Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 23

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / REYKINGAVENJUR dag og gildir þetta um alla aldursflokka. Þess vegna er talsvert stærra hlutfall af reykingahópnum stórreyk- ingafólk nú en var. Þetta endurspeglar væntanlega hversu sterk tóbaksfíkn er hjá þeim sem reykja mikið daglega og fæstir þeirra ná að hætta. Önnur hugsanleg skýring er sú að minnkað nikótíninnihald í sígarettum leiði til þess að reykingamenn reyki fleiri sígarettur daglega. Einnig er hugsanlegt að aukin notkun síu- sígarettna hafi þýðingu í þessu sambandi. Einnig sýna niðurstöðurnar að fólk byrjar að reykja fyrr en áður var. Algengustu ástæður þess að karlar hætta að reykja er ótti við heilsuspillandi áhrif reyk- inga, ýmsar ótilgreindar ástæður, einkenni frá öndun- arfærum, en fjórða algengasta ástæðan er kostnaður. Meðal kvenna er myndin svipuð. Athyglisvert er að fáir virðast telja sig hætta beint vegna ráðlegginga lækna (um 5% í báðum kynjum) og er þetta í samræmi við þá staðreynd að óverulegur munur var í þessu tilliti á þeim sem komið höfðu oftar en einu sinni í rannsókn samanborið við þá er komu aðeins einu sinni. Þessi hundraðshluti hefur þó farið vaxandi hjá báðum kynj- um með tímanum. Áhrif heilbrigðisstétta eru þó ör- ugglega vanmetin þar sem stór hluti hættir vegna heilsu- spillandi áhrifa sem væntanlega eru óbein áhrif fræðslu heilbrigðisstétta. Þó mega læknar og aðrar heilbrigðis- stéttir örugglega gera betur. Að meðaltali hættu 15- 17% vegna kostnaðar yfir tímabilið. Þessi hundraðs- hluti fór þó lækkandi á síðari árum þó verð á sígarett- um hafi nær tvöfaldast miðað við vísitölu almenns verðlags frá 1970 til 2001 enda hefur kaupmáttur ráð- stöfunartekna aukist um 142% á sama tímabili (upp- lýsingar frá Hagstofu íslands). Umreiknað bendir þetta til að fólk sé nú nálægt 20% fljótara að vinna fyrir einum sígarettupakka en um 1970. Nokkur munur var á breytingum á reykingavenj- um eftir menntun. Þeir sem höfðu minnsta menntun höfðu frekar hætt að reykja en meira menntaðir og þessi breyting varð meira áberandi hin síðari ár. Þess ber þó að geta að heildartíðni reykinga var meiri meðal minna menntaðra yfir allt tímabilið. Nauðsynlegt er að átta sig á því hversu áreið- anlegar þær upplýsingar eru sem hér er byggt á. í spurningalista um heilsufar var sérstakur kafli sem notaður var við könnun á reykingavenjum í þess- ari rannsókn. Þessi kafli er nánast orðrétt þýðing á spumingalista sem kenndur er við London School of Hygiene og notaður hefur verið í mörgum hóp- rannsóknum. Ætlast var til að þátttakandi fyllti út list- ann heima áður en hann kom til rannsóknar á stöðina. Algengast er að kanna reykingavenjur á þennan hátt enda erfitt að koma við öðrum aðferðum í fjöl- mennum hóprannsóknum. Helstu kostir þessarar að- ferðar eru hversu ódýr og fljótleg hún er en galli er að óvissa verður alltaf nokkur um áreiðanleika svara. Þær aðferðir sem hér var beitt til að meta þetta gefa þó til kynna að svör við öllum aðalspurningum, svo sem hvort menn reykja eða reykja ekki, séu nokkuð Table V. Agreement/disagreement in answers when participant was asked in two consecutive stages at which age smoking started. Males, stage II vs. stage III. 1) never smoked, 2) <19 years old, 3) 20-29 years old, 4) 30+ years old. Stage II Stage III 1 2 3 4 Total i 1774 60 60 14 1908 2 367 364 62 4 797 3 228 38 292 8 566 4 21 5 12 23 61 Total 2390 467 426 49 3332 Table VI. Answers in smoking questionnaire vs. serum thiocyanate concentration >85 pmoi/L or lower than 85 pmol/L. M: males, F: females. Answers in smoking questionnaire Sex Serum thiocyanate <85 Mmol/L >85 þimol/L Total Agreement % Never smoked M 344 7 351 98 F 497 15 512 97 Quit smoking M 301 16 317 95 F 198 12 210 94 Pipe/cigar smoker M 44 86 130 66 F 3 6 9 67 Cigarette smoker M 23 29 52 56 1-14/day F 34 92 126 73 Cigarette smoker M 5 106 111 95 14-24/day F 14 192 206 93 Cigarette smoker M 1 58 59 98 25+/day F 1 24 25 96 Total IVI 718 302 1020 F 747 341 1088 áreiðanleg. Erlendar rannsóknir á áreiðanleika svara við spurningum um reykingavenjur benda til þess að svarendur vanmeti tóbaksnotkun um 10% (17). í yfirliti á rannsóknum á sannleiksgildi svara við reyk- ingaspurningum sem prófað var með mælingum á cotinine, CO og thiocyanate í blóði reyndist næmi (sensitivity) að meðaltali 87,5% en sérhæfni (specifi- city) 89,2% (18). í MONICA rannsókn Hjartavernd- ar voru samsvarandi tölur 92% og 91%. Hér á íslandi hefur Tóbaksvarnanefnd látið gera árlegar kannanir á reykingum landsmanna frá og með árinu 1985 (19-24). Kannanir Tóbaksvarna- nefndar eru ekki fyllilega sambærilegar við kannanir Hjartaverndar, meðal annars vegna þess að spurn- ingalistar eru ekki eins, og úrtak Tóbaksvarnanefndar nær yfir allt Iandið og aldursbilið 18-69 ára. Með þetta í huga má þó geta þess að samkvæmt könnun Tóbaksvarnanefndar hefur körlum á aldrinum 30-69 ára sem reykja daglega fækkað hlutfallslega úr um 43% árið 1985 í um 20% árið 2002 en konum á sama aldri úr um 36% í um 23%. Ef bornir eru saman hundraðshlutar þeirra sem reykja daglega samkvæmt könnun Tóbaksvarnanefndar árið 2001 og könnun Hjartaverndar 1998-2001 eftir kyni og fyrir sömu ald- urshópa eru niðurstöður mjög svipaðar. Læknablaðið 2003/89 495
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.