Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 54
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU
Lyfjameðferð
- ................................ ............>
Leiðbeiningar
Gefið paracetamól með reglulegu millibili við einföldum bak-
verkjum.
Notið bólgueyðandi lyf, gigtarlyf (til dæmis ibuprofen, diclofe-
nac) ef ekki fæst verkjastilling með paracetamóli.
Gefið paracetamól og kódein ef hvorki paracetamól eða gigtar-
lyf draga nógu vel úr verkjum.
íhugið að gefa vöðvaslakandi lyf, (til dæmis díazepam) í stuttan
tíma (minna en eina viku), ef ofangreind lyfjagjöf er ekki full-
nægjandi.
Forðist sterk verkjalyf eins og morfín, petidín, pentazocine eins
og kostur er og notið ekki lengur en tvær vikur.
Forðist vöðvaslakandi (og róandi) lyf nema í undantekningar-
tilfellum.
/ umfjöllun um bólgueyðandi lyfer hér átt við NSAIDs önnur
en Coxib (skortir rannsóknir). Viðauki vinnuhóps. Heimildir á
www. landlaeknir. is
Rannsóknir
* Paracetamól og paracetamól + kódein sem gefið er með
reglulegu millibili, virka vel á mjóbaksverki.
*** Bólgueyðandi lyf sem gefin eru með reglulegu millibili
virka vel á einfalda bakverki.
*** Mismunandi bólgueyðandi lyf virka jafnvel á einfalda bak-
verki.
** Bólgueyðandi lyf hafa síður áhrif (virka verr) á taugarótar-
verk.
*** Bólgueyðandi lyf geta haft alvarlegar aukaverkanir, sér-
staklega í háum skömmtum og hjá öldruðum. Lægsta tíðni
aukaverkana frá meltingarfærum er hjá ibuprofen og
diclofenac.
** Parkódín getur virkað vel þegar paracetamól eða bólgu-
eyðandi lyf ein og sér duga ekki. Aukaverkanir eru hægða-
tregða og sljóleiki.
*** Vöðvaslakandi lyf draga úr bráðum bakverkjum.
** Samanburður á virkni vöðvaslakandi lyfja og bólgueyð-
andi lyfja er misvísandi. Ekki hefur verið gerður saman-
burður við paracetamól.
** Vöðvaslakandi lyf hafa talsverðar aukaverkanir, svo sem
sljóleika og mögulega líkamlega ávanamyndun, jafnvel
eftir stuttan meðferðartíma (til dæmis eina viku).
** Sterkir ópíóðar virðast ekki vera betri við mjóbaksverkj-
um en öruggari verkjalyf eins og panódíl, magnýl eða önn-
ur bólgueyðandi lyf. (C)
** Sterkir ópíóðar hafa verulegar aukaverkanir, til dæmis
minni viðbragðsflýti, skerta dómgreind, sljóleika og mögu-
leika á ávanamyndun. (C)
Rúmlega
>" ........................ ....... ""
Leiðbeiningar
Mælið ekki með rúmlegu við einföldum bakverkjum.
Markmiðið er að láta einkenni ráða verkjameðferðinni og
koma sjúklingum eins fljótt og hægt er af stað og hafa rúmlegu
eins stutta og hægt er. Sumir sjúklingar þurfa í upphafi að vera
í rúminu vegna verkja, en ekki ber að líta á rúmlegu sem hluta
af meðferðinni.
Stutt rúmlega er oft notuð sem meðferð við bijósklosi, en það
eru litlar sannanir fyrir því að þetta sé meðferð sem gagnist.
Rannsóknir
*** Rúmlega í tvo til sjö daga við bráðum eða endurteknum
mjóbaksverkjum, með eða án verkja í ganglim, er verri en
sýndarmeðferð eða að vera á fótum eins og venjulega.
Rúmlega er verri en önnur meðferð sem hún hefur verið
borin saman við með tilliti til verkjastillingar, hraða bata,
færni og vinnutaps.
** Löng rúmlega getur leitt til veiklunar, langvinnrar fötlunar
og vaxandi erfiðleika í endurhæfingu.
- ___________________________________________________________________
426 Læknablaðið 2003/89