Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2003, Page 55

Læknablaðið - 15.06.2003, Page 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EIN EÐA TVÆR LÆKNADEILDIR? lega kynningar- og skipulagsvinnu, innan deildar og út á við. Við höfum að sjálfsögðu haft áhuga á því að víkka læknanámið út þannig að læknanemar og ung- ir læknar geti kynnst því starfi sem fer fram á lækna- stofum og í öðrunr fyrirtækjum sem rekin eru í tengslum við læknisfræði og nýtt sér með virkum hætti margvísleg þjálfunartækifæri þar. Vera kann að fyrir margt löngu hafi ekki verið þegið boð úr Læknasetrinu eða frá sjálfstætt starfandi skurðlækn- um um kennsluaðstöðu fyrir læknanema eins og sagt var Rangá, en það á ekki við um þann tíma sem nú- verandi stjórn læknadeildar hefur setið. Á síðast- liðnu sumri barst bréf frá Læknasetrinu í Mjódd með slíku tilboði og því var svarað með jákvæðum hætti. Viðræður um það mál hafa frestast af ýmsum ástæð- um, meðal annars yfirstandandi endurskoðun á nám- inu, en fullur áhugi er fyrir þessu í deildinni. Tilmæli hafa ekki borist frá sjálfstætt starfandi skurðlæknum, en engu að síður hefur slíkt samstarf verið rætt innan deildarinnar, svo og möguleikar á samstarfi við húð- lækna og bæklunarskurðlækna utan Landspítala svo eitthvað sé nefnt. Það tekur einfaldlega tíma að um- breyta námi í deildinni, semja um nýja hluti og fá þá til að virka, ekki síst ef þessi vinna fellur á fáa og störfum hlaðna í lítilli deild og litlum háskóla. Samn- ingar verða ekki hristir fram úr erminni. Við fögnum áhuga stjórnarmanna í læknafélögun- um á læknakennslu en hefðum kosið að umræða um heilbrigðiskerfið í kosningabaráttu vorsins færi í ann- an farveg en þann að ræða hvort koma eigi á fót nýrri læknadeild í nafni samkeppni. Ef sú umræða á að hafa tilgang verður að gera það á skýrum forsendum og reikna dæmið til enda. Þá er greinilegt að þörf er á að kynna rækilega fyrir forystumönnum lækna hvað læknadeild HÍ er að gera og hvað hafi breyst eða sé að breytast í deildinni frá því sem var fyrir tveimur eða þremur áratugum, ef stjórnarmenn voru að hugsa um slíkan samanburð. Við andmælum því að deildin sé gamaldags og að það þurfi að „hrista upp“ í henni. Ef orðið „gamaldags“ er þýðing á „traditional“ þá getur orðið átt sér þá stoð að deildin byggir á blöndu af hefðbundinni nálgun og því nýj- asta sem gerist í kennslu læknanema í dag. Klínísk kennsla er einn stærsti þáttur læknanemakennslu og dregur að sjálfsögðu dám af þeirri læknisfræði sem stunduð er á heilbrigðisstofnunum landsins. Því má spyrja hvort íslenskir læknar séu að stunda gamal- dags læknisfræði. Allir vita svarið, læknisfræði stend- ur á traustum nútímalegum grunni á íslandi. Lækna- námið er í sama farvegi. Að auki hefur verið lögð veruleg vinna í að breyta áherslum í læknanáminu, það er að segja bæta kennslu í grunngreinum, auka áherslu á lausnaleitamám, gera breytingar á kennslu- og prófafyrirkomulagi, samhæfa kennslu í einstökum greinum betur, vinna að nýjum áherslum í sameinda- líffræði, samfélagslækningum, lýðheilsu og fag- mennsku í læknisfræði. Við vinnum að því að nýta tímann betur, meðal annars sumarið, viðurkenna fleiri námsstaði heima og erlendis, auka fjölbreytni og valmöguleika, efla rannsóknatengdu kennsluna, allt innan þess ramma sem menntamálayfirvöld og þjóðfélagsaðstæður skapa okkur. En er þetta ekki það sem Rangárfundarmenn vilja sjá gerast? Við hefðum gjarnan viljað heyra frá þeim fyrr og beint og fá þá til liðs við okkur við að bæta kennsluna í læknadeildinni. Okkur veitir ekki af liðveislu frá öll- um sem geta komið með tillögur um nýjar áherslur eða enn betur: lagt til starfskrafta sína með okkur við endurbætur á læknakennslu. Það sama á við um nám- ið eftir kandídatspróf. Þar er nú verið að endurskipu- leggja starf framhaldsmenntunarráðs og allt frekara starf þess ráðs verður í samvinnu við Læknafélagið og fagfélög lækna. Læknadeildin í HÍ nýtur virðingar víðar en á ís- landi og hún er í samkeppni við læknadeildir erlendra háskóla. Við verðum varir við það á erlendum kennsluþingum að sá samanburður kemur síður en svo illa út. Samt má alltaf gera betur. Deildin er ekki einskorðuð við veggi háskólasjúkrahússins og er ekki heft af því á nokkurn hátt. Tímamótasamningur um akademískar nafnbætur á háskólasjúkrahúsinu, á FSA og í heilsugæslunni er stór áfangi í þá átt að virkja sem flesta af þeim sem hafa góða akademíska menntun til þess að koma að læknakennslu, bæði fyrir og eftir kandídatspróf. Þróunaráætlun deild- arinnar frá síðasta ári gerir ráð fyrir breytingum í síbreytilegu umhverfi lækna- og lífvísinda á íslandi. Að lokum skal áréttað að rekstur læknadeildar- innar kostar umtalsvert fé. Til hans þyrfti samt að kosta mun meiru. Bókasafnsmál og rekstur rafrænna gagnagrunna er dæmi um mál sem brýnt er að lag- færa vegna kennslu heilbrigðisstétta. Þar skortir hærri fjárveitingar. Fjármunir læknadeildarinnar duga rétt til að standa undir nauðsynlegasta kostnaði við grunnþarfir kennara sem hér eru flestir reyndar í til- tölulega litlum hlutastöðum, ólíkt því sem er í öðrum háskólum. Rannsóknafé í læknadeild HÍ er brot af því sem annars staðar gerist. Deildina vantar einnig fé til að geta staðið betur undir skrifstofuhaldi og margskonar umsagnarvinnu sem á hana fellur. Tillög- ur um að eyða fé úr fjárhirslum almennings í að stofna aðra læknadeild sem mundi aðeins þjóna fá- einum nemendum í nafni dreifbýlis og landsbyggðar sem hefur gjörbreyst með nútímasamgöngum og fjar- skiptum geta því ekki verið settar fram af þeirri um- hugsun og alvöru sem krefjast verður þegar menntað álit er látið uppi. Læknadeildin heitir á Rangárfund- armennina til aðstoðar við að byggja deildina upp á víðum grunni innan veggja megin rannsóknarháskóla landsins og beita áhrifum sínum til þess að ríki og einkafyrirtæki hafi fullan metnað til að gera um margt góða læknadeild enn þá betri. Læknablaðið 2003/89 527

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.