Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 53

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 53
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Starfshópur á vegum Landlæknisembættisins hefur unnið að gerð klín- ískra leiðbeininga um greiningu og meðferð bráðra bakverkja. I vinnuhópnum eru Magn- ús Ólason (formaður), Ragnar Jónsson, Gísh Þ Júlíusson og Sigurður Helgason. Markmið leiðbeininganna er að stuðla að markvissari greiningu og meðferð þessa algenga vandamáls. Hér er útdráttur úr heildarleiðbeiningum sem eru á heimasíðu Royal College of General Practitioners í Bretlandi. Einnig er miðað við sambærilegar leiðbeiningar byggðar á gagnreyndri læknis- fræði, meðal annars frá Svíþjóð (SBU). Heim- ildarleit var endurunnin 2002 og að hluta í byrjun árs 2003. g og meðférð bráðra bakverkja Frumgreinlng Leiðbeiningar (tilmæli) Vísindaleg sönnun/rannsóknir Gerið frumgreiningu • Ákvarðanir um meðferð, rannsóknir og hugs- anlegt samráð við aðra byggja á þessari frum- greiningu. • Frumgreiningu bráðra mjóbaksverkja á að byggja á sjúkrasögu og skoðun: • einfaldir bakverkir (ósértækir bakverkir) • taugarótarverkur • hugsanlegir alvarlegir baksjúkdómar (æxli, sýking, gigt, einkenni frá mænutagli) Myndgreining Leiðbeiningar \ Rannsóknir Það er ekki ábending fyrir venjulega röntgen- mynd í bráðum mjóbaksverkjum sem hafa staðið skemur en sex vikur þegar ekki er „flaggað rauðu“. *** Geislaskammtur við röntgenrannsókn af mjó- baki er 150 sinnum meiri en við lungnamynd. Forðast skal óþarfa myndgreiningar og endur- teknar röntgenrannsóknir. Sálfélagslegir þættir Leiðbeiningar Rannsóknir Við mat á sjúkingi þarf að taka tillit til sálrænna, vinnu-, félagslegra og fjárhagslegra þátta, því aðrir þættir en líkamlegir geta haft áhrif á matið og meðferðina. Taka þarf tillit til sálfélagslegra þátta við meðferð og ráðleggingar til sjúklinga, en þessir þættir geta haft áhrif á árangur meðferðar og líkur á lang- vinnum einkennum. *** Sálrænir, félagslegir og efnahagslegir þættir skipta miklu máli í örorku vegna langvinnra mjóbaksverkja. ** Sálfélagslegir þættir eru mikilvægir mun fyrr en áður var talið. *** Sálfélagslegir þættir hafa áhrif á það hvernig sjúklingur svarar meðferð og endurhæfingu. ** í nokkrum klínískum þáttum felst áhætta vegna þróunar langvinnra verkja og örorku. ** Sálfélagsleg staða er mikilvægari áhættuþáttur fyrir langvinn einkenni en líkamlegir þættir. Stjörnugjöf, * til ***, er notuð til að tengja beint vísindalegar rannsóknarniðurstöður við einstakar ráðleggingar þannig að styrk- ur þeirra sé ljós. Þetta ásamt því hvað átt er við með ásættanlegri rannsókn er útskýrt á heimasíðu þeirra www.rcgp.org.uk/rcgp/clinspec/guidelines/backpain/index.asp. Stjörnugjöf *** Almennt samhljóða niðurstöður úr meirihluta margra ásættanlegra rannsókna. ** Annaðhvort byggt á einni ásættanlegri rannsókn eða veikri eða ósamhljóða niðurstöðum margra ásættanlegra rannsókna. * Takmörkuð vísindaleg sönnun sem uppfyllir ekki öll skilmerki um ásættanlega rannsókn. Læknablaðið 2003/89 425

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.