Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2003, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.05.2003, Qupperneq 38
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA cytoscan „kvikmynd“ og var greinilegt að tíðni sveiflnanna gat verið mismunandi í tveimur aðliggjandi villi í smáþörmunum. Alyktanir: Þessi rannsókn staðfestir að smáæðablóðflæði sveiflast milli lágflæðis og háflæðis í þarmaslímhúð 2-7 sinnum á mínútu bæði við eðlilegar aðstæður og við sjokkástand. Þessar sveiflur í blóðflæði virðast vera undir stjórn gangráðs sem liggur mjög langt úti í smáæðum (peripherally). Þessar sveiflur í flæði valda mótsvar- andi sveiflum í súrefnismettun í þarmaslímhúð. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að kanna tilgang þessa fyrirbrigðis. E - 16 Hvorki dópamín né dóbútamín bæta smáæðablóð- flæði í lifur eða þörmum í sepsis Samstarfsverkefni LSH - Hl og UniBE #2 Gísli H. Sigurðsson' Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Svæfinga- og gjörgæslu- deild Inselspital háskólasjúkrahússins í Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngangur: Ein af aðalorsökum fjöllíffærabilunar eftir sepsis er skortur á blóðflæði í þörmum og lifur. Beta-agónistar eins og dópa- mín og dóbútamín eru oft notaðir í sepsis til að auka hjartaútfall í þeirri von að hluti af auknu flæði frá hjarta muni fara í að bæta smáæðablóðflæði (microcirculation) í lifur og þörmum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að mæla áhrif dópamíns og dóbútamíns á almennt flæði (cardiac index; CI), staðbundið flæði (superior mesenteric artery; SM A) og smáæðablóðflæði (MBF) í kviðarhols- líffærum í septísku sjokki (blóðeitrunarsjokki). Efniviður og aðferðir: Átta svín voru svæfð, ventileruð (vélræn öndun) og septískt sjokk var framkallað með faecal peritonitis (hægðalífhimnubólgu). CI var mælt með hitaþynningartækni, SMA- flæði með hljóðbylgjuflæðimæli og smáæðablóðflæði var mælt stöð- ugt með laser Doppler flæðimæli í nýrum, lifur, brisi, maga-, smá- þarma- og ristilslímhúð. Hvert dýr fékk í slembiröð (random order), crossover design, 5 og 10 mcg/kg/mín dópamín og 5 og 10 mcg/kg/ mín dóbútamín. Lyfið var gefið í 20 mínútur en eftir það var 40 mín- útna aðlögunartími þar sem blóðþrýstingur og CI voru látin jafna sig áður en hitt lyfið var gefið. Helstu niðurstöðun Bæði lyfin juku CI; dópamín um 18% og dóbúta- mín um 48%, miðað við grunnlínu (p<0,001 í báðum tilvikum). SMA- flæði jókst um 33% með dópamíni (p<0,01) en hélst óbreytt með dóbútamíni. Engar marktækar breytingar voru á smáæðablóðflæði undir meðferð þessara lyfja í neinu þeirra líffæra sem rannsökuð voru. Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þótt hjartaútfall (CI) aukist umtalsvert við gjöf á dópamíni eða dóbútamíni í sepsis tryggir það engan veginn að sú aukning skili sér í auknu smáæða- blóðflæði í mikilvægum líffærum eins og lifur eða þörmum. E - 17 Áhrif adrenalíns, noradrenalíns og fenýlefríns á smáæðablóðflæði I lifur og þörmum Samstarfsverkefni LSH - Hl og UniBE #3 Gísli H. Sigurðsson', Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Svæfinga- og gjörgæslu- deild Inselspital háskólasjúkrahússins í Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngungur: Notkun æðaherpandi lyfja til að hækka blóðþrýsting í sepsis getur truflað smáæðablóðflæði í mikilvægum kviðarholslíf- færum eins og lifur og þörmum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að mæla áhrif adrenalíns, noradrenalíns og fenýlefríns (phenyleph- rine) á almennt flæði (cardiac index; CI), staðbundið flæði (superi- or mesenteric artery; SMA) og smáæðablóðflæði (microcirculatory blóðflæði, MBF) í kviðarholslíffærum í septísku sjokki. Aðferðin Átta svín voru svæfð, ventileruð og septískt sjokk var framkallað með faecal peritonitis. CI var mælt með thermodilution, SMA-flæði með ultrasound transit time flæðimæli og smáæðablóð- flæði var mælt stöðugt með laser Doppler flæðimæli í nýrum, lifur, brisi, maga-, smáþarma- og ristilslímhúð. Hvert dýr fékk í slembiröð (random order), crossover design, adrenalín, noradrenalín og fenýl- efrín í nægilega háum skömmtum til að hækka meðalblóðþrýsting (MAP) um 20 mmHg. Hvert lyf var gefið í 20 mínútur en eftir það var 40 mínútna aðlögunartími þar sem blóðþrýstingur og CI voru látin jafna sig áður en næsta lyf var gefið. Niðurstöður: Bæði adrenalín (0,75 mcg/kg/mín) og noradrenalín (1,0 mcg/kg/mín) juku hjartaútfall (43±9%, p<0,01 og 41±8%, p<0,01), en minnkuðu SMA-flæði (11±4%, p<0,05 og 26±6%, p<0,01). Bæði lyfin drógu úr smáæðablóðflæði í smáþörmum (21±5%, p<0,01 og 23±3%, p<0,01) og í brisi (16±3%, p<0,05 og 8±3%). Fenýlefrín (2 mcg/kg/mín) sem hækkaði blóðþrýsting svip- að og adrenalín og noradrenalín hafði lítil sem engin áhrif á system- ískt flæði (CI), regional flæði (SMA) eða smáæðablóðflæði (MBF). Ályktun: Æðaherpandi lyf eru oft gefin í þeim tilgangi að bæta „perfusionsþrýsting“ og þar með blóðflæði í sepsis. Þessi rannsókn sýnir að þótt adrenalín og noradrenalín bæði hækki blóðþrýsting og auki hjartaútfall beina þau blóðflæði frá mikilvægum líffærum eins og lifur og þörmum. Fenýlefrín sem hækkar blóðþrýsting á svipað- an hátt og adrenalín og noradenalín virðist ekki hafa slík áhrif. Þar sem fenýlefrín er hreinn alfa-agónisti er líklegt að beta-2 áhrif adrenalíns og noradrenalíns valdi æðavíkkun í öðrum „þýðingar- minni“ vefjum, svo sem húð og vöðvum (steal effect). E - 18 Ættlægni eistnakrabbameins á íslandi og tengsl við önnur krabbamein Jón Þór Bergþórsson'2, Tómas Guðbjartsson3, Sverrir Þorvaldsson1, Bjarni Agnar Agnarsson4, Kjartan Magnússon5, Ásgeir Thorodd- sen3, Jeffrey Gulcher1, Kári Stefánsson1, Guðmundur Vikar Einars- son3, Rósa Björk Barkardóttir2, Laufey Þóra Ámundadóttir' ‘íslensk erfðagreining, 2Frumulíffræðideild Rannsóknastofu há- skólans í meinafræði, Landspítala Hringbraut, 'Þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut, 4Rannsóknastofa háskólans í meinafræði Landspítala Hringbraut, 'Krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut jonthor@decode.is Inngangur: Eistnakrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í ungum karlmönnum. Orsakir sjúkdómsins eru að mestu ókunnar en samkvæmt erlendum rannsóknum hafa <5% sjúklinga jákvæða fjölskyldusögu með tilliti til meinsins. Tilgangur okkar rannsóknar var að kanna ættlægni eistnakrabbameins á íslandi og að athuga hvort tíðni annarra krabbameinsgerða sé hækkuð í ættum sjúklinga. Efniviður og aðferðin Rannsóknin tók til allra karla sem greindust 410 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.