Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 75

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á KOS N I N G AVETR I Heilbrígðismál á kosningavetri Hvað greinír flokkana á um? - Lausleg úttekt á stefnu flokkanna í heilbrigðismálum sem ekki hafa verið ýkja áberandi í kosningabaráttunni I undanförnum tölublöðum Læknablaðsins hefur verið rætt við lækna um heilbrigðismál og hvað þeir telja brýnast að lagfæra í þessum umfangsmikla mála- flokki. Hér á eftir verður dregið saman það helsta sem viðmælendur blaðsins hafa nefnt til sögunnar og borið saman við þá stefnu sem stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þeirra hafa haldið á iofti í kosninga- baráttunni. Fyrst verður þó að segja þá sögu eins og hún er að blaðamanni finnst furðu lítið hafa farið fyrir umræðu um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu. Um- ræða um skatta, sjávarútveg og velferðarmál önnur en heilbrigðismál hafa verið mest áberandi, að ógleymdum deilum um stríðið í írak og starfshætti í stjórnarráðinu. Þetta tómlæti um heilbrigðismál hlýt- ur að sæta furðu þar sem enginn málaflokkur kostar skattgreiðendur jafnmikið. Rekstur heilbrigðiskerf- isins gleypir fjórðung ríkisútgjaldanna og ef trygg- ingamálin eru tekin með fer hlutfallið upp í 40% eða þar um bil. Því er þó engan veginn þannig farið að flokkarnir þegi þunnu hljóði um þennan málaflokk. í stefnu- skrám þeirra allra og öðrum kosningaplöggum er að finna misítarlegar yfirlýsingar og útfærslur á því hvað þeir hyggjast fyrir nái þeir að komast til áhrifa í stjórn landsins. Hér á eftir verður stuðst við slík plögg, auk þess sem vitnað verður til ummæla sem féllu á fundi sem Læknaráð Landspítalans boðaði til í byrjun aprfl og bauð til fulltrúum alla flokka. Heilsugæslan, aldraðir og nýr spítali Þegar litið er yfir viðtölin við læknana fjóra sem birst hafa hér í blaðinu stendur eitt atriði upp úr: Það verður að efla heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu. Allir læknar finna fyrir því að þar er pottur brotinn, meira að segja þeir sem starfa á hátækniskurðdeild Landspítalans lenda oft í því að sinna fyrrverandi sjúklingum sem leita til þeirra með ólíklegustu vanda- mál vegna þess að þeir eru eini snertiflöturinn sem þeir hafa við heilbrigðiskerfið. Stór hluti íbúa höfuð- borgarsvæðisins hefur ekki greiðan aðgang að heim- ilislækni sem er að sjálfsögðu óviðunandi ástand. Annað atriði sem allir viðmælendur blaðsins nefndu var nauðsyn þess að taka á í öldrunarmálun- um. Hátt á annað hundrað sjúkrarúma á Landspítal- anum (og raunar einnig á FSA) er á hverjum tíma upptekið af öldruðu fólki sem með réttu ætti að liggja á hjúkrunarheimili en kemst ekki að vegna þess að uppbygging slíkra heimila gengur hægar en skyldi. Þetta setur að sjálfsögðu strik í reikning spítal- ans því plássið og vinnukraftinn sem þarf til að sinna þessu fólki mætti nýta á annan hátt. Þriðja atriði sem oft var nefnt í viðtölunum við læknana er framtíð Landspítalans en eins og kunnugt er hefur verið tekin um það ákvörðun að hann skuli vera við Hringbraut. Þar blasir við að reisa þarf ný hús og laga önnur til fyrir nokkra tugi milljarða. Eng- in ákvörðun hefur verið tekin um það hvenær hafist skuli handa við byggingarframkvæmdir. Ýmis fleiri atriði bar á góma í viðtölum við lækn- ana, svo sem að mörkuð verði stefna um það hvar eigi að veita hvaða þjónustu. Einkarekstur og verktaka lækna er þeim líka hugleikin, einkum að stjómvöld leiti nýrra leiða og opni fyrir ný rekstrarform. Þeir voru hins vegar ekki endilega á því að einkarekstur væri ávallt hagkvæmari og betri en opinber en að úr því yrði ekki skorið fyrr en látið yrði reyna á það. Fundur Læknaráðs Land- sptlalans með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Sverrir Bergmann formað- ur Lœknaráðs ípontu en síðan koma þau Jónína Bjarlmarz, Guðmundur Arni Stefánsson, Margrét Sverrisdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Geir H. Haarde. Allir sammála um meginmarkmiðin Sá lauslegi samanburður sem blaðamaður gerði á skoðunum læknanna fjögurra og flokkanna fimm sýnir að um mörg veigamestu atriði heilbrigðismála ríkir furðumikil eindrægni. Vissulega greinir menn og flokka á um leiðir og aðferðir en meginmarkmiðið er það sama: Ailir telja það skyldu ríkisvaldsins að tryggja öllum þegnum jafnan rétt til og aðgang að heilbrigðisþjónustu og að hún skuli vera sú besta sem völ er á hverju sinni. Þröstur Sömuleiðis eru allir þeirrar skoðunar að heilsu- Haraldsson Læknablaðið 2003/89 447
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.