Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 39

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 39
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA með eistnakrabbamein á íslandi á tímabilinu 1955-2001 (n=200) sam- kvæmt sjúkraskrám, veljasvörum og krabbameinsskrá KI. Ættfræði- gagnagrunnur íslenskrar erfðagreiningar var hafður til grundvallar tölfræðiútreikningunr. Reiknuð var hlutfallsáhætta (relative risk) krabbameins í ættingjum sjúklinga og ennfremur var ættlægni metin með skyldleikastuðlum (kinship coefficient). Fjölskyldutré sjúklinga og samband ættlægni við greiningaraldur var einnig athugað. Niðurstöður: Alls fundust 20 ljölskyldur (43 einstaklingar, 19%) með tvo eða fleiri eistnakrabbameinssjúklinga sem tengdust í innan við sex meiósum. Meðalaldur við greiningu í þessum fjölskyldum var ekki hærri en hjá öðrum sjúklingum. Eistnakrabbameinssjúk- lingar voru innbyrðis skyldari en við mátti búast (P=0,005) og hélst marktæknin þegar vægi nánustu ættingja (fyrsta og annars stigs) var undanskilið (P=0,027). Áhætta eistnakrabbameins var marktækt aukin í fyrsta, þriðja og íjórða stigs ættingjum sjúklinga en hjá bræðr- um var áhættan sjöföld (CI 95% 3,8-10,3). Eistnakrabbameinshóp- urinn var marktækt skyldur sjúklingum með Non-Hodgkins eitil- krabbamein (P=0,003) og skjaldkirtilskrabbamein (P=0,023) en áhætta á þessum sjúkdómum var um það bil tvöfölduð hjá fyrsta stigs ættingjum. Ályktun: Ættingjum eistnakrabbameinssjúklinga er hættara við að fá sjúkdóminn en körlum í viðmiðunarhópum. Pessi tengsl eru ekki bundin við nánustu ættingja og því mögulegt að erfðir hafi þýðingu í hluta tilfella. Eitil- og skjaldkirtilkrabbamein eru einnig algengari í ættingjum sjúklinga með eistnakrabbamein. Hugsanlegt er að samband milli þessara krabbameinsgerða stafi af erfðum. E - 19 Kortlagning á óstöðugleika í erfðamengi eistna- krabbameinsæxla Jón Þór Bergþórsson':, Bjami Agnar Agnarsson’’, Tómas Guðbjarts- son4, Guðmundur Vikar Einarsson4, Ásgeir Thoroddsen4, Kjartan Magnússon5, Jeffrey Gulcher2, Kári Stefánsson2, Laufey Þóra Ámundadóttir, Rósa Björk Barkardóttir1 'Frumulíffræðideild Rannsóknastofu háskólans í meinafræði, Land- spítala Hringbraut, 2íslensk erfðagreining, ’Rannsóknastofa há- skólans í meinafræði, Landspítala Hringbraut, JÞvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut, 'Krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut jonthor@decode. is Inngangur: Óstöðugleiki á vissum litningasvæðum er talinn endur- spegla tilvist mikilvægra krabbameinsgena. I þessari rannsókn var óstöðugleiki í erfðamengi eistnakrabbameinsæxla kortlagður með notkun fjölforma PCR erfðamarka. Tilgangurinn var að fá vísbend- ingar um staðsetningu þeirra gena sem eru mikilvægust fyrir þróun og framvindu eistnakrabbameins en jafnframt vildum við skoða möguleika aðferðarinnar með tilliti til annarra aðferða. Efniviður og aðferðir: DNA var einangrað úr 32 ferskum frystum eistnakrabbameinsæxlum ásamt aðliggjandi heilbrigðum vef. Sýnin voru arfgerðargreind með um það bil 1000 fjölforma PCR erfða- mörkum sem dreifast um erfðamengið með um það bil þriggja centimorgan millibili. Flúrmerktar afurðir PCR hvarfa voru raf- dregnar í ABI 3700 sjálfvirkum raðgreinum og útslag flúrljómunar í samsætum frá heilbrigðum vef og æxlisvef sama sýnis var til grund- vallar ákvörðunar á óstöðugleika. Niðurstöðun Algengast var að 4-500 erfðamörk gæfu upplýsingar fyrir hvert æxli sem var rannsakað. Meðaltíðni ójafnvægis fyrir stök erfðamörk var 17% og var enginn munur á tíðninni á milli æxlis- gerða. Há tíðni ójafnvægis fyrir stök erfðamörk (>35%) fannst á 9q (38%), 10 (35%), 11 (55%), 12p (61%), 13 (39%), 15 (40%), 16q (41%), 18 (50%), 19 (35%) og 22 (36%). Ályktanir: Mesti óstöðugleiki reyndist vera á litningi 11 og 12p sem er svipað og í öðrum rannsóknum. Niðurstöður okkar fyrir suma aðra litningshluta (til dæmis 9q, 16q) eru þó töluvert frábrugðnar niðurstöðum annarra. Þetta er í fyrsta sinn sem fjölforma erfða- mörk eru notuð til að kortleggja óstöðugleika í eistnakrabbameins- æxlum með tilliti til alls erfðamengisins. Rannsóknin leggur grunn- inn að frekari fínkortlagningu sem getur leitt til einangrunar gena sem eru mikilvæg fyrir upphaf og framþróun eistnakrabbameins. E - 20 Þróun á meðferð góðkynja stækkunar hvekks á íslandi - lyfjameðferð, aðgerðir og kostnaður Jens Kr. Guðmundsson', Sigmar Jack2, Helgi J. Isaksson3, Guð- mundur Geirsson4 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Landspítali, 3Rannsóknastofa há- skólans í meinafræði og 4Þvagfæraskurðdeild Landspítala Hring- braut jensgu@hi.is Inngangur: Góðkynja stækkun hvekks (benign prostatic hyper- plasia, BPH) er vaxandi aldurstengt vandamál og hefur oft talsverð áhrif á lífsgæði. Síðasta áratug hefur brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás (transurethral resection of the prostate, TURP) fækkað mikið. Lyfjameðferð hefur hins vegar aukist verulega. Rannsóknin er framhald og viðbót við fyrri rannsókn. Eins og áður var sjónum beint að breytingum á meðferð BPH á Islandi með tilliti til meðferðarforms og kostnaðar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til fjölda TURP-aðgerða sem gerðar voru vegna BPH árin 2001-2002. Upp- lýsingar um fjölda sjúklinga fengust frá sjúkrahúsunum LSH, FSA, SHA og Rannsóknarstofu háskólans í meinafræði. Staðreyndir um lyfjanotkun voru fengnar frá Lyfjastofnun. Utreiknaður kostnaður fékkst samkvæmt DRG (diagnosis related group) flokkun. Farið var yfir sjúkraskrár allra sem fóru í TURP á LSH á fyrrnefndu tíma- bili vegna BPH. Skráðar voru ábendingar, fyrri lyfjameðferð, fylgi- kvillar, legudagar, magn vefs, ljöldi enduraðgerða og fleira. Niðurstöður: Á tímabilinu voru árlega gerðar um 190 skurðaðgerð- ir vegna BPH. Langflestar voru hefðbundnar TURP-aðgerðir (91%). Um tvö þúsund ársskammtar lyfja vegna BPH hafa verið skrifaðir út á ári að andvirði 100 milljóna króna. Kostnaður aðgerða er áætlaður 49 milljónir króna á ári. Lyfjanotkun eykst á sama tíma og aðgerðum fækkar og því vex heildarkostnaður við meðferð á BPH. Ábendingar aðgerða hafa breyst marktækt frá því fyrir rúm- um áratug. Ályktanir: Fjöldi aðgerða hefur minnkað síðasta áratug en lyfja- notkun fer vaxandi. Meirihluti þeirra sem fara í aðgerðir hafa áður reynt lyfjameðferð og hafa algera ábendingu fyrir aðgerð. Því má gera ráð fyrir því að lyfjameðferð hafi áhrif bæði á fjölda aðgerða og ábendingar þeirra. Læknablaðið 2003/89 411
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.