Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 62

Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 62
SMÁS JÁI N Duglegur ráðherra Þótt mörgum hefði fundist heilbrigð- ismál mátt vera meira á dagskrá í að- draganda kosninganna verður ekki sagt um Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að hann hafi setið auðum höndum síðustu vikur. Það linnti ekki stöðugum straumi fréttatilkynninga frá ráðu- neytinu og verður þeirra helstu getið hér á eftir. Fyrst gerðist það í lok apríl að til- kynnt var um sættir í deilunni sem staðið hafði lengi um heilsugæsluna á Suðurnesjum. Samkomulag náðist um að Heilsugæslan í Reykjavík taki að sér að manna heilsugæsluna á Suður- nesjum og er nú verið að útfæra nánar hvernig það verði best gert. Viku síðar barst sú frétt að ráð- herra hefði heimilað forstjórum Trygg- ingastofnunar ríkisins og Landspítal- ans að gera samning um nýrna- ígræðslu og stofhfruinumeðf'erð á Landspítalanum en fram að þessu hafa slíkar aðgerðir eingöngu verið gerðar í útlöndum. Daginn eftir tilkynnti ráðuneytið að gengið yrði til samninga við fyrir- tækið Salus ehf. um rekstur heilsu- gæslustöðvar í Salahverfi í Kópavogi. Að þessu fyrirtæki standa læknarnir Haukur Valdimarsson og Bárður Örn Sigurjónsson sem eiga það til hálfs á móti ráðgjafarfyrirtækinu Nýsi ehf. sem Sigfús Jónsson veitir forstöðu. Daginn eftir skipaði Jón tvo skrif- stofustjóra í ráðuneytinu og svo var eins og hann gæti ekki hamið sig því viku síðar skipaði hann Guðjón Magn- ússon lækni forstjóra Lýðheilsustöðv- ar en Guðjón tekur við embættinu 1. júlí í sumar. Guðjón var ráðinn til starfans eftir að nýskipuð nefnd hafði metið hann hæfastan af 16 umsækj- endum en sú nefnd hefur það verk- efni að meta hæfi umsækjenda um stöður forstöðumanna sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana. Þá voru raunar liðnir fjórir dagar frá kosningum og komið mál að linnti - í bili að minnsta kosti. Hann bætir því við að sama megi segja um menntamál, rannsóknir og vísindi, þess- ir málaflokkar hafi verið sáralítið ræddir í kosningabaráttunni. „Það þarf að efla al- menna umræðu um þessi mikilvægu mál og heilbrigðisstéttirnar ættu að reyna að ýta undir hana,“ sagir landlæknir. Aö sefa söknuöinn Eins og fram kemur víða í þessari umfjöllun hafa umsvif Landlæknisembættisins aukist verulega á undanförnum árum. Það á sér ýmsar ástæður en þær augljósustu eru setn- ing nýrra laga um réttindi sjúklinga og fleira sem varðar heilbrigðismál. En hafa stjórn- völd sýnt því skilning að þessi auknu umsvif kosta sitt? „Ég væri mjög óheiðarlegur ef ég segði að við teldum okkur fá það fjármagn sem við þyrftum til að geta sinnt okkar starfi. Við teljum að setja mætti meiri íjármuni í ýmis verkefni, svo sem eftirlit með heilbrigðis- stofnunum, söfnun gagna, varnir gegn sjálfs- vígum og fleira. Eins má nefna að lögin um réttindi sjúklinga leggja okkur á herðar auknar skyldur við eftirlit með starfsemi heilbrigðisstétta- og stofnana og við gætum sinnt því betur ef við hefðum meiri fjármuni og gætum sett meiri kraft í það. Grunnþætt- ir þessa eftirlits- og ráðgjafarkerfis eru til staðar og það er enginn skortur á hugmynd- um en vissulega gætum við gert meira ef við hefðum meiri fjármuni til umráða.“ Sigurður hefur gegnt stöðu landlæknis í hálft fimmta ár og því ekki úr vegi að spyrja hvernig hann kunni þessu starfi og hvort hann sakni þess ekki að stunda lækningar. „Ég hef óskaplega gaman af þessu starfi og ánægjan eykst eftir því sem ég kemst betur inn í það. Kostirnir eru mikil fjöl- breytni, hún getur jafnvel orðið of mikil, samskipti við ólíkt fólk úr öllum átturn og að sjá eitthvað af hugmyndum sínum verða að veruleika, stundum. En til þess að sefa söknuðinn hef ég haldið áfram að kenna dálítið og held sam- bandi við rannsóknarhópinn minn. Einnig hef ég farið inn á spítala og unnið smátíma sem afleysingamaður á deild á hverju ári. Mér finnst þetta nauðsynlegt. Ég var ráðinn í þetta starf af því ég er læknir og ég verð að geta verið það áfram. Ég var ekki ráðinn vegna þess hversu mikla stjórnunarreynslu eða -menntun ég hefði heldur vegna fag- legrar þekkingar og þess vegna finnst mér brýnt að stjómendur í læknastétt haldi trún- aði við fagmanninn í sér, þangað sæki ég styrk til að takast á við vandamálin, skoða þau, greina og leysa,“ sagði Sigurður Guð- mundsson landlæknir. 534 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.