Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 38

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 38
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA cytoscan „kvikmynd“ og var greinilegt að tíðni sveiflnanna gat verið mismunandi í tveimur aðliggjandi villi í smáþörmunum. Alyktanir: Þessi rannsókn staðfestir að smáæðablóðflæði sveiflast milli lágflæðis og háflæðis í þarmaslímhúð 2-7 sinnum á mínútu bæði við eðlilegar aðstæður og við sjokkástand. Þessar sveiflur í blóðflæði virðast vera undir stjórn gangráðs sem liggur mjög langt úti í smáæðum (peripherally). Þessar sveiflur í flæði valda mótsvar- andi sveiflum í súrefnismettun í þarmaslímhúð. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að kanna tilgang þessa fyrirbrigðis. E - 16 Hvorki dópamín né dóbútamín bæta smáæðablóð- flæði í lifur eða þörmum í sepsis Samstarfsverkefni LSH - Hl og UniBE #2 Gísli H. Sigurðsson' Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Svæfinga- og gjörgæslu- deild Inselspital háskólasjúkrahússins í Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngangur: Ein af aðalorsökum fjöllíffærabilunar eftir sepsis er skortur á blóðflæði í þörmum og lifur. Beta-agónistar eins og dópa- mín og dóbútamín eru oft notaðir í sepsis til að auka hjartaútfall í þeirri von að hluti af auknu flæði frá hjarta muni fara í að bæta smáæðablóðflæði (microcirculation) í lifur og þörmum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að mæla áhrif dópamíns og dóbútamíns á almennt flæði (cardiac index; CI), staðbundið flæði (superior mesenteric artery; SM A) og smáæðablóðflæði (MBF) í kviðarhols- líffærum í septísku sjokki (blóðeitrunarsjokki). Efniviður og aðferðir: Átta svín voru svæfð, ventileruð (vélræn öndun) og septískt sjokk var framkallað með faecal peritonitis (hægðalífhimnubólgu). CI var mælt með hitaþynningartækni, SMA- flæði með hljóðbylgjuflæðimæli og smáæðablóðflæði var mælt stöð- ugt með laser Doppler flæðimæli í nýrum, lifur, brisi, maga-, smá- þarma- og ristilslímhúð. Hvert dýr fékk í slembiröð (random order), crossover design, 5 og 10 mcg/kg/mín dópamín og 5 og 10 mcg/kg/ mín dóbútamín. Lyfið var gefið í 20 mínútur en eftir það var 40 mín- útna aðlögunartími þar sem blóðþrýstingur og CI voru látin jafna sig áður en hitt lyfið var gefið. Helstu niðurstöðun Bæði lyfin juku CI; dópamín um 18% og dóbúta- mín um 48%, miðað við grunnlínu (p<0,001 í báðum tilvikum). SMA- flæði jókst um 33% með dópamíni (p<0,01) en hélst óbreytt með dóbútamíni. Engar marktækar breytingar voru á smáæðablóðflæði undir meðferð þessara lyfja í neinu þeirra líffæra sem rannsökuð voru. Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þótt hjartaútfall (CI) aukist umtalsvert við gjöf á dópamíni eða dóbútamíni í sepsis tryggir það engan veginn að sú aukning skili sér í auknu smáæða- blóðflæði í mikilvægum líffærum eins og lifur eða þörmum. E - 17 Áhrif adrenalíns, noradrenalíns og fenýlefríns á smáæðablóðflæði I lifur og þörmum Samstarfsverkefni LSH - Hl og UniBE #3 Gísli H. Sigurðsson', Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Svæfinga- og gjörgæslu- deild Inselspital háskólasjúkrahússins í Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngungur: Notkun æðaherpandi lyfja til að hækka blóðþrýsting í sepsis getur truflað smáæðablóðflæði í mikilvægum kviðarholslíf- færum eins og lifur og þörmum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að mæla áhrif adrenalíns, noradrenalíns og fenýlefríns (phenyleph- rine) á almennt flæði (cardiac index; CI), staðbundið flæði (superi- or mesenteric artery; SMA) og smáæðablóðflæði (microcirculatory blóðflæði, MBF) í kviðarholslíffærum í septísku sjokki. Aðferðin Átta svín voru svæfð, ventileruð og septískt sjokk var framkallað með faecal peritonitis. CI var mælt með thermodilution, SMA-flæði með ultrasound transit time flæðimæli og smáæðablóð- flæði var mælt stöðugt með laser Doppler flæðimæli í nýrum, lifur, brisi, maga-, smáþarma- og ristilslímhúð. Hvert dýr fékk í slembiröð (random order), crossover design, adrenalín, noradrenalín og fenýl- efrín í nægilega háum skömmtum til að hækka meðalblóðþrýsting (MAP) um 20 mmHg. Hvert lyf var gefið í 20 mínútur en eftir það var 40 mínútna aðlögunartími þar sem blóðþrýstingur og CI voru látin jafna sig áður en næsta lyf var gefið. Niðurstöður: Bæði adrenalín (0,75 mcg/kg/mín) og noradrenalín (1,0 mcg/kg/mín) juku hjartaútfall (43±9%, p<0,01 og 41±8%, p<0,01), en minnkuðu SMA-flæði (11±4%, p<0,05 og 26±6%, p<0,01). Bæði lyfin drógu úr smáæðablóðflæði í smáþörmum (21±5%, p<0,01 og 23±3%, p<0,01) og í brisi (16±3%, p<0,05 og 8±3%). Fenýlefrín (2 mcg/kg/mín) sem hækkaði blóðþrýsting svip- að og adrenalín og noradrenalín hafði lítil sem engin áhrif á system- ískt flæði (CI), regional flæði (SMA) eða smáæðablóðflæði (MBF). Ályktun: Æðaherpandi lyf eru oft gefin í þeim tilgangi að bæta „perfusionsþrýsting“ og þar með blóðflæði í sepsis. Þessi rannsókn sýnir að þótt adrenalín og noradrenalín bæði hækki blóðþrýsting og auki hjartaútfall beina þau blóðflæði frá mikilvægum líffærum eins og lifur og þörmum. Fenýlefrín sem hækkar blóðþrýsting á svipað- an hátt og adrenalín og noradenalín virðist ekki hafa slík áhrif. Þar sem fenýlefrín er hreinn alfa-agónisti er líklegt að beta-2 áhrif adrenalíns og noradrenalíns valdi æðavíkkun í öðrum „þýðingar- minni“ vefjum, svo sem húð og vöðvum (steal effect). E - 18 Ættlægni eistnakrabbameins á íslandi og tengsl við önnur krabbamein Jón Þór Bergþórsson'2, Tómas Guðbjartsson3, Sverrir Þorvaldsson1, Bjarni Agnar Agnarsson4, Kjartan Magnússon5, Ásgeir Thorodd- sen3, Jeffrey Gulcher1, Kári Stefánsson1, Guðmundur Vikar Einars- son3, Rósa Björk Barkardóttir2, Laufey Þóra Ámundadóttir' ‘íslensk erfðagreining, 2Frumulíffræðideild Rannsóknastofu há- skólans í meinafræði, Landspítala Hringbraut, 'Þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut, 4Rannsóknastofa háskólans í meinafræði Landspítala Hringbraut, 'Krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut jonthor@decode.is Inngangur: Eistnakrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í ungum karlmönnum. Orsakir sjúkdómsins eru að mestu ókunnar en samkvæmt erlendum rannsóknum hafa <5% sjúklinga jákvæða fjölskyldusögu með tilliti til meinsins. Tilgangur okkar rannsóknar var að kanna ættlægni eistnakrabbameins á íslandi og að athuga hvort tíðni annarra krabbameinsgerða sé hækkuð í ættum sjúklinga. Efniviður og aðferðin Rannsóknin tók til allra karla sem greindust 410 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.