Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2003, Qupperneq 70

Læknablaðið - 15.05.2003, Qupperneq 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILKENNI ALVARLEGRAR BRÁÐRAR LUNGNABÓLGU Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL) Haraldur Briem Kórónaveira sem veldur HABL rœktuð íFRhK-4 frumum. Mynd með raf- eindasmásjá með neikvœðri litun veiruagna. Heimild: Department of Microbiology, The Univer- sity ofHong Kong and the Government Virus Unit, Department ofhealth, Hong Kong SAR China. Upphaf faraldurs Um miðjan febrúar 2003 birti Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) upplýsingar um 305 tillfelli af óvenjulegri lungnabólgu með fimm dauðsföllum í Guangdonghéraði í Kína á tímabilinu 16. nóvember 2002 - 9. febrúar 2003 (1). Orsök sjúkdómsins var ókunn og talið var að sjúkdómstilfellum færi fækk- andi. Þann 20. febrúar 2003 tilkynntu kínversk heil- brigðisyfirvöld að hópsýkingin í Guangdonghéraði stafaði sennilega af Chlamydia pneumoniae (2). Þó var þessi sjúkdómsgreining einungis staðfest hjá tveim- ur sjúklingum. Faraldurinn hélt áfram að breiðast út. Tilfella varð vart í Hong Kong og Hanoi í Víet Nam, einkum meðal heilbrigðisstarfsmanna á sjúkrahúsum sem stunduðu sjúklingana og nánustu aðstandendur þeirra (3). Við rannsókn á þessum faraldri hefur ver- ið stuðst við sjúkdómsskilgreiningu sem kennd er við heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL) (4). Sjúkdómurinn hefur dreifst að undanförnu um heiminn og hefur nú verið lýst í Asíu, Ameríku, Suð- ur-Afríku og Evrópu. Miðað við 23. apríl 2003 hafði WHO verið tilkynnt um 4288 tilfelli og 251 dauðsfall af völdum sjúkdómsins (5). Flest tilfellin hafa greinst í Kína. Enn sem komið er hefur ekkert tilfelli greinst á íslandi. Orsök Talið er fullvíst að áður óþekkt kórónaveira valdi sjúkdómnum enda hefur veiran ræktast frá sjúkling- um með HABL og sýnt hefur verið fram á sértæka mótefnasvörun gegn veirunni (6) (sjá myndir). Eftir að tókst að sýkja apa með kórónaveirunni sem veikt- ust í kjölfarið af HABL hefur skilyrðum Kochs verið fullnægt og því sýnt fram á orsakasamhengi veirusýk- ingar og sjúkdómsins (7). Kórónaveirur eru einþátta RNA hjúpveirur sem sýkja bæði menn og dýr (8). Þekktar kórónaveirur geta valdið kvefi í mönnum. Þær geta valdið lungnabólgu í börnum og fullorðnum og einnig drepi í digurgirni nýfæddra (8,9). Veirurnar geta lifað í umhverfinu í allt að þrjár klukkustundir (9) og geta borist milli manna með dropasmiti og snertimengun (10). Hafa verður í huga að veiran sem veldur HABL kann að hafa aðra eiginleika en þær kórónaveirur sem þekktar eru. Smitleiðir Fyrstu vikurnar eftir að sjúkdómnum var lýst voru Höfundur er sóttvarnaiækmr. flestir þeirra sem sýktust heilbrigðisstarfsmenn sem stunduðu sjúklinga með HABL og nánustu aðstand- endur sjúklinganna. Virðist nána umgengni þurfa til við smitaða svo smitun eigi sér stað. Talið er líklegt að sjúkdómurinn smitist með dropasmiti en hugsan- legt að sjúkdómurinn geti smitast með slími úr önd- unarvegum eða öðrum líkamsvessum (11). Rann- sókn hefur leitt í ljós (11) að sjúklingur frá Guang- donghéraði í Kína sem veiktist um miðjan febrúar 2003 af HABL dvaldi á hótel M í Hong Kong í lok mánaðarins. Annar gestur sem dvaldist á sama hóteli á sama tíma veiktist síðar og var lagður inn á sjúkra- hús í Hong Kong með HABL í byrjun mars 2003. Síðar kom í ljós að 13 sjúklingar fengu HABL en þeir höfðu dvalið á sama hóteli um sama leyti og fyrsta tilfellið. Níu af þeim dvöldust á 9. hæð hótelsins þar sem upphafstilfellið bjó, einn dvaldist á 14. hæð, einn á 11. hæð og tveir dvöldust á bæði 9. og 14. hæð. Margir þessara sjúklinga sem dvöldu á hótelinu báru síðar sjúkdóminn til Hanoi í Víet Nam, Singapore, Þýskalands og Toronto í Kanada. Einnig voru mörg tilfelli á sjúkrahúsum í Hong Kong rakin til þessara sjúklinga. Eftir að yfirvöld bættu sýkingavarnir á sjúkrahúsum í Hong Kong tók að draga úr nýgengi sýkinga þar. Önnur hópsýking í Hong Kong hefur verið rann- sökuð sérstaklega (12). Karlmaður sem veiktist 14. mars 2003 með einkenni HABL heimsótti ættingja í fjölbýlishúsi í Amoy Gardens í Hong Kong. Meðal einkenna hans var niðurgangur. Sjúkdómurinn barst síðan til annarra íbúa hússins og þann 15. apríl hafði 321 íbúi veikst af sjúkdómnum. Líkleg skýring á út- breiðslu smits er að vatnslásar voru víða bilaðir í hús- inu, brotin salerni, skemmd skolprör og öflugar viftur í opnum baðherbergisgluggum sem vissu að ljós- brunni þar sem rörin lágu um. Strok sem tekið var frá salernisskál HABL sjúklings sýndi að þar var veiruna að finna en ekki tókst að finna veiruna í öðrum um- hverfissýnum í húsinu, svo sem vatni, ryki eða lofti. Þessi smitleið er óvenjuleg en getur útskýrt hópsýk- ingar sem ekki tengjast algengustu smitleiðinni sem er dropasmit frá öndunarvegi frá sjúklingi til þeirra sem standa augliti til auglitis við hann. Einkenni sjúkdómsins Birtar hafa verið greinar sem lýsa fyrstu tilfellunum sem greindust í Hong Kong (13) og Kanada (14). Megineinkenni heilkennisins eru hiti, þurrhósti og öndunarerfiðleikar sem fylgja í kjölfarið á þriðja til fimmta degi eftir að einkenni hefjast. Meirihluti sjúk- 442 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.