Læknablaðið - 15.05.2003, Side 33
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA-
O G GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA
E - 04 Dempandi festingar í lendhrygg: Nýir aðgerðar-
möguleikar við slitgigt í mjóbaki
Halldór Jónsson jr, Bogi Jónsson
Bæklunarskurðdeild Landspítala Fossvogi
halldor@landspitali.is
Inngangur: Á síðustu árum hafa ýmsir meðferðarmöguleikar þróast
til aðgerða á slitgigt í mjóbaki. Má þar nefna hryggstólpa, gerviþófa
og gerviliði. Þróunin hefur sérstaklega verið í þá átt að komast hjá
spengingu og viðhalda hreyfingu í liðbilinu. Við viljum vekja athygli
á dempandi festingum eða hryggdempurum sem kallast Dynesys
(Dynamic Neutralization System for the Spine). Tækið á að endur-
skapa rétta stöðu í aflöguðu liðbili og létta um leið á aðklemmdum
taugavef. Það er sett inn aftan í hryggsúluna og leyfir áframhaldandi
hreyfingu í liðbilinu þar sem ekki fer fram nein beinígræðsla eins og
við hefðbundna spengingu.
Efniviður og aðferðir: Gerð var afturvirk rannsókn á annars vegar
ástæðu aðgerðar, meinafræði liðbila og fjölda liðbila, og hins vegar
tímalengd aðgerðar, blóðgjöf, legutíma og kostnaði tækis miðað við
hefðbundna spengingu.
Niðurstöður: Á hálfu ári (01.09.02-28.02.03) fóru 10 sjúklingar (fjór-
ar konur, sex karlar) í aðgerð, meðalaldur var 59 ár (34-75). Ástæð-
an var verkir í baki og/eða fótum vegna miðlægrar hryggþófabung-
unar (central disc protrusion) (fjórir) og eftir fyrri aftari spengingu
(posterolateral fusion L3/4-S1) (sex). Fimm sjúklingar voru lagaðir
á einu liðbili (L2 til Sl), fjórir á tveimur liðbilum (L2-3 og L3-4 eða
L3-4 og L4-L5) og einn á þremur liðbilum (L2-3, L3-4, L4-L5). Einn
sjúklingur fékk taugarótarertingu sem gekk til baka.
Miðað við hefðbundna aftari spengingu var meðalaðgerðartími
fyrir Dynesys 45 mínútur á liðbil sem er 15 mínútum lengur en við
hefðbundna festingu; legutími var sex dagar sem er einum degi minna
en við hefðbundna festingu og blóðgjöf var 0-2 einingar sem er um
tveimur einingum minna en við hefðbundna festingu. Kostnaður á
liðbil er um 224.000 sem er sambærilegt við hefðbundna festingu; það
hækkar hins vegar um 85.000 á hvert aukaliðbil sem bætt er við. Allir
sjúklingar upplifðu minni staðbundna verki heldur en þegar beintaka
fer einnig fram og allir losnuðu strax við fótaverki án þess að þurfa
aukalega laminectomiu (þynnunám) eða foraminotomiu.
Ályktanin Demparaaðgerðir í lendhrygg hafa gefið jákvæða byrjun-
arreynslu. Það að losna við spengingu, hafa minni blóðgjöf og styttri
legutíma eru allt framfaraskref miðað við fyrri möguleika til að auka
lífsgæði slitgigtarsjúklinga. Árangur okkar hingað til er sambærileg-
ur niðurstöðuviðmiði framleiðanda. Líklegt er að hryggstólpaað-
gerðir í lendhrygg muni að mestu leyti víkja fyrir þessum aðgerðum.
E - 05 Meðfædd vélindalokun á íslandi 1963-2002
Anna Gunnarsdóttir'”, Guðmundur Bjarnasom, Ásgeir Haraldsson34
'Skurðdeild Háskólasjúkrahússins í Malmö, 2Barnaskurðdeild
Barnaspítala Hringsins, 3Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hring-
braut, Ææknadeild Háskóla íslands
annagunn 7@hotmail. com
Inngangur: Meðfædd lokun á vélinda er sjaldgæfur galli og er ný-
gengi um 1/3000-1/4500 fæddra barna. Meðferð gallans er aðgerð.
Árangur aðgerða fer batnandi og er lifun 80-92% síðustu tvo ára-
tugi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi vélinda-
lokunar á íslandi og meta árangur aðgerða.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og upplýsingar
fengust úr sjúkraskrám þeirra sem greindust með meðfædda vél-
indalokun á Barnaspítala Hringsins 1963-2002. Fengnar voru upp-
lýsingar meðal annars um meðgöngulengd, fæðingarþyngd, tegund
galla og hvort aðrir fæðingargallar væru til staðar. Einnig var lagt
mat á árangur aðgerða. Upplýsingar um fjölda lifandi fæddra á
tímabilinu fengust frá Hagstofu íslands.
Niðurstöður: 37 börn greindust með meðfædda vélindalokun á tíma-
bilinu. Meðalfæðingarþyngd var 2626g, þar af 16 börn (43%) með
fæðingarþyngd <2500g. 14 börn (38%) voru fyrirburar (<38 vikur).
34 börn (92%) höfðu algengustu tegund vélindalokunar með blindan
nærenda á vélinda og fistil milli fjærenda og aðalberkju. 34 börn
gengust undir aðgerð með lokun á fistli og sammynningu á vélinda.
Tíu börn létust eftir aðgerð, þar af eitt bam eftir hjartaaðgerð ári eft-
ir vélindaaðgerð. Algengasta dánarorsök var lungnabólga (70%).
Lifun eftir vélindaaðgerð var því 74% á tímabilinu. Aðrir meðfæddir
gallar voru algengir þar sem hjartagallar reyndust algengastir (32%).
Nýgengi sjúkdómsins fór minnkandi á tímabilinu, frá 1/3737 á fyrstu
tíu árunum í 1/10.639 á síðasta áratugnum.
Ályktanir: Athyglisvert er hversu nýgengi sjúkdómsins hefur farið
lækkandi síðasta áratug og eru þetta lægstu tölur sem okkur er
kunnugt um. Árangur aðgerða hefur batnað frá fyrri rannsókn en
er þó heldur lakari en í nágrannalöndum okkar. Aðrir fæðingagallar
eru algengir hjá þessum sjúklingahópi.
E - 06 Æðastíflubrottnám á vinstri framveggsgrein
hjarta. Afturskyggn rannsókn á 196 sjúklingum
Tómas Guðbjartsson, Alex Karavas, Sari F. Aranki, Tom Mihaljo-
vic, Lawrence H. Cohn, John G. Byrne
Hjartaskurðdeild Brigham and Women's sjúkrahússins í Boston.
Harvard Medical School.
tomasgudbjartsson@hotmail.com
Inngangur: Framfarir í æðavíkkunum (PCI) hafa gert það að verk-
um að sjúklingar sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð
(CABG) eru oft með langt genginn þriggja æða kransæðasjúkdóm.
Þegar ekki er hægt að opna stíflur í kransæðum með blásningu/röri
er í vaxandi mæli gripið til skurðaðgerðar. í slíkum tilvikum getur
æðastíflubrottnám (TEA) reynst nauðsynlegt til að koma á flæði í
kransæðinni. Kransæðin er opnuð, æðakölkunin fjarlægð en úthjúp-
ur (adventia) æðarveggsins skilinn eftir og saumaður við hjáveitu-
græðling. Æðastíflubrottnám er tæknilega krefjandi og tíðni fylgi-
kvilla, sérstaklega hjartadreps, er aukin. Markmið þessarar aftur-
skyggnu rannsóknar var að kanna árangur æðastíflubrottnáms á
vinstri framveggsgrein hjarta (LAD) við kransæðahjáveituaðgerðir.
Efniviður og aðferðir: Árin 1992-2000 gengust 196 sjúklingar á
BWH undir æðastíflubrottnám á vinstri framveggsgrein. í öllum til-
vikum var aðgerðin framkvæmd sem hluti af kransæðahjáveituað-
gerð með aðstoð hjarta- og lungnavélar. 10% aðgerðanna voru end-
uraðgerðir. Meðalaldur var 67 ár (bil 33-97). Rúmur helmingur
sjúklinganna (52%) var með óstöðuga hjartaöng og 93% voru í
NYHA flokki III eða IV. Sykursýki var greind hjá 89 sjúklingum
Læknablaðið 2003/89 405