingu á aldósteróni færu fram hækkaði blóðþrýstingurinn og kalíumgildi lækkuðu. Það ásamt því að konan treysti sér ekki að leggjast inn á spítala varð til þess að frekari próf til staðfestingar á aldósterónheilkenni voru ekki fram- kvæmd. Endurteknar blóðprufur staðfestu ofseyt- Tafla 1. Mæiingar á aidósterón og renín í sermi fyrir og eftir fæðingu. 22. vika Eftir Mælingar meðgöngu fæöingu Vikmörk s-aldósterón (pmól/L) 1456 989 111-811 s-renín mEin/L) 10,2 1,7 10-52 ingu á aldósteróni (tafla 1) og tölvusneiðmynd sýndi fyrirferð í hægri nýrnahettu sem mældist 16x10x16 mm (mynd 1 og 2). Hægri nýrnahetta var fjarlægð á handlækninga- deild Landspítala í gegnum kviðarholssjá tæplega ári eftir fæðingu (mynd 3). Aðgerðin gekk vel og engir fylgikvillar komu upp í eða eftir aðgerð. Meinafræði- rannsókn og smásjárskoðun sýndu góðkynja æxli í hægri nýrnahettu. Strax eftir aðgerðina hætti sjúk- lingurinn að taka inn kalíum en hélt áfram á labetalól 100 mg x 2 fyrst um sinn. Líðan konunnar hefur hald- ist góð eftir aðgerðina. Kalíum í blóði er innan eðli- legra marka. Blóðþrýstingur hefur mælst 120-130/60- 70 mmHg án lyfjameðferðar. Umræða Háþrýstingur á meðgöngu Langvinnur háþrýstingur á meðgöngu er skilgreindur sem hækkaður blóðþrýstingur sem greinist fyrir þungun. Ef ekki er vitað um blóðþrýstingsgildi fýrir þungun er greiningin byggð á stöðugum háþrýstingi Læknablaðið 2003/89 395

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.