Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2003, Side 57

Læknablaðið - 15.06.2003, Side 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÍFEYRISMÁL / ÍÐORÐASAFN LÆKNA Krafa um lækkun skattlagningar ávöxtunarhluta lífeyrísgreiðslna tyrir dómi Margir læknar búa við lélegar lífeyrisgreiðslur og skattlagning þeirra greiðslna skiptir þá máli. Einn fé- lagsmanna í Félagi eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni (FEB) hefur stefnt ríkinu vegna skattlagningar lífeyrisgreiðslna. Þetta er prófmál og var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. október 2002 og er mál- inu enn ekki lokið. í stefnunni er þess krafist að álagning tekjuskatts á stefnanda árið 2002 vegna tekjuársins 2001 verði fellt úr gildi, en með henni voru lífeyrisgreiðslur hans skattlagðar með almennu tekjuskattshlutfalli, það er 38,78% skatti, og á það bæði við um inngreidd ið- gjöld og uppsafnaða vexti. Samkvæmt lögum um fjármagnstekjuskatt frá 1996 skal hins vegar greiða 10% skatt af öllum öðrum fjármagnstekjum en vöxt- um af iðgjöldum í lífeyrissjóðum, svo sem vöxtum, arði, leigu og söluhagnaði. Byggt er á því í fyrsta lagi að mismunandi skatt- prósenta á samkynja tekjur, það er fjármagnstekjur, feli í sér mismunun sem ekki fái staðist nema mál- efnaleg sjónarmið liggi henni að baki. Slík aðgreining mismuni stefnanda, en honum hafi verið lögskylt að greiða í lífeyrissjóð. f öðru lagi að skattareglurnar mismuni stefnanda vegna þess að áður en öllum varð skylt að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð hafi aðrir en launþegar getað lagt fyrir til efri áranna, til dæmis með fjárfest- ingu í hlutabréfum. Stefnandi sem hafi verið launþegi hafi ekki haft þetta val. Hann standi nú frammi fyrir því að greiða 10% skatt af öllum fjármagnstekjum öðrum en ávöxtunarhluta lífeyrisgreiðslna. Því er haldið fram að þessi mismunun brjóti gegn jafnræðisreglu 65. gr. og eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, svo og 1. gr. I viðauka við mann- réttindasáttmála Evrópu, sbr. 14. gr. sáttmálans sem var lögtekinn hér á landi með lögum 62/1994, enda séu skattareglurnar ekki reistar á neinum málefnaleg- um sjónarmiðum sem réttlætt geti þessa mismunun. Samkvæmt gögnum í málinu námu uppsafnaðir vextir og verðbætur 81% af útborguðum lífeyri stefn- anda árið 2001. Ef fallist verður á sjónarmið hans ættu skattgreiðslur hans að lækka um 33% vegna tekna á árinu 2001. Ríkið skilaði greinargerð í janúar síðastliðnum og er þess nú beðið að dómari ákveði hvenær munnlegur málflutningur fari fram. Krafa um gjafsókn var sam- þykkt. Ólafur Ólafsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. íðorðasafn lækna á netinu Fyrir kemur að hringt er á skrifstofu Læknablaðsins og spurt hvort ekki sé hægt að nálgast íðorðasafn lækna á tölvutæku formi. Því er til að svara að safnið er hluti af Orðabanka íslenskrar málstöðvar og hefur þar frá upphafi en hann má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar www.ismal.hi.is Á þessari heimasíðu er að finna íðorða- safn lækna eins og það var gefið út á bók fyrir hálfum öðrum áratug. Reyndar var hluti þess uppfærður árið 1996 þegar sjúk- dómaflokkunin ICD-10 var þýdd. Á heimasíðu Læknablaðsins http://lb.icemed.is má einnig má nálgast íðorðapistla Jóhanns Heiðars Jóhannssonar sem gefnir voru út árið 2001 sem fylgirit nr. 41. íðorðasafn lækna hefur að sjálfsögðu úrelst nokkuð frá því það kom út enda síð- ustu ár ákaflega viðburðaríkur tími í læknavísindum. Þess vegna hefur það ver- ið til umræðu í íðorðanefnd LÍ hvort ekki væri þörf á að endurskoða orðasafnið og færa það fram til nútímans á netinu. Að sögn Jóhanns Heiðars hafa nefnd- armenn vissulega látið sig dreyma um nýja útgáfu en þeir draumar hafa ekki ræst og helstu ástæður fyrir því tími og peningar, eða öllu heldur skortur á þessu tvennu. Þegar íðorðasafn lækna var gefið út á ní- unda áratugnum var ráðinn íslenskufræð- ingur til að ritstýra því og annast hina praktísku hlið útgáfunnar. Meginvinnan við orðabókargerðina var hins vegar í höndum fjölmenns hóps lækna úr öllum greinum læknisfræðinnar sem söfnuðu orðum, þýddu og skráðu. Jóhann Heiðar segir að mönnum hrjósi hugur við þessu mikla verki því erfitt gæti reynst að finna þann hóp sem þarf og er reiðubúinn að fórna tíma sínum í svona verkefni. Hann taldi að endurskoðun íð- orðasafnsins myndi taka að minnsta kosti ..j OBIwflww al«mfcrormani»*vor~ O rt fi a a QuQscya^rv-I ORIXBANKI r1orahaf6>ismal.hi.is |byp8rventilation | t«Uo| | Wto b«tur| fhfótp 1 Lœkmsfrœöi Matarorð " Málfræði (enska) hvDorventllatlon [sh.| hypcrventilation syndrome líslenska) oföndun kv. |skilqr.| Hcilkcnni ofblásturs. «»—•- ár ef reiknað er með að hóparnir sem að því ynnu hittust einu sinni í viku. „Það virðist því miður vera svo að menn eru ekki eins fúsir til að leggja á sig mikla sjálf- boðavinnu og áður var,“ segir Jóhann Heiðar. Á meðan verið er að safna liði verða menn að láta sér nægja útgáfu íðorðasafns lækna frá 1986-1989 sem liggur fyrir á bók og heimasfðu íslenskrar málstöðvar. -ÞH Læknablaðið 2003/89 529

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.