Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 44

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 44
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA E - 29 Nýrnaaðgerðir með kviðsjártækni og aðstoð handar - fyrsta reynsla á FSA Daði Þór Vilhjálmson, Valur Þór Marteinsson, Sigurður Alberts- son, Hafsteinn Guðjónsson, Haraldur Hauksson, Shree Datye Handlækningadeild FSA dadiogelva@simnet. is Inngangur: Opin skurðaðgerð hefur fram að þessu verið hefðbund- ið meðferðarúrræði hjá sjúklingum þar sem gera þarf nýrnanám. Kviðsjártækni hefur rutt sér til rúms síðasta áratuginn og var tekin í notkun á FSA í lok árs 2001. Rannsókn þessi er gerð til að gera grein fyrir fyrstu reynslu deildarinnar þar sem gert var nýrnanám með kviðsjártækni og aðstoð handar (hand-assisted laparoscopic nephrectomy). Efniviður og aðferðir: Fimm sjúklingar undirgengust nýrnanám með kviðsjártækni og aðstoð handar frá des. 2001,- jan. 2003. Sér- stakt handarslíður var notað (Applied Gelport™ fjórir sjúklingar, Intromit™ einn sjúklingur). Af þessum sjúklingum reyndust þrír hafa illkynja nýrnafrumuæxli og einn óstarfhæft vatnsnýra með sýk- ingum. Einn undirgekkst róttækt nýrna- og þvagálsnám vegna ill- kynja þvagþekjuæxla. Aukalega var einnig gert gallblöðrunám hjá einum sjúklingi og ófrjósemisaðgerð hjá öðrum í sömu aðgerð og nýrnanám. Miðtala aldurs var 71 ár, ASA=2 og BMI=23,9. Allar aðgerðir voru framkvæmdar í svæfingu að fengnu upplýstu sam- þykki sjúklings. Gerð var framsæ skráning. Niðurstöður: Miðtala legudaga var einn dagur (bil 1-5) fyrir aðgerð og sjö (bii 5-14) eftir aðgerð, heildarlegutími átta dagar (bil 6-20). Hjá fjórum síðustu sjúklingunum var legutími eftir aðgerð fimm til sjö dagar. Miðtala aðgerðartíma var 244 mínútur (bil 145-310). Fylgikvillar urðu engir í aðgerð og meðaltal blæðingar var 282 ml (miðtala 350, bil 110-350). Einn sjúklingur er undirgekkst nýrna- og þvagálsnám þurfti blóð eftir aðgerð. Engir öndunarfærafylgikvillar urðu og engin merki um sýkingar. Af spurningalistum má ráða að líðan sjúklinga varð fljótt ágæt og verkir litlir. Fram til þessa hafa engin merki verið um æxlisvöxt á holröra- eða aðgerðasvæðum. Ályktun: Árangur fyrstu fimm aðgerða með kviðsjárspeglun og að- stoð handar lofar góðu. Legutími eftir aðgerð styttist miðað við það sem verið hefur, enginn alvarlegur fylgikviili varð í aðgerð og ekki þurfti að skipta yfir í opna aðgerð. Ekki hafa fundist merki um æxl- isvöxt á holröra- og aðgerðasvæðum. sem greinst hafa með GIST á Rannsóknarstofu háskólans í meina- fræði frá árinu 1990. Við bárum saman staðsetningu og stærð æxl- anna, útbreiðslu þeirra og hegðun, einkenni sjúklinga, greiningar- aðferðir og meðferð. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru meinafræðisvör, sjúkraskrár og aðgerðalýsingar allra sjúklinga sem greindust með GIST á tímabil- inu samkvæmt gagnagrunni Rannsóknarstofu háskólans í meina- fræði. Niðurstöður: Alls voru 33 sjúklingar greindir með GIST, þar af 15 konur og 18 karlar. Meðalaldur var 61,3 ár. Æxlin voru í: maga (17), mjógirni (12), vélinda (2), endaþarmi (1) og netju (1). Helstu ein- kenni voru blæðing frá meltingarvegi (14) og verkir (8). Níu voru einkennalausir. Æxlin fundust við magaspeglun (14), laparotomiu (8), ómskoðun (5), tölvusneiðmynd (4), ristilspeglun (1) og angio- graphiu (1). Þrjátíu sjúklingar gengust undir skurðaðgerð og eitt æxli var fjarlægt í gastroscopiu. Einn sjúklingur var með óskurðtækt æxli og fékk geislameðferð. Annar fékk enga meðferð vegna sam- hliða cholangiocarcinoma. Skurðaðgerðir voru magaresection (14), mjógirnisresection (11), gastrectomia (1), omental resection (1), vélindaresection (1), local excision (1) og debulking (1). Tuttugu og níu sjúklingar gengust undir radical aðgerð og enginn var með meinvörp við greiningu. Æxlin voru góðkynja (18). illkynja (10) og æxli með óljósa hegðun (5). Meðalstærð var 6 cm (góðkynja 3,6 cm, óljós hegðun 5,2 cm, illkynja 10,8 cm). Æxli sem blæddu voru að jafnaði 1,3 cm stærri. Þriðjungur góðkynja og illkynja æxla og helm- ingur æxla í maga og mjógirni blæddu. Meinvörp hafa greinst hjá þremur sjúklingum og staðbundin endurkoma hjá tveimur. Umræður: Blæðingar frá meltingarvegi og verkir eru algengustu einkenni GIST. Æxlin koma oftast í maga eða mjógirni en eru sjald- gæf annars staðar. Greiningaraðferðir eru sambærilegar við grein- ingu annarra æxla í meltingarvegi. Stærð hefur forspárgildi varð- andi illkynja vöxt en blæðingar koma jafnt fram hjá góðkynja og illkynja æxlum. Oftast er hægt að fjarlægja æxlin með skurðaðgerð. E - 30 Stromaæxli í meltingarvegi (Gastrointestinal stromal tumors, GIST) á íslandi frá 1990 Þórarinn Kristmundsson', Magnús K. Magnússon4, Jón G. Jónas- son:, Kjartan Örvar’, Hjörtur G. Gíslason' 'Skurðlækningadeild Landspítala, 2Rannsóknarstofa háskólans í meinafræði, -’Lyflækningadeild St. Jósefsspítala Hafnarfirði, JBlóð- meinafræðideild Landspítala Hringbraut hjorturg@landspitali.is Inngangur: Vakið hefur athygli höfunda að sjúklingar sem greinst hafa með GIST æxli á síðustu árum hafa fundist vegna blæðinga frá meltingarvegi. Þar sem sjúkdómsmynd þessa sjúklingahóps hefur lítið verið rannsökuð skoðuðum við fjölda, aldur og kyn sjúklinga 416 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.