Læknablaðið - 15.05.2003, Qupperneq 80
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MINNING
Minning. Þorgeir Jónsson læknir
Fæddur
24. mars 1916
Dáinn
16. mars 2003
Steinar V. Árnason
Við Þorgeir Jónson kynntumst fyrir hartnær 30 ár-
um á Borgarspítalanum í Fossvogi þar sem við unn-
um báðir í þá daga. hann miðaldra læknir á geðdeild-
inni en sá sem þetta ritar ungur meinatæknir og
spænskukennari í frístundum. Allt í einu stendur
hann í dyrunum á fremsta herberginu á rannsókna-
deildarganginum E-1 þar sem ég var við vinnu rnína
einn haustdag um hádegisbil - og mér fannst hann
sæta færis að hitta mig einan - kynnir sig og réttir
mér höndina og bætir við: „Ert þú ekki Steinar? Mér
er sagt að þú kennir spænsku.“ Þannig varð Þorgeir í
einu vetfangi orðinn nemandi minn í Námsflokkum
Reykjavíkur og komst vel niður „í tungu Cervantes-
ar og García Lorca“ því námið rækti hann vel og
lengi. Og meðan ég var erlendis við nám 1978-93
dreif hann sig í nýstofnað spænskunám í háskólan-
um, lauk þar því sem í boði var, en lét ekki þar við
sitja því hann kom strax til mín aftur 1993 að læra
meiri spænsku, í þetta sinn með áherslu á bókmennt-
irnar og hóf jafnframt ítölskunám af miklum áhuga.
Margir nemenda minna í Námsflokkunum voru
þekktir borgarar, þroskað og menntað fólk, sumir
nokkuð fullorðnir. En mér virtist áhuginn og ástund-
unin næstum aukast með hækkandi aldri og öldung-
amir skipuðu sér í fremstu röð. Nokkrir þeirra eru nú
fallnir frá eins og Ellý Vilhjálms söngkona, ástfangin
af spænskunni, Jón Kristinsson, skólastjóri úr Kópa-
vogi, sem lagði stund á ítölsku og glósaði með afar
fallegri rithönd, og þarna voru líka tveir miklir lög-
menn með ólíka skaphöfn, þeir dr. Gunnlaugur
Þórðarson, afar hjartahlýr maður, og öðlingurinn
Magnús Oskarsson borgarlögmaður, sem reyndist
mér síðar sérstök hjálparhella. Þessir burtgengnu
nemendur sýndu raunar allir kennaranum sínum
mikla kurteisi, velvild og margvíslegan sóma. Minn-
ingin um þá er honum ákaflega kær.
Þorgeir var í námshópi sínum fremstur meðal
jafningja, ævinlega mjög vel undirbúinn, virkur og
eftirtektarsamur, mátulega spurull og neytti færis að
skjóta inn hnyttnum athugasemdum. Hann þreyttist
aldrei á að þakka fyrir kennsluna og talaði ævinlega
um skemmtilegu árin sín níu hjá mér. Níu ár eru líka
langur námstími og leggi menn alúð við námsgrein
svo lengi hlýtur að nást árangur enda tókst Þorgeiri
að læra tvö rómönsk tungumál að því marki að skilja
þau ágætlega og gera sig vel skiljanlegan. Kunnátt-
una notaði hann samt aðallega til að njóta skáldskap-
ar enda var hann bókelskur, ljóðrænn og tónvís og að
öllu leyti menningarsinnaður maður. Síðast þakkaði
hann mér skemmtilegu námsárin níu þegar hann
hringdi til mín í febrúar síðastliðnum. Þá var hann
enn hress í bragði og engan veginn af baki dottinn,
talaði um hitt og þetta sem hann væri að hugsa og
gera og minntist á tónlist, kveðskap, morgunleikfimi
og göngutúra, merkingu orða og enn fleira og sagði
að þeir kúturinn hefðu það bara ágætt.
Þess vegna brá mér einkennilega og óþægilega við
þegar rakst á tilkynninguna um útför hans í Morgun-
blaðinu því mér hafði ekki heyrst hann svo mjög úr
heimi hallur í samtalinu okkar svo skömmu áður.
Auðvitað vissi ég vel að heilsa hans hafði beðið
hnekki í seinni tíð. En það var samt ekki langt síðan
hann var að leika og syngja á sviði, úti að ganga með
kútinn og jafnvel að hjóla og skokka og auðvitað fór
hann á tónleika eins og hann var vanur. Og jafnvel
eftir að hann varð alveg háður súrefniskútnum hélt
hann áfram að vera svo ótrúlega starfsamur og sprell-
lifandi. Þegar við Brynja dóttir mín kvöddum Þorgeir
og Margréti, kæra vinkonu hans, á sólríku síðdegi í
ágúst síðastliðnum í útidyrunum heima hjá henni á
Hlíðarveginum datt mér ekki í hug að þetta væri
síðasta handtakið. En nú er Þorgeir allur og sæmd
hans mikil að hafa lifað lífinu svo lifandi fram í rauð-
an dauðann. Og það svo gjöfulu og góðu lífi, sjálfum
sér og öðrum til gagns og gleði.
Fljótlega eftir að Þorgeir gerðist nemandi minn tókst
með okkur vinskapur og við fórum að verja löngum
kvöldstundum í samræður um lífið og tilveruna og
reyndumst furðu samstíga varðandi hugðarefni og
skoðanir. Þessar samræður okkar fóru fram í „stofu-
kofa“ Þorgeirs í kjallaranum heima honum að
Sunnubraut 29. Þar var áberandi hár skápur með
gömlum lyfjaglösum - á einum miðanum stóð „Spiri-
tus antiparalyticus“ - og sjór og fuglar alveg við
gluggann. Og þarna sátum við saman mörg laugar-
dagskvöld frá því eftir kvöldmat og talsvert frameftir.
Eitt af því sem við töldum okkur eiga sameiginlegt
voru fjórir námsvetur í Menntaskólanum á Akureyri.
Að vísu með þrjátíu ára millibili. En sá aldursmunur
kom bara ekkert að sök og árin okkar í hinum norð-
lenska skóla gátum við borið saman og fundið á þeim
marga sameiginlega fleti.
Það má segja að við höfum rætt um alla heima og
geima. Mest töluðum við um bókmenntir en líka
mikið um sálarlíf og slógum þessu stundum saman
þegar við leituðumst við að skýra orð og gerðir sögu-
persóna sálfræðilega. Ég man að einu sinni sem oftar
töluðum við um mexíkósku skáldsöguna Pedro Pár-
ramo á þeim nótum suður á Mallorca en þangað
héldum við eitt sinn til nokkurra vikna sameiginlegr-
ar dvalar með góðar bækur og tónlist í farteskinu og
þar lá hann löngum á svölunum okkar í Magalluf
með gamlan kunningja, Góða dátann Sveik, og rak
upp ófáar hlátursrokur undir hattbarðinu við lestur-
inn. En á sálfræði- eða geðfræðisviðinu stóð hann
452 Læknablaðið 2003/89