Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 43

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 43
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA E - 26 Aðgerðaskrá á FSA Theodóra Gunnarsdóttir, Helga K. Magnúsdóttir, Girish Hirlekar, Sigurður E. Sigurðsson Svæfingadeild FSA helgam@fsa.is Inngangur: Til að draga úr tvískráningu og sameina skráningarblöð var útbúin aðgerðaskrá sem tekur yfir upplýsingasöfnun fyrir, í og eftir aðgerð. Þeir sem skrá upplýsingar í aðgerðaskrána eru sjúk- lingar eða aðstandendur, skurðlæknir, svæfingalæknir. hjúkrunar- fræðingur á deild, svæfingu, skurðstofu. og vöknun. Aðgerðaskráin hefur verið í notkun í tvö ár. Efniviður og aðferðir: Vegna endurskoðunar á aðgerðaskránni var gerð könnun á viðhorfi starfsmanna gagnvart skránni. Spurt var um álit á þáttum eins og áhrif á vinnuálag, öryggi sjúklings, notagildi upplýsinga og hvernig skráin venst. Urtakið var fremur lítið og því ekki gerðir neinir tölfræðilegir útreikningar. Niðurstöðurnar verða kynntar sem og aðgerðaskráin sjálf. Niðurstöður: Flestir töldu að aðgerðaskráin yki öryggi sjúklinga umtalsvert. Hjúkrunarfræðingar telja hana létta vinnu sína en lækn- ar töldu hana hafa í för með sér aukna vinnu. E - 27 Endursköpun á vaginae a.m. Mclndo vegna vaginal atresia - Sjúkratilfelli Antonios Kouniouridis, Jens Kjartansson, Jens A. Guðmundsson, Tómas Jónsson Lýtalækningadeild, kvennadeiid og almenn skurðdeild Landspítala Hringbraut akoumouridis@web. de Inngangur: Vaginal atresia er meðfæddur galli (Múllerian defect) sem leiðir til þess að hluti af Ieggöngum myndast ekki. Tíðni meðal fæddra stúlkna er 1:4000-5000. Þessi galli hefur verið þekktur frá tímum Hippókratesar og fjallað hefur verið um skurðaðgerðir vegna hans í evrópskum fræðiritum frá upphafi 20. aldar. Húð- ígræðslutækni sem Mclndo og Counsellor kynntu var þróuð í Bandaríkjunum um 1940. Meginmarkmið skurðaðgerðar er að búa til opin leggöng og draga þannig úr verkjum og gefa möguleika á eðlilegu samlífi og getu til barneigna. Tilfelli: Fimmtán ára stúlka sem ekki var byrjuð á tíðablæðingum þrátt fyrir ytri merki um eðlilegan kynþroska var rannsökuð vegna endurtekinna heiftarlegra kviðverkjakasta. Hún greindist með lok- að meyjarhaftsop sem var talið ástæða verkjanna og var því opnað, en kviðverkjaköstin héldu áfram. Eftir nánari rannsókn, þar með talið kviðsjárskoðun. kom í ljós að leggöng vantaði og blætt hafði inn í kviðarholið. Það sást eðlilegt leg og eggjastokkar og virtist vera eðlilegur vefur niður að ytra leghálsopi sem tengdist litlum stúf af efsta hluta leggangna. Stúlkan var strax sett á GnRH-agónista með- ferð til að stöðva blæðingar meðan beðið var skurðaðgerðar. Aðgerð: Gerð var reconstructio vagina a.m Mclndo með mjúkri silicone-prothesu 4,5 cm að breidd, 1 cm að þykkt, 11 cm á dýpt. Húðtransplantatið var saumað utan um fyllinguna, sárflötur húð- transplantatsins látinn snúa út og húðin inn að prothesunni. Pen- rose dren var sett í holrýmið inni í prothesunni. Aðgerð tók 155 mínútur, engir aukakvillar komu upp. Eftirmeðferð: Inj. Ekvacillin lg x 4 i.v., Mixt. Sorbitol 15 ml x 2 p.o., verkjalyf pn og rúmlega. Sjúklingur var hitalaus eftir og með eðlileg lífsmörk. Dren var tekið á 11. degi og hún útskrifaðist á 12. degi eftir aðgerð. Aætluð er önnur aðgerð þar sem tengja á leggöng við leg- háls. Samantekt: Lýst er fyrsta hluta meðferðar vegna atresia vaginae. Þessi hluti aðgerðar tókst vel og var án alvarlegra fylgikvilla. Reconstructio vaginae a.m Mclndo leiðir til þess að leggöng verða eðlileg hjá flestum sjúklingum. Fylgikvillar vegna aðgerða eru oftast minniháttar. Lýst hefur verið hættu á sáramyndun og neo- vaginal-rectal fistlum, auk lítillar hættu á illkynja breytingum í nýju skeiðarslímhúðinni. E - 28 Notkun Applied GelPort™ við kviðsjáraðgerðir á nýrum með aðstoð handar - myndband Valur Þór Marteinsson, Hafsteinn Guðjónsson Handlækningadeild FSA valmart@fsa.is Kviðsjáraðgerðir með aðstoð handar (hand-assisted laparoscopic surgery) geta verið ákjósanlegar þar sem fjarlægja skal nýra og þá ekki hvað síst ef mikilvægt er talið að ná líffærinu út í heilu lagi til vefjagreiningar eða ígræðslu. Slíkar aðgerðir hafa verið að þróast í tæpan áratug, en fyrsta nýrnanámið með kviðsjártækni og aðstoð handar var framkvæmt 1994. Framan af voru ýmis tæknileg vanda- mál með búnað þann sem notaður var, eins og loftleki og handar- þreyta í handaropi. Nýlega kom á markað búnaður til hjálpar við slíkar aðgerðir af gerðinni Applied GelPort™. Hann var fyrst reynd- ur á FSA í október 2002 og verið notaður við nýrnanám með kvið- sjártækni og aðstoð handar hjá fjórum sjúklingum. Applied GelPort™ búnaðurinn samanstendur af þremurlausum hlutum sem eru: sáraskýla (Wound Protecting Sheath), sárahaki (Wound Retractor) og hlaupkennt handarop (gelport). Notkunar- ferlið er eftirfarandi: 1) Merkið lengd húðskurðar eftir hanskastærð skurðlæknis (dæmi: ef handarstærð hanska er 8, þá þarf húðskurður að vera 8 cm). 2) Opnið kviðvegg samkvæmt venju, farið með hendi inn um skurðinn til að tryggja rétta stærð opsins fyrir hendina og gætið þess að jaðrarnir séu fríir. 3) Komið þar til gerðri sáraskýlu fyrir í skurðinum og spennið hana uppá sárahakann. 4) Smellið hinu hlaupkennda handaropi á sárahakann. 5) Komið fyrir loftnál og holrörum eftir þörfum. Það tekur einungis tvær til þrjár mínútur að koma hinum þrí- skipta búnaði fyrir eftir að skurður er gerður og brottnám er á sama hátt einfalt og tekur innan við mínútu. Engin tæknileg vandamál hafa verið með þennan búnað fram að þessu, enginn loftleki og auðvelt að setja hendi inn og taka út án þess að breyting verði á kviðarholsþrýstingi. Sáraskýlan getur hugsanlega minnkað líkur á ígræðsluútsæði krabbameins auk sýkingar í skurðsári. Sýnt verður myndband þar sem uppsetning búnaðarins er sýnd við hefðbundið nýrnanám. Læknablaðið 2003/89 415
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.