Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 37

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 37
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA læknar skoða sýnin til að meta hvort langtímaárangur tengist gæðum TME-aðgerðarinnar, c) gæði vefjarannsókna og d) gæði áætlana um geislameðferð, e) þörf á tveimur sérfræðingum við aðgerð og f) svör við spurningalista um h'fsgæði (Functional/Quality of Life Question- naire) fyrir aðgerð og eftir sex og 12 mánuði, varðandi blöðru- og gamaeinkenni og kynlíf. Upplýsingabæklingar um aðgerðir, rann- sóknir, spítalalegu og hugsanlega fylgikvilla hafa verið gerðir og sam- band við heimilislækna bætt tii muna. Ályktun: Eftir ofangreindar breytingar er umönnun mun betri en fyrir aðeins fáeinum árum. Bæði sjúklingar og aðstandendur vita mun meira um sjúkdóminn og meðferðina. Upplýsingaflæði er skil- virkara og ekki eins háð útskýringum skurðlæknisins sjálfs. Miklar vonir eru bundnar við nýjungar í meðferð. Nú þegar öll skurðmeðferð er einungis í höndum lækna með sérfræðimenntun í skurðaðgerðum neðri hluta meltingarvega er áformað að bera sam- an niðurstöður við uppgjör sem gert var fyrir tíu árum. E - 13 Bætt lifun ristil- og endaþarmskrabbameins í Svíþjóð Helgi Birgisson, Mats Talbáck, Ulf Gunnarsson, Lars Páhlman, Bengt Glimelius Handlækningadeild háskólasjúkrahússins Uppsölum og Faralds- fræðideild sænsku krabbameinsskrárinnar í Stokkhólmi helgi. birgisson@telia. com Inngangur: Lifun ristil- og endaþarmskrabbameins hefur batnað síðustu áratugi. Fyrir endaþarmskrabbamein má ef til vill rekja þennan ávinning til geislunar fyrir aðgerð og aðgerðarinnar TME (total mesorectal excision). I Uppsölum var þessi meðferð tekin upp árið 1985 og voru frumkvöðlar hennar í Svíþjóð. Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka lifun ristil- og endaþarms- krabbameins í Svíþjóð og Uppsalaléni. Efniviður og aðferðin Upplýsingar voru fengnar frá sænsku krabbameinsskránni um alla sjúklinga sem greindust með kirtil- frumukrabbamein á árunum 1960-1999. Fimm ára „relativ“ lifun var reiknuð og samanburður gerður milli tímabila, ristil- og enda- þarmskrabbameins og Uppsalaléns og annarra léna Svíþjóðar. Niðurstöður: Fimm ára „relativ" lifun ristilkrabbameins hefur auk- ist frá 39,6% 1960-64 til 57,2% 1995-99 og fyrir endaþarmskrabba- mein frá 36,1% til 57,6%. Lifun sjúklinga með endaþarmskrabba- mein íUppsölum jókst tímabilið 1985-89 og áframhaldandi lifunar- aukningu mátti sjá fyrir tímabilin 1990-94 og 1995-99. Umræður: Lifun sjúklinga með bæði ristil- og endaþarmskrabba- mein í Svíþjóð hefur batnað síðustu áratugi. Bætta lifun sjúklinga með endaþarmskrabbamein í Uppsölum er ef til vill hægt að skýra með tilkomu geislameðferðar og TME-skurðaðgerða. E - 14 Stent við þarmastíflu af völdum ristil- og endaþarmskrabbameins Helgi Birgisson. Kennet Smedh Handlækningadeild, Centrallasarettet Vasterás, Svíþjóð helgi.birgisson@telia.com Inngangur: Hefðbundin meðferð við þarmastíflu af völdum ristil- og endaþarmskrabbameins er úrnám ristils/endaþarms og stóma. Nú er einnig hægt að leggja stent (stoðlegg) til að leysa stífluna tímabundið, til dæmis fyrir komandi aðgerð eða endanlega í líkn- andi tilgangi. Hér verður lýst fyrstu reynslu stent ísetningar við Centrallasarettet í Vasterás. Efniviður og aðferðin 22 sjúklingar með hótandi eða fullgengna þarmastíflu af völdum krabbameins í bugaristli eða endaþarmi á tíma- bilinu 1. október 1999 til 1. október 2002. Notað var sjálfútvíkkandi möskva stent (Boston microvasive,) sem er 9 cm langt með 22 mm innanmál. Stentið var Iagt með buga- eða ristilspeglun í röntgen- gegnumlýsingu. Niðurstöður: Stent ísetning tókst hjá 18 sjúklingum, tíu körlum og átta konum, með meðalaldur 78,5 (52-96) ár. Ellefu endaþarms- og sjö bugaristilkrabbamein voru meðhöndluð, fjarlægð æxlis frá endaþarmsopi var 12,5 (6-30) cm og aðgerðartími 38 (25-100) mín- útur. Fylgikvillar voru þrombótíseruð gyllinæð (n=2), blæðing (n=l) og sýking í pung (n=l). Stentið losnaði hjá fjórum sjúklingum og fékk einn sjúklinganna nýtt stent með góðum árangri. Fjórtán sjúk- lingar voru meðhöndlaðir í líknandi tilgangi og varð líkn góð í níu tilfellum. Af fjórum sjúklingum sem síðar gengust undir læknandi aðgerð höfðu tveir endaþarmskrabbamein. Umræður: Stent ísetning við þarmastíflu af völdum ristil- og enda- þarmskrabbameins er góður valkostur þar sem losna nrá við stóma- aðgerð. Nota má stent sem líknandi meðferð en einnig er hægt er að undirbúa sjúklinga fyrir læknandi valaðgerð. E - 15 Smáæðablóóflæði í þarmaslímhúð Samstarfsverkefni LSH - Hl og UniBE #1 Gísli H. Sigurðsson1, Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2 ‘Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Svæfinga- og gjörgæslu- deild, Inselspital háskólasjúkrahúsi í Bern, Sviss gislihs@landspitali.is Inngangun Laser Doppler blóðflæðismælingar og smásjármælingar í líffærum (intravital nricroscopy) hafa sýnt að smáæðablóðflæði (micro- circulation) sveiflast reglulega frá lágflæði til háflæðis (ílowmotion - nokkrum sinnum á mínútu) í sumum vefjurn líkamans, svo sem húð, munnslímhúð og fleira. Þetta fyrirbrigði hefur til dæmis í vöðvum verið tengt ófullnægjandi blóðflæði (ischaemia). Petta hefur ekki verið rann- sakað í kviðarholslíffærum nema í ómentum. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að kanna hvort sveiflur væru á blóðflæði í smáæðum þarma- slímhúðar við eðlilegar aðstæður eða við sjokkástand. Efniviður og aðferðir: Smáæðablóðflæði var mælt stöðugt í nýrum, lifur, brisi og maga-, smáþarma- og ristilslímhúð með laser Doppler flæðimæli (LDF) í 20 svæfðum svínum. Einnig var smáæðablóð- flæði „kvikmyndað“ í slímhúð smáþarma með cytoscan tækni. Súr- efnismettun í þarmaslímhúð var stöðugt mæld með near-infrared spectoroscopy (NIRO). Helstu niðurstöðun Á laser Doppler mælinum sáust reglulegar sveifl- ur í smáæðablóðflæði (microcirculatory flow motion) í slímhúð maga, smáþarma og ristils í öllum dýrunum sem voru rannsökuð bæði við stöðugar aðstæður og í sjokkástandi. Aðeins mjög alvarlegt sjokk virtist trufla þessar sveiflur. Tíðni sveiflnanna var 2,2-7,0 á mínútu og gat hún verið mismunandi frá einum stað til annars þótt aðeins nokkrir millimetrar væru á milli. Með NIRO mældust mótsvarandi sveiflur í súrefnismettun í slímhúðinni eins og sáust á laser Doppler mælinum. Ennfremur sáust mótsvarandi sveiflur í smáæðablóðflæði á Læknablaðið 2003/89 409
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.