Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2003, Qupperneq 69

Læknablaðið - 15.05.2003, Qupperneq 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG SAGA „Vilji er allt sem þarf" Ekki verður sagt að Læknafélag Islands hafi sinnt mikið sögu lækninga á Islandi eða haft í heiðri minn- ingu þeirra félaga sem rutt hafa brautina eða skara fram úr á vissum sviðum. Pannig hefur til dæmis minningu Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds, ekki verið sýndur neinn sómi af hálfu félagsins svo mér sé kunnugt, en aðrir hafa reist honum minnis- varða við Kaldalón og strengharpan sem sjómenn og bændur við ísafjarðardjúp gáfu og báru til hans svo hann mætti sinna tónsmíðum í tómstundum á milli erfiðra læknisferða í einangruninni norður við Dumbs- haf mun hafa lent í eigu annarra aðila. Persónulegir munir og listaverk sem prófessor Jón Steffensen gaf félaginu til styrktar Læknaminjasafninu við Nesstofu munu hafa dreifst út um hvippinn og hvappinn. Hús Guðmundar Hannessonar sem hann hannaði sjálfur og byggði á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis hefði félagið getað eignast fyrir nokkrum árum þegar starf- semi félagsins var flutt úr Domus Medica á núverandi stað. Læknaminjasafnið við Nesstofu er nú í óhrjá- legu húsi á Seltjarnarnesi og enginn fastur starfsmað- ur sinnir því. Hálft starf „minjavarðar“ við Landspít- alann hefur verið lagt niður í sparnaðarskyni. Enginn mun því halda nú til haga munum sem úreldast en tengjast þróun Iækninga á spítalanum og myndir sem minna á eldri starfsaðferðir og horfna félaga munu fyrr eða síðar lenda á haugunum. Svo mætti lengi telja. Alllengi mun hafa staðið til að gera upp Nesstofu á Seltjarnarnesi, hið fagra hús sem tengist sögu lækn- inga á Islandi órjúfandi böndum og stendur á fögrum stað með útsýni yfir sundin blá. Því verki er enn ekki lokið og húsið nýtist ekki sem rammi um lækninga- minjar eða aðra menningarstarfsemi. Nú mun þó hafa vaknað nokkur skilningur bæjaryfirvalda Sel- tjarnarness á að hér sé þörf að taka til hendinni, ekki síst í þágu bæjarfélagsins. Landlæknisembættið er flutt á Seltjarnarnes, en mun vera í leiguhúsnæði og í engum tengslum við Nesstofu eða uppruna sinn. Skrifstofa Læknafélags íslands hefur síðustu ár verið staðsett á hæð í húsi í Kópavogi sem hýsir ýmsa aðra óskylda starfsemi og verður ekki sagt að um- gjörð eða umhverfi beri neinn þann menningarþokka sem æskilegt væri og dregið gæti að sér félagsmenn til samfunda, hvað þá að byggingin tengist á nokkurn hátt störfum eldri félaga og forvígismanna. Nú mun standa til að endurskipuleggja svæðið umhverfis Nesstofu á Seltjarnarnesi og er því hver síðastur fyrir læknasamtökin að fá þar aðstöðu fyrir starfsemi sína eða minjar. Vegna þessa vaknar sú spurning hvort nú sé ekki rétti tíminn fyrir samtök lækna og áhugamenn um sögu lækninga á íslandi að taka höndum saman og leita eftir samvinnu við bæj- aryfirvöld á Seltjarnarnesi, Pjóðminjasafnið og ríkis- valdið, þannig að í nánd við Nesstofu megi rísa bygg- ing eða byggingar sem hýst gætu allt í senn, Land- læknisembættið, skrifstofur læknasamtakanna og fé- lagsaðstöðu auk Læknaminjasafnsins. Tengsl safnsins við starfsemi læknasamtakanna mundi gefa því nýtt líf og í félagsaðstöðu læknasamtakanna mætti koma upp sérstökum herbergjum sem helguð væru minn- ingu látinna félaga á einhvern hátt með því að varð- veita þar myndir og hluti þeim tengda. Þarna gæti til dæmis orðið til Steffensstofa og Kaldalóns með mun- um úr eigu þessara manna og myndum. Það er álit mitt að læknar kysu miklu frekar að sækja fundi og fá sér kaffi í slíkum húsakynnum í því fagra umhverfi sem Nesstofa býður upp á, en í núver- andi húsnæði í Kópavogi. Félagsmenn yrðu minntir á störf og afrek genginna félaga og Læknaminjasafnið mundi breytast úr geymslu í lifandi safn til ánægju og menningarauka fyrir félagsmenn og aðra. Auðólfur Gunnarsson Höfundur er skurðlæknir á Landspítala. Nesstofa á Seltjarnarnesi. Húsið sem sést í lengst til vinstri á myndinni er Lyfjafræðisafnið en þar er einnig félagsaðstaða lyfjafrœðinga. Læknablaðið 2003/89 441
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.