Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Tölfræði Skýrsluhald um heilbrigðismál eru eitt af elstu verkefnum land- læknis og hefur verið stundað í tvær aldir hið minnsta. A dögum tölvutækninnar hefur þetta skýrslu- hald að sjálfsögðu breyst og nú heit- ir sá hluti embættisins sem annast þetta heilbrigðistölfræðisvið. Fram- kvæmdastjóri þess er Sigríður Har- aldsdóttir landfræðingur sem er sér- hæfð í heilsufarslandafræði og hefur starfað hjá landlækni í fjórtán ár. „Það hefur orðið mikil breyting á þessu sviði eins og við er að búast. Gömlu heilbrigðisskýrslurnar voru byggðar á skýrslugjöf héraðslækna sem eru merkilegar sögulegar heimildir. Það er ljóst að frá upphafi hefur verið mikil lýðheilsuhugsun í þessu því læknarnir segja ekki bara frá sjúkdómum heldur gefa greinar- góða lýsingu á þrifnaði, húsnæði, fötum, mataræði, veðurfari, sam- göngum og öðru sem mannlífið snerist um. Með tímanum og eftir því sem annarri útgáfu óx fiskur urn hrygg urðu þessar skýrslur þurr- legri. Nú kappkostum við að safna upplýsingum og koma þeim eins fljótt og hægt er út til fólks. Við höldum ýmsar grunnskrár hér sem fólk getur leitað í og erum í sam- starfi við Tryggingastofnun ríkisins, Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið og fleiri aðila um að bæta aðgengi að upplýsingum. Það er mikilvægt að kenna fólki að nota þessar upplýsingar og ekki síður að skrá þær. Við gefum út til- mæli um lágmarksskráningu upp- lýsinga í heilbrigðiskerfinu í því skyni að samræma skráninguna. Góðar og aðgengilegar upplýsing- ar auka skilning á milli manna, þvert á fagstéttir og stofnanir,“ seg- ir Sigríður. Eins og önnur svið hjá landlækni hefur tölfræðisviðið þanist nokkuð út en nú starfa þar fimm manns. „Við vorum tvö þegar sviðið var stofnað 2001 en áætlanir gera ráð fyrir að hér verði 10 manns þegar fram líða stundir,“ segir Sigríður Haraldsdóttir. við höfum eftirlit með starfsemi og þjónustu sem heilbrigðisstofnanir veita. Þann þátt erum við að efla með ákveðnu vinnulagi sem við höfum tekið upp. Flestir hafa heyrt af þessu í tengslum við úttekt sem við gerðum á Landspítalanum í vetur og varð nokkuð umrædd og raunar umdeild af hálfu stjórn- enda spítalans. Við ætlum að gera samskonar úttekt á öllum sjúkrahúsum hringinn í kringum landið og erum þegar búin með fjórar minni stofnanir. Við ger- um þetta þannig að við leitum eftir upplýsingum frá starfsfólki og stjórnendum og gerum litlar kannanir meðal sjúklinga. Við spyrjum starfsfólkið hvernig því líði í starfi og tökum einnig út rekstur, þjónustu, afköst og árangur stofnunarinnar. Niðurstöðurnar birtum við svo stofnununum ásamt ábendingum um það sem vel er gert og hvar væri hægt að bæta starf- semina.“ Tölfræði og meiri ráðgjöf í fjórða lagi má nefna ráðgjöf til heilbrigðisstétta sem einnig hefur farið vaxandi. Það gerum við meðal ann- ars með tilmælum, ábendingum og klínískum leið- beiningum. Við reynum að hvetja fólk til að sinna starfi sínu í samræmi við bestu þekkingu sem völ er á, gagnreyndri þekkingu sem best er á hverjum tíma. I fimmta lagi viljum við efla ráðgjöf og tilmæli sem almenningur getur nýtt sér. Við getum borið ábyrgð á eigin heilsu upp að vissu marki þótt við gerum okkur vissulega ljóst að aðstæður fólks eru misjafnar og að ekki fæst við allt ráðið. Við getum gert margt sjálf ef við fáum upplýsingar og þess vegna viljum við hvetja stofnanir - heilsugæslu, sjúkrahús og hina nýju Lýð- heilsustöð - til að taka virkan þátt í að dreifa upplýs- ingum til almennings. I sjötta lagi er mikið sóknarfæri fólgið í því að safna góðum og gagnreyndum upplýsingum um heilsufar landsmanna. Það gerum við hér, svo sem með vistunarupplýsingum frá spítölum og heilsugæsl- unni, Slysaskrá íslands, skrá um bólusetningar og fleira. Við þurfum að efla þennan þátt því við vitum ekki nógu mikið um árangur þess sem við erum að gera í heilbrigðiskerfinu. Við höfum tækifæri til skráningar í lýðheilsu og faraldsfræði sem aðrir hafa ekki og það eigum við að notfæra okkur. Við þetta gætu bæst lyfjagagnagrunnar sem voru nokkuð til umræðu í vetur. Aðrir gagnagrunnar eru varðveittir hjá stofnunum á borð við Hjartavernd og Krabba- meinsfélagið, svo dæmi séu tekin.“ Höldum trúnaöi Landlæknisembættið hefur því ýmsum hnöppum að hneppa og sumum harla ólíkum. Til dæmis gæti það vafist fyrir ýmsum að vera hvort tveggja í senn fag- legur leiðtogi heilbrigðisstarfsmanna og refsivöndur þeirra. Hvernig gengur að samræma þessi hlutverk? „Þetta fer vel saman. Við reynum annars vegar að tala fyrir því sem hægt er að gera vel og leggja áherslu á samvinnu heilbrigðisstétta í þágu sjúklinga sem allt snýst að sjálfsögðu um. A hinn bóginn höfum við trúnað flestra starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni. Við getum átt trúnaðarsamtöl við þá og metum það mikils en það kemur ekki í veg fyrir að við tökum í lurginn á þeim ef þess er þörf. Við getum gefið góð ráð og hvatt fólk til að gera vel og einmitt þess vegna * 532 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.