Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 49

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 49
UMRÆÐA & FRETTIR / VIÐBUNAÐUR VIÐ HABL linga sé ábótavant. Það er hins vegar ljóst að ef ann- ast á marga sjúklinga samtímis mun það koma niður á annarri starfsemi sjúkrahússins. Einnig er nauðsynlegt að samræma aðgerðir utan Landspítala. Hugsanlegt er að tilfelli komi upp úti á landi og þá er mikilvægt að til séu leiðbeiningar og viðbúnaður svo heilbrigðisstarfsmenn viti hvernig skuli bregðast við. Því voru skrifaðar leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð ef sjúklingur sem talið er að sé smitaður af HABL leitar læknishjálpar á sjúkra- stofnun. Meginatriði leiðbeininganna eru eftirfar- andi: • Sjúklingur sem talið er að sé með HABL skal ekki bíða á biðstofu. • Sjúklingur skal einangraður á sérherbergi með opnanlegum glugga. • Takmarka skal fjölda starfsmanna sem annast sjúklinginn. • Starfsmönnum sem annast sjúklinginn ber að fylgja sýkingavarnaleiðbeiningum í allri um- gengni við sjúklinginn (setja upp veiruhelda grímu, einnota hanska og hlífðargleraugu, klæðast hlífðarslopp við inngöngu í herbergið, þegar herbergi er yfirgefið taka af hlífðarslopp, grímu, gleraugu og hanska og að því loknu þvo hendur og spritta). • Beðið skal með allar rannsóknir (til dæmis lungnamyndatöku og blóðprufur) nema sjúk- lingnum stafi hætta af biðinni. í flestum tilfell- um er hægt að bíða með allar rannsóknir þar til komið er til Reykjavíkur. • Hafi sjúklingur samband símleiðis við sjúkra- stofnun skal honum ekki bent á að koma á stofnunina, nema ástand sjúklings sé það slæmt að ekki verði hjá því komist, heldur skal honum sagt að halda kyrru fyrir þar sem hann dvelst og læknir fer í vitjun til hans. • Læknir sem vitjar sjúklingsins skal hafa með sér tilskilinn hlífðarfatnað og fylgja sýkinga- varnaleiðbeiningum (sjá ofan) í allri umgengni sinni við sjúklinginn. • Að læknisskoðun lokinni ber að hafa samband við vakthafandi smitsjúkdómalækni á Land- spítala og tilkynna sóttvarnalækni án tafar ef læknirinn telur líkur á að sjúklingurinn geti verið með HABL. • Flutningur skal undirbúinn án tafar til Reykja- víkur í einangrun á Landspítala í samráði við ofannefnda sérfræðinga ef enn er grunur um HABL. • Rekja skal smitleiðir þegar í stað í samvinnu við sóttvamalækni. • Þeir sem hugsanlega hafa orðið fyrir smiti dvelja í heimaeinangrun í 10 daga eftir að smit átti sér stað. Upplýsingar um grímutegundir og notkun gríma hafa verið sendar heilsugæslunni í landinu og stefnt er að því að veiruheldar grímur verði til á öllum heilsugæslustöðvum. Grímurnar gefa einnig góða vörn gegn loftbornu smiti og sem dæmi um það má nefna berkla. Einnig hafa verið skrifaðar leiðbeiningar um ráð- stafanir þeirra sem hugsanlega hafa orðið fyrir smiti, það er átt samskipti við sjúkling sem talið er eða lík- legt er að sé með HABL. Þeim ber að dvelja í heima- einangrun í 10 daga eftir að þeir urðu fyrir hugsan- legu smiti og á þeim tíma skulu þeir mæla líkamshit- ann daglega og vera í daglegu sambandi við smitsjúk- dómalækna eða hjúkrunarfræðinga á smitsjúkdóma- deild Landspítala. Útbúnar hafa verið leiðbeiningar fyrir sjúkra- flutningamenn sem annast flutning á HABL-sjúk- lingi í einangrun. Á rannsóknarstofu Landspítala í veirufræði er nú unnt að greina HABL-veiruna með PCR. Á rann- sóknarstofu spítalans í sýklafræði hefur greining á öðrum orsökum atýpískrar lungnabólgu verið bætt, hægt er núna að greina Mycoplasma pneumoniae og Chlamydia pneumoniae með PCR fyrr en áður og er þá fyrr hægt að útiloka HABL-veiruna sem orsök lungnabólgu. Viðbúnaður á íslandi - flugsamgöngur Upplýsingum til flugfarþega um sjúkdóminn er kom- ið til flugfarþega með spjöldum sem sett eru í alla sætisvasa vélanna. í öllum áætlunarvélum á leið til landsins ber að lesa upp tilkynningu þar sem farþeg- um er bent á upplýsingar í sætisvasa. Stór rauðlituð veggspjöld (1,5x1 m) með sama texta og á áðurnefnd- um spjöldum hafa verið hengd upp í komusali far- þega á áætlunarstöðum með beint flug frá útlöndum sem eru Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstað- ir. Einnig er reynt að ná til farþega um borð í skipinu Norrænu (Smyril line) sem kemur til Seyðisfjarðar með fjölda farþega yfir sumartímann. Leiðbeiningar voru skrifaðar um viðbrögð um borð í flugvélum þar sem grunur leikur á að einhver sé með HABL-smit og sá Flugmálastjóm um að koma leiðbeiningunum til flugfélaga sem annast far- þegaflug til íslands. Upplýsingum um veiruheldar grímur hefur einnig verið dreift til allra flugfélaga með íslenskar áhafnir sem annast farþegaflug. Fyrir liggur samræmd áætlun fyrir landið allt um hvemig skuli bregðast við ef tilkynning um hugsan- legt HABL-tilfelli berst frá flugvél á leið til landsins. Áhöfn vélarinnar skal tilkynna þetta til flugumferð- arstjórnar í Reykjavík sem fyllir í gátlista með helstu atriðum um sjúklinginn og heilsufar hans. Að því loknu hefur flugumferðarstjórn samband við vakt- hafandi lækni á áfangastað sem skal annast fyrsta mat. Ef líkur eru á HABL-smiti ber að hafa samband Læknablaðið 2003/89 521
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.