Læknablaðið - 15.05.2003, Side 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á KO S N I N G AV ETR I
gæsluna þurfi að bæta, einkum á höfuðborgarsvæð-
inu. Og enginn efast um réttmæti þess að byggja
myndarlega yfir Landspítalann við Hringbraut. A
fundinum sem áður er vitnað til gættu fulltrúar nú-
verandi stjórnarflokka þess vel að nefna engar tíma-
setningar. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar voru einn-
ig varkárir en þó nefndu Steingrímur J. Sigfússon for-
maður Vinstrigrænna og Guðmundur Árni Stefáns-
son þingmaður Samfylkingarinnar að raunhæft væri
að ákvarðanataka og undirbúningur framkvæmda
tæki tvö til fjögur ár, framkvæmdir gætu hafist fyrir
lok þessa áratugar og lokið á fimm til 10 árum.
Þótt stöku maður hafi gælt við þá hugsun að opna
fyrir þann möguleika að sjúklingar geti keypt sig
framhjá biðlistum þá er ekkert slíkt að finna í kosn-
ingastefnuskrám flokkanna. Þar eru hins vegar alls
staðar yfirlýsingar um að biðlistar séu óviðunandi og
að þá beri að stytta. Framsóknarflokkurinn vill stefna
að því að hámarksbið verði aldrei lengri en sex mán-
uðir og Vinstrigrænir nefna sérstaklega biðlista eftir
langtímameðferð vímuefnaneytenda og greiningu og
meðferð barna og unglinga með geðraskanir.
Ágreiningur um leiðir
Vilji menn finna hvar flokkana greinir á er rétt að
skoða leiðirnar sem þeir vilja fara að markmiðunum.
Þó ber að geta þess að á Landspítalafundinum voru
allir sammála um réttmæti kostnaðargreiningar og
þörfina á því að breyta fjármögnun spítalarekstrar-
ins. Þegar fulltrúar flokkanna voru spurðir um hvort
þeir væru reiðubúnir að leita nýrra leiða til að fjár-
magna byggingu framtíðarspítalans skildu leiðir.
Stjórnarflokkarnir vildu ekki útiloka að einkafram-
kvæmd eða alútboð gætu flýtt framkvæmdum en
stjómarandstaðan var nokkuð sammála um að rétt-
ast væri að ríkið fjármagnaði framkvæmdina af fjár-
lögum eða með lántöku.
Einn fundarmanna gat hins vegar ekki stillt sig um
að benda fulltrúum flokkanna á að loforð þeirra um
skattalækkanir færu langleiðina í að fjármagna bygg-
ingu spítalans í einum rykk.
Sama máli gegnir um leiðir til að efla heilsugæsl-
una. Þar eru skoðanir flokkanna töluvert skiptar.
Sjálfstæðisflokkurinn „leggur sérstaka áherslu á fjöl-
breytt rekstrarform og valmöguleika í heilsugæslu“.
Hinn stjórnarflokkurinn vill efla heilsugæsluna „sem
grundvöll heilbrigðisþjónustu í landinu og ljúka
uppbyggingu hennar á höfuðborgarsvæðinu. Rekstr-
arformum í heilsugæslunni verði fjölgað til að styrkja
þjónustuna og stuðla að hagkvæmni í rekstri.“
Samfylkingin segir að rekstrarform þurfi að velja
með tilliti til aðstæðna hverju sinni og bætir svo við:
„Forsenda verktöku og rekstrar einkaaðila á þessum
sviðum (heilbrigðis- og menntamálum) er ætíð að
ekki sé hægt að kaupa sér forgang, þjónusta rýrni
ekki, kostnaður sjúklinga aukist ekki og kostnaður
ríkisins minnki.“ Frjálslyndir ræða ekki um rekstrar-
form í stefnuskrá sinni en Margrét Sverrisdóttir sagði
á Landspítalafundinum að einkarekstur leiddi ekki
endilega til aukinnar hagkvæmni. Vinstrigrænir vara
hins vegar við „einkavæðingu sem hefur í för með sér
bæði mismunun og lélega nýtingu fjármuna í heil-
brigðiskerfinu".
Hver á að hjúkra öldruðum?
Eins og áður segir eru flokkarnir sammála um nauð-
syn þess að fjölga hjúkrunarheimilum fyrir aldraða.
Þjóðin sé að eldast og við því þurfi að bregðast. Hins
vegar eru meiningar nokkuð deildar um það hver eigi
að bregðast við.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti álykt-
un þess efnis að ábyrgð á öldrunarþjónustu eigi að
vera hjá sveitarfélögunum. Geir H. Haarde fjármála-
ráðherra sagði á Landspítalafundinum að sveitarfé-
lögin hefðu hag af því í núverandi kerfi að ýta öldruð-
um úr heimaþjónustu yfir í önnur og dýrari þjónustu-
form. Þetta væri ekki heppilegt og brýnt að setja ein-
hverjar reglur um það hver bæri ábyrgð á þjónustu
við aldraða og hvar hún væri veitt. Ef niðurstaðan
yrði sú að hún væri best komin hjá sveitarfélögunum
þyrftu þau að fá fjármuni til að standa undir kostnaði
við hana. Einnig væri athugandi að setja reglur um
það hver eigi að borga fyrir þá einstaklinga sem ekki
eru á réttum stað í kerfinu.
Aðrir fulltrúar flokkanna tóku undir þau orð að
skoða þyrfti verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á
sviði öldrunarþjónustu en höfðu fyrirvara á því að
það gæti gerst mjög hratt.
Jónína Bjartmarz frá Framsóknarflokki sagði
brýnt að ákvarða hvað ætti að gera hvar og hélt því
fram að forsenda slíkrar stefnumótunar væri að
kostnaður við heilbrigðisþjónustu væri greindur og
fjárframlög til stofnana löguð að því. Formaður
Vinstrigrænna tók undir nauðsyn þess að setja skýrar
reglur um hvað ætti að gera hvar.
Hver ræður?
í lokin má nefna að einn fundarmanna varpaði fram
þeirri fyrirspurn hvort stjórnmálamenn væru reiðu-
búnir að deila ábyrgðinni með heilbrigðisstéttum á
þeim ákvörðunum sem þær taka upp á eigin spýtur
núna. Jú, þeir voru svo sem ekki andvígir því en sáu
þó þann hæng á að heilbrigðisstéttirnar væru margar
og oft afar ósammála sem gerði stjórnmálamönnum
erfitt fyrir um að ákveða hvað réttast væri að gera.
Þetta svar segir kannski mest um það hver ræður
ferðinni í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Ef þeir sem
starfa í heilbrigðisþjónustunni bera gæfu til að standa
saman að stefnumótun er engin hætta á því að stjórn-
málamenn og flokkar þeirra þvælist verulega fyrir.
Sameinaðir stöndum vér, eða hvað?
Læknablaðið 2003/89 449