Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2003, Qupperneq 66

Læknablaðið - 15.06.2003, Qupperneq 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR & LÖG Hvert skal beina kvörtunum? Úrræði sjúklinga sem telja á sér brotið við læknisþjónustu Gunnar Ármannsson Höfundur er héraðsdómslög- maður og framkvæmdastjóri Læknafélags íslands. Hér verður sjónum beint að úrræðum sjúklinga sem telja á sig hallað í samskiptum við lækna eða veitingu læknisþjónustu almennt. Er gerð grein fyrir helstu lagaákvæðum á þessu sviði með það í huga að sjúklingar og læknar geti betur áttað sig á réttindum og skyldum á þessum vettvangi. Lagafyrirmæli Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 í 28. gr. laganna segir að athugasemdum sjúklings vegna þjónustu á heilbrigðisstofnun skuli beina til yfirstjórnar viðkomandi stofnunar. Vilji sjúklingur kvarta yfir meðferð getur hann beint kvörtun sinni til landlæknis eða nefndar um ágreiningsmál skv. 5. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990. Rétt er að vekja athygli á því að gerður er greinar- munur á athugasemdum og kvörtunum. Starfsmönnum heilbrigðisstofnunar er skylt að leiðbeina sjúklingi eða vandamanni sem vill koma á framfæri athugasemd eða bera fram kvörtun. Enn fremur er stjórn heilbrigðisstofnunar skylt að taka til athugunar ábendingar starfsmanna sem telja að réttur sjúklinga sé brotinn. Sjúklingur skal fá skrifleg svör við athugasemdum sínum og kvörtunum eins fljótt og auðið er. Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 Samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laganna er landlækni skylt að sinna kvörtunum eða kærum er varða samskipti al- mennings og heilbrigðisþjónustunnar. Heimilt er að vísa ágreiningsmálum til sérstakrar nefndar, sem í eiga sæti þrír menn tilnefndir af Hæstarétti og ráð- herra skipar til fjögurra ára í senn. Lœknalög nr. 53/1988 í 18. gr. segir að læknir sé háður eftirliti landlæknis. Beri landlækni að gæta þess að læknir haldi ákvæði laganna og annarra ákvæða í heilbrigðislöggjöf landsins. í 18. gr. a. segir að hafi meðferð heilbrigðisstarfs- manns óvæntan skaða í för með sér skal mál rannsak- að til að finna á því skýringar og tryggja eftir því sem kostur er að atvik eigi sér ekki aftur stað. Óvæntur skaði er þegar árangur og afleiðingar meðferðar verða önnur en gert var ráð fyrir í upphafi. Upplýsa skal sjúkling strax um hinn óvænta skaða sé þess kostur. Jafnframt skal gefa sjúklingi kost á að fylgjast með rannsókn máls. Yfirlæknir og hjúkrunardeildarstjóri á heilbrigðis- stofnun bera ábyrgð á að óvæntur skaði, sbr. 1. mgr., Læknar og lög Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri Lækna- félags íslands tekur hér upp þráðinn úr apríl- blaði Læknablaðsins og fjallar um lagalegan ramma læknisstarfsins. Að þessu sinni er sjónar- hornið bundið sjúklingnum sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á mistökum lækna. Læknablaðið biður lækna og aðra sem hafa hugmyndir um umfjöllunarefni af þessum toga að koma þeim á framfæri við blaðið. sé tilkynntur án tafar faglegum yfirstjórnendum stofnunarinnar sem tilkynna málið strax forstöðu- manni hennar. Forstöðumaður ákveður hverju sinni, í samráði við faglega yfirstjórnendur, hvort málið skuli jafnframt strax tilkynnt embætti landlæknis. Forstöðumaður ber ábyrgð á að sérhver óvæntur skaði verði rannsakaður, afgreiddur og tilkynntur í samræmi við ákvæði þessarar greinar. Nú verður óvænt dauðsfall á heilbrigðisstofnun sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð eða forvarnir vegna sjúk- dóms og ber yfirlæknir stofnunarinnar þá ábyrgð á að málið sé tilkynnt lögreglu í samræmi við ákvæði laga um dánarvottorð. Heilbrigðisstofnanir skulu tvisvar á ári senda landlækni skýrslur um alla óvænta skaða af meðferð ásamt niðurstöðu rannsókna mála. Landlæknir skal árlega senda ráðherra samantekt um óvæntan skaða í heilbrigðisþjónustu og afdrif mála. Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn tilkynna óvæntan skaða til embættis landlæknis. Landlæknir tekur ákvörðun um hvernig staðið verður að rann- sókn málsins. í 28. gr. segir að landlækni beri, verði hann þess var að læknir vanrækir skyldur sínar, fer út fyrir verksvið sitt eða brýtur í bága við fyrirmæli heilbrigðislaga landsins, að áminna hann. Áminning skal vera skrifleg og rökstudd. Landlæknir sendir afrit áminningar til heilbrigðisráðherra. Komi áminning ekki að haldi eða sé um að ræða óhæfu í læknisstörfum ber landlækni að skýra ráðherra frá málinu og gera tillögur um hvað gera skuli. Getur þá ráðherra úrskurðað að viðkom- andi skuli sviptur lækningaleyfi að fullu eða tímabund- ið, en skjóta má þeim úrskurði til dómstóla. Það telst óhæfa í læknisstarfi þegar læknir upp- fyllir ekki þau skilyrði sem krafist var þegar hann 538 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.