Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 47

Læknablaðið - 15.05.2003, Page 47
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / VEGGSPJÖLD Sjúkratilfelli 2:67 ára gömul kona með áralanga sögu um tíð þvaglát og bráðamigu, verki um neðanverðan kvið auk þess sem fyrirferð sást við ómun á vinstri eggjastokk. Blöðruspeglun sýndi hvítleitan, þykk- an æxlisvöxt í blöðrubotni er líktist helst bólguástandi með band- vefsmyndun. Endurtekinn blöðruvefsskurður um þvagrás sýndi mik- inn örvefsvöxt auk bólgu af langvinnum og eósínósæknum toga. End- urtekin speglun, síðast fjórum árum eftir greiningu, sýndi eðlilegt ástand, en sjúklingur hefur verið með mismikla bráðamigu af óþekkt- um uppruna. Gerð verður ítarleg grein fyrir helstu greiningaraðferðum, mis- munagreiningum, meðferð og horfum. V - 4 Viðgerð á skurðhaul eftir notkun á vefjastrekkjara - sjúkratilfelli Antonios Kouniouridis. Jónas Magnússon, Jens Kjartansson Almenn skurðdeild og Lýtalækningadeild Landspítala akoumouridis@web. de Inngangur: í sumum tilfellum er kviðvegg ekki lokað eftir aðgerð eða aðgerðir. Þá getur reynst nauðsynlegt að skilja sjúkling eftir op- inn og síðan hylja garnirnar með „split" húðgræðlingi. Þetta er gert til að leyfa sjúkdómsástandi í kvið að ganga yfir þar sem lokun myndi gera ástandið verra. Þegar gripið er til þessa ráðs þarf að gera við stóran skurðhaul þegar sjúklingur er búinn að ná sér. Rectus- kantamir dragast til sitt hvorrar hliðarinnar vegna togs í hliðarvöðv- um og gapið verður umtalsvert og haullinn stór. Ef ekki er um vefja- tap að ræða þá er mögulegt að gera við slíka haula án þess að nota net. Tilfelli: Fjörutíu og tveggja ára maður fór í opna botnlangaaðgerð á Kanaríeyjum í janúar 2002. Kviðverkir lagast ekki og 48 stundum síðar kom rofið skeifugarnarsár í Ijós og var því lokað með opinni aðgerð. Var á gjörgæslu vegna sepsis og sýkingar í hægri síðu. Vegna magablæðingar var gert magahögg með Billroht II tengingu. Nýrna- bilun í kjölfarið. í febrúar kom hann á Landspítala með sjúkraflugi í öndunarvél. Fékk svo duodenal „blow out“, abcess í hægri flanka, retroperitoneal blæðingu. Hann var skorinn upp margsinnis á þess- um tíma. Á fjórum mánuðum fór hann í fjórar aðgerðir á Spáni og níu á Landspítalanum. í mars hreinsast öll sárin upp og split húð frá vinstra læri er sett beint á garnirnar í miðlínusári. Græðlingurinn tekur og kviðurinn grær. Lá í þrjá mánuði á gjörgæslu. Útskrifast í maí, fór í endurhæfingu á Reykjalundi. Fór í aðgerð í nóvember vegna incisional ventral hernia. Aðgerð: Undirbúningur: vefjastrekkjari settur í sárakantana og sár dregið saman á nokkrum dögum. Við endanlega aðgerð var græð- lingurinn tekinn, þrjú lítil göt á mjógirni voru saumuð saman en annars gekk vel að ná græðlingnum af. Rectus-kantamir voru færð- ir saman og gekk það auðveldlega. Aðgerð tók 150 mínútur, gekk vel. Eftir aðgerð var líðan ágæt miðað við aðstæður, öll sár greru og útskrifaðist sjúklingur á níunda degi eftir aðgerð. Samantekt: Split húðgræðlingur á garnir getur verið notaður sem einfaldar varanlegar lífrænar umbúðir (dressing). Toglaus lokun er möguleg. Þessi meðferð hefur sýnt langvarandi árangur, komplika- tionir hafa reynst minniháttar og er þetta ein þeirra meðferða sem mælt er með þegar um stóra kviðveggjagalla er að ræða. V - 5 Memokath® þvagrásarleggur við meðferð þvag- rásarþrengsla Valur Þór Marteinsson Handlækningadeild FSA valmart@fsa.is Áunnin þvagrásarþrengsli hafa verið algengust eftir skurðaðgerðir um þvagrás, en sjaldnar eftir áverka og sýkingar. Þvagrásarþrengsli hjá körlum krefjast misflókinna úrlausna eftir orsök og staðsetn- ingu. Meðferð getur ýmist verið þvagrásarútvíkkun eða innri þvag- rásarskurður, endurteknar útvíkkanir framkvæmdar af heilbrigðis- starfsmanni eða sjúklingi sjálfum, auk opinna skurðaðgerða. Ýmiss konar stoðleggir (stents) úr málmblöndum hafa verið reyndir með misjöfnum árangri til lengi tíma litið til að gera meðferðina einfald- ari og árangursríkari. Helstu fylgikvillar slíkra stoðleggja hafa verið sýkingar, tilfærsla á legg, steinasöfnun, stíflur og verkir. Memokath® þvagrásarleggir eru gormlaga og gerðir úr títaníum málmblöndu sem hefur þann eiginleika að þenjast út og þar með festa sig í sessi við sprautun á 50 °C heitu vatni yfir sig og mýkjast þegar sprautað er 10 °C köldu vatni. Þessi eiginleiki auðveldar ísetningu eftir hefðbundna þvagrásarútvíkkun og brottnám við þvagrásarspeglun sem unnt er að gera í staðdeyfingu ásamt verkja- lyfjagjöf. Leggir þessir eru til í lengdunum 30-50 mm og eru Ch 22- 24 að þvermáli við ísetningu, en geta þanist í Ch 34-44 eftir stað- setningu í þvagrás. Innri endinn hefur nokkurs konar akkerislögun eftir þenslu. Þeir sjást auðveldlega við röntgenskyggningu. Misjafnt er hversu lengi slíkir leggir eru hafðir í þvagrás, en almennt ráðlagt að fjarlægja þá eftir 6-12 mánuði. Memokath® þvagrásarleggir hafa nýlega verið reyndir hjá tveimur sjúklingum á Handlækningadeild FSA. Báðir hafa áralanga sögu um þvagrásarþrengsli og veruleg einkenni tengd þeim. Gerð verður grein fyrir ísetningartækni, kostum og göllum auk fyrsta ár- angurs slíkrar notkunar. V - 6 Enduraðgerðir á neðri þvagfærum sökum ótila eftir fyrri þvaglekaaðgerðir Valur Þór Marfeinsson Handlækningadeild FSA valmart@fsa.is Inngangur: Við þvaglekaaðgerðir hjá konum er stundum notaður þráður eða gerviefni er eyðist ekki sem aftur býður hættunni heim ef slíkt brýtur sér leið innan þvagvega eða gefur önnur einkenni. Tilgangur rannsóknarinnar var að yfirfara árangur enduraðgerða sökum vandamála vegna ótila (corpus alienum) eftir þvaglekaað- gerðir hjá konum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði yfir átta sjúklinga sem var vísað til þvagfæraskurðlæknis (greinarhöfundar) vegna vandamála eftir fyrri þvaglekaaðgerðir og þurftu að undirgangast skurðaðgerð vegna staðfestra ótila. Enduraðgerðirnar voru framkvæmdar á tíma- bilinu mars 1996-nóvember 2002. Öllum sjúklingunum var fylgt eft- ir aðgerð. Rannsóknin var aftursæ. Niðurstöður: Miðtala aldurs var 59,5 ár (38-74) og miðtala legudaga sjö dagar (4-13). Algengustu einkenni fyrir aðgerð voru: verkir átta Læknablaðið 2003/89 419

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.