Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 53

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EIN EÐA TVÆR LÆKNADEILDIR? Ein læknadeild í landinu Stundum er tekið mark á læknum. Því er mikilvægt að vönduð hugsun, byggð á grunni staðreynda sé við- höfð áður en ummæli eru birt opinberlega sem auð- velt er fyrir aðra að mistúlka eða hagræða í eigin- hagsmunaskyni, til dæmis á vettvangi stjórnmálanna. í aprílhefti Læknablaðsins var sagt frá umræðu í stjórn Læknafélags Islands á Hótel Rangá þann 21. mars og enn bætt við þá umræðu í maíheftinu. Ein- hvern veginn fór það svo að sama dag og undirrit- aður var samstarfssamningur milli Háskóla Islands (HÍ) og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) fór fram önnur umræða á Akureyri þar sem tveir menn af sitt hvorum væng stjórnmálanna mæltu fyrir annarri læknadeild í landinu, meðal annars í nafni Norðausturlands, heimilislækninga og svonefndra dreifbýlislækninga. í samningi HÍ og FSA frá 29. 4. er stefnt að auknu samstarfi um kennslu læknanema og annarra háskólanema, og kennarastöður fengust góðu heilli til að styrkja starfsemi læknadeildar HÍ norðan heiða. Morgunblaðið hafði samband við undirritaðan vegna ummæla frambjóðendanna á Akureyri. Ég taldi þau sett fram í hita kosningabar- áttunnar og ekki af nægri þekkingu á því hvað þyrfti til að reka nútímalæknadeild við háskóla. í Læknablaðinu í apríl var talað um samkeppni og aðhald og látið að því liggja að læknadeild HI væri „á margan hátt gamaldags". Sagt var að það vantaði í læknanámið að kenna læknanemum að vinna í teymi og starfa með öðrum stéttum. í maíheftinu kom fram að hægt væri að byggja upp læknanámið „með allt öðrum hætti" og að „eftir stofnun háskólasjúkra- hússins væri sú tilhneiging áberandi að reyna að halda öllu þar innan veggja“. Bent var á þá þróun sem orðið hefur á undanförnum árum að fleiri ferli- verk séu gerð á læknastofum og í fyrirtækjum sem rekin væru af læknum og að „læknanemar fengju ekki að spreyta sig á ferliverkum“. Ummælin sem birt voru af Rangárþinginu áttu sér ekki stoð í stað- reyndum. „Samkeppni“ er ágætt tískuorð, en í þessu sambandi hlýtur að vera átt við erlenda skóla, en ekki annan íslenskan skóla. Kannski er það tákn um grunnhyggju í íslensku þjóðfélagi að svona hugmynd kemur upp á yfirborð- ið. í landinu búa 287 þúsund manns og þar eru nú 10 skólar sem bera titilinn „háskóli". Það er ýmislegt já- kvætt við hraða framþróun æðri menntunar í landinu sem felst í að reyna að lyfta fagskólum á hærra stig, en það þýðir ekki að allir þessir skólar verði svo auð- veldlega háskólar í þeim skilningi sem lagður er í orðið „university“ í nágrannalöndum okkar (saman- ber nýleg skjöl frá European University Associa- tion). Hér er einn háskóli á tæplega 30 þúsund manns meðan í nágrannalöndunum er talið að minnst þurfi 350 þúsund manns á bak við hvern slíkan skóla og sums staðar meira en eina milljón. Annars staðar reyna menn nú að hafa færri og stærri einingar með minni stjórnunarkostnaði. Læknadeild HI er ein minnsta læknadeildin í Evrópu og er þá ekki seilst svo langt að fara til Norður-Ameríku. Grunnkostn- aður við læknisfræðiskor deildarinnar er tæplega 300 milljónir króna. Þá er ótalinn kostnaður sem til fellur vegna klínískrar kennslu á Landspítala, í heilsugæslu og á öðrum heilbrigðisstofnunum í landinu. Raun- verulegur kostnaður er sennilega þrisvar sinnum hærri. Til samanburðar má geta þess að við Kaup- mannahafnarháskóla er fjöldi læknanema um 10 sinnum meiri en við Læknadeildina, en grunnkostn- aður er um 8000 milljónir (úr árbók Kaupmanna- hafnarháskóla 2001) og deila má í þá tölu með 10 til að fá samanburð við læknadeild HÍ. í slíku ljósi verð- ur meðal annars að skoða hugmynd um læknaskóla fyrir fjörutíu þúsund manna svæði norðan miðhá- lendisins þar sem 5-6 nemendur eða svo væru í hverj- um árgangi. Auk þess þarf að huga að mörgu öðru en fólksfjölda. Aðstaða sem þarf að vera fyrir hendi til að reka læknadeild nú er allt önnur en þegar stofnað- ur var læknaskóli á Islandi fyrir 128 árum. Til að nútímalæknadeild geti þrifist þarf grunn í miðlungsstóru og verulega fjölbreyttu háskólasjúkra- húsi eins og Landspítali er nú. Þá þarf að búa vel að grunngreinum læknisfræðinnar og það þarf aðstöðu, vilja og getu til nútímalegrar rannsóknavinnu sem er drifkraftur góðrar kennslu. Með „kennslu“ er ekki aðeins átt við grunnnámið, heldur einnig rannsókna- tengt nám samhliða grunnnámi og sérstakt meistara- og doktorsstig. Það síðarnefnda hefur byggst hratt upp á síðustu árum í læknadeild, en þrífst ekki nema í tengslum við öflugar rannsóknaeiningar innan og utan Landspítala og HI. Þar hefur læknadeildin leit- að í vaxandi mæli út í þjóðfélagið, í stofnanir sem eru reknar bæði af ríki og einkaaðilum. Dæmi eru líf- tæknifyrirtækin. Forsendur fyrir hjúkrunar- og ljós- mæðranámi er ekki hægt að uppfylla að öllu leyti fyrir norðan, hvað þá annars staðar á landinu. Hvaða bolmagn er þá til reksturs annarrar læknadeildar? í læknadeildinni hefur undanfarin ár farið fram talsverð umræða um nauðsyn þess að víkka starfs- vettvang deildarinnar, en eðlilega hefur mikill tími og orka farið í samninga um nýtt háskólasjúkrahús, enda eru þeir samningar stefnumarkandi fyrir margt af því sem á eftir kemur. Samið hefur verið við Tryggingastofnun og FSA, samningur við heilsu- gæsluna er að klárast og viðræður eru í gangi eða að hefjast um nýja samninga við Krabbameinsfélagið og einkaaðila. Draga þarf aukna fjármuni og aðstöðu að deildinni frá einkafyrirtækjum en það kostar veru- Reynir Tómas Geirsson Höfundur er prófessor og deildarforseti Læknadeildar HÍ. Læknablaðið 2003/89 525
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.