Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 61

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Sóttvarnir Sóttvarnir eru sennilega eitt þeirra verkefna landlæknis- embættisins sem almenningur verður hvað mest var við. Þar ræður ríkjurn Harcildur Briem sem var skipaður sóttvarna- læknir í ársbyrjun 1998. Aður hafði hann verið í farsóttar- nefnd frá 1986. Hann segir að lög um sóttvarnir sem tóku gildi 1997 hafi breytt miklu í starfi deildarinnar. „Sóttvarnalögin eru rammalöggjöf um almennar sóttvarnir en á grundvelli þeirra er hægt að setja reglugerðir um einstaka sjúkdóma. Aður voru sett lög um hvern sjúkdóm og það gat verið ansi svifaseint að koma þeim í gegn. Nú er starfandi samstarfsnefnd um sóttvarnir sem getur gripið til viðeigandi ráðstafana ef óvæntar farsóttir koma upp. Þetta fyrirkomulag komst á eftir kamfýlóbakterfaraldurinn sem hér geisaði. Þegar ég kom fyrst til starfa var alnæmi helsti vágesturinn en síðan hefur margt rekið á fjörur okkar: kamfýlóbakter og salmonellu, auk þess sem við höfum orðið að standa vaktina gagnvart vágestum á borð við nautafár með hættu á Creuz- feldt-Jakobs sjúkdómi og núna bráðalungnabólgu. Það er því nógu að sinna. Við erum að vinna að bólusetningu allra barna gegn heilahimnubólgu sem er mikið verkefni.“ Auk Haraldar starfa fimm manns að sóttvörnum hjá land- lækni og eru suntir í alþjóðlegu samstarfi, svo sent um varnir gegn fjölónæmum berklum, alnæmi og sýklalyfjaónæmi. Sótt- varnalæknir tekur þátt í starfi Sóttvarnaráðs Evrópusam- bandsins sem Haraldur segir að sé afar mikilvægt fyrir íslend- inga því það auðveldar okkur að vera samstíga þjóðum Evr- ópu í sóttvörnum. Síðast en ekki síst ber að geta þess að viðhorf til sóttvarna hafa breyst verulega eftir hryðjuverkaárásina á New York og Washington 11. september 2001. Þá gerðust íslendingar þátt- takendur í samstarfi Norðurlanda um viðbrögð við sýkla-, eiturefna- og geislaefnanotkun í stríði eða hryðjuverkum. „Við þurfum að eiga mótefni gegn slíkum efnum og að því er- um við að vinna,“ segir Haraldur Briem. er enginn færari um það en við að benda á það að ekki hafi verið farið eftir ráðum okkar og leiðbein- ingum. Þetta getum við gert vegna þess að við höfum engar framkvæmdir með höndum, embættið „fram- kvæmir“ í raun enga heilbrigðisþjónustu. Ef við skipt- um þessu sviði í þrennt - stefnumótun, framkvæmd og eftirlit - þá getum við haft afskipti af því fyrst- nefnda og því síðastnefnda svo fremi við komum ekki nálægt framkvæmdinni. Með því móti eiga engir hagsmunaárekstrar að koma upp.“ Auglýst eftir pólitískri umræöu - En ef það slær í brýnu milli heilbrigðisstjórnarinnar og heilbrigðisstéttanna, hvar standið þið þá? „Það gerist nú æði oft, samanber nýlegar deilur heilsugæslulækna og heilbrigðisstjórnarinnar sem hafa staðið í átta ár. Þær deilur hafa fyrst og fremst snúist um kaup og kjör og hvorki við né aðrir telja það hlutverk okkar að koma nærri kjaramálum heil- brigðisstétta eða hinum fjármálalega þætti heilbrigð- isþjónustunnar. Við erum hin faglegi armur heil- brigðisstjórnarinnar. Vissulega eru þarna grá svæði sem við reynum að halda okkur frá en að sjálfsögðu tekst það ekki alltaf. Svo ég haldi mig við heimilis- læknadeiluna þá áttum við þátt í að finna lausn á henni, við gátum sett fram hugmyndir og liðkað fyrir því samkomulagi sem deiluaðilar náðu. Ef upp kemur faglegur ágreiningur, svo sem ef ráðuneytið ákveður að skera niður þjónustu sem heilbrigðisstarfsfólk telur lífsnauðsynlega, þá getum við leikið hlutverk sáttasemjarans. Við getum bent mönnum á það hvað vísindin segja. Einnig teljum við það skyldu okkar að gæta hagsmuna sjúklinga. í slík- um tilvikum verðum við að hafa hugfast að kostnað- arvitundin þarf ekki alltaf að stangast á við siðferðis- vitundina. Stundum verðum við að horfast í augu við það að geta ekki gert allt sem hægt er fyrir sjúkling A ef það þýðir að sjúklingur B fær ekki það sem hann þarf. Þarna verðum við að vega og meta hvað þekk- ingin segir okkur og hvaða fjármuni við höfum til ráðstöfunar. Svo má deila endalaust um það hvort heilbrigðis- þjónustan fái nóg og eflaust finnst flestum að svo sé ekki. Mér finnst við gera of mikið af því að halda umræðunni um forgangsröðun og fjárveitingar innan okkar raða, innan heilbrigðiskerfisins. Þetta er mál samfélagsins og það á að ræða um allt samfélagið. Okkur hættir til að líta svo á að þessi mál hafi verið falin okkur og komi ekki öðrum við. Það er bara ekki rétt,“ segir Sigurður og lýsir nokkrum vonbrigðum með það hversu lítil umræða hafi orðið um heilbrigð- ismál í nýafstaðinni kosningabaráttu. Læknablaðið 2003/89 533
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.