Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 59

Læknablaðið - 15.05.2003, Side 59
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Frumgreining, þar með talin „rauð flögg“ Einfaldir mjóbaksverkir • Byrja á aldrinum 20-55 ára. • Staðsettir í lend- og spjaldhrygg, í rasskinnum og lærum. • Verkir eru í eðli sínu tengdir hreyfingum („mekanískir"). - breytast eftir líkamlegu álagi - breytast með tímanum • Sjúklingurinn er ekki veikindalegur. • Horfur eru góðar. • 90% ná sér af bráðu bakverkjakasti innan sex vikna. Taugarótarsársauki/verkur • Verkur í öðrum ganglim sem er meiri en bakverkurinn. • Verkinn leiðir venjulega niður í fót eða tær. • Dofi og breytt tilfinning á sama svæði og verkurinn. • Merki um taugaertingu. - jákvæð taugaþanspróf (SLR) • Breyting á vöðvastyrk, húðskyni eða sinaviðbrögðum. - takmarkast við eina taugarót • Horfur eru sæmilegar (þokkalegar). • 50% ná sér af bráðu verkjakasti innan sex vikna. „Rauð flögg” merki um mögulegan alvarlegan hryggsjúkdóm • Bytjar innan við 20 ára aldur eða eftir 55 ára aldur. • Mikill áverki, til dæmis hátt fall eða alvarlegt umferðarslys. • Stöðugur og versnandi verkur sem tengist ekki hreyfingu. • Verkir í brjósthrygg. • Saga um illkynja mein. • Notkun barkstera. • Lyfjamisnotkun, eyðnismit (HIV). • Almenn vanlíðan. • Hefur lést (horast). • Viðvarandi veruleg skerðing á beygjugetu í lend/hrygg. • Útbreidd tauga- eða taugabrottfallseinkenni. • Stöðuskekkjur. Mænutaglsheilkenni/útbreiddur taugaskaði • Erfiðleikar með þvaglát. • Missa hægðir (ósjálfráð saurlát) eða slappur hringvöðvi endaþarms. • Söðuldofi/tilfinningaleysi kringum endaþarmsop, spöng eða kynfæri. • Útbreitt (meira en ein taugarót) eða vaxandi máttleysi í ganglimum eða gangtruflun. • Sneiðdofi (útbreidd skyntruflun). Gigtsjúkdómar (hrvggikt og svipaðir sjúkdómar) • Hægfara byrjun fyrir 40 ára aldur. • Aberandi morgunstirðleiki. • Viðvarandi skerðing á bakhreyfingum í öllum plönum. • Einkenni frá liðamótum útlima. • Lithimnubólga, útbrot (sóri - psoriasis), þarmabólga, útferð frá þvagrás. • Fjölskyldusaga/ættarsaga. Líffræðilegt- og sálfélagslegt mat (Biopsychosocial Assessment) Líf- og læknisfræðilegir þættir • Endurmeta frumgreiningu. - taugarótavandi - alvarlegur hryggsjúkdómur • Sökk og venjuleg röntgenrannsókn. Sálfræðilegir þættir • Viðhorf og skoðanir á bakvandamálum. - ótti og hliðrun gagnvart hreyfingu (virkni) og vinnu - persónuleg ábyrgð á verkjum og endurhæfingu • Sálfræðilegir erfiðleikar og þunglyndiseinkenni. • Veikindahegðun. Félagslegir þættir • Fjölskyldan. - viðhorf og skoðanir á vandanum - yfirdrifin fötlunarhegðun (til dæmis óþörf hjálpartæki). • Vinna. - líkamlega krefjandi starf - vinnuánægja - önnur heilsufarsvandamál sem valda fjarveru frá vinnu • Önnur vandamál ekki tengd heilsufari sem valda fjarvistum frá vinnu. Áhættuþættir fyrir þrálátu vandamáli Fyrri saga um bakvandamál. Samanlagðar fjarvistir frá vinnu vegna bakverkja síðastliðna 12 mánuði. Verkjaleiðni niður í ganglimi. Jákvætt taugaþanspróf (SLR). Teikn um taugarótaklemmu. Minnkaður styrkur og úthald bolvöðva. Lélegt úthald. Heilsufar lélegt að eigin mati. Stórreykingar. Sálfræðileg vandamál eða þunglyndiseinkenni. Yfirdrifin veikindahegðun. Óánægja í vinnu. Vandamál í einkalífi er snerta áfengi, hjónabandið, fjárhag. Óleyst tryggingamál. Læknablaðið 2003/89 431

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.