Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2003, Qupperneq 67

Læknablaðið - 15.06.2003, Qupperneq 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR & LÖG fékk lækningaleyfi, til dæmis vegna heilsubrests sem geri hann lítt hæfan, óhæfan eða jafnvel hættulegan við störf vegna vímuefnaneyslu eða vegna þess að hann hafi gert sig beran að alvarlegu hirðuleysi eða ódugnaði í störfum. Hlutverk og staða landlæknis Telji sjúklingur, eða eftir atvikum læknir, að land- læknir hafi ekki tekið rétt á málum sem til hans er beint vaknar sú spurning hvort og þá hvaða úrræði séu fyrir hendi. Samkvæmt 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 er landlæknir ráðunautur ráðherra og ríkis- stjórnar um allt er varðar heilbrigðismál og annast framkvæmd tiltekinna málaflokka fyrir hönd ráðherra samkvæmt lögum, reglum og venjum er þar um gilda. Hann hefur eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heil- brigðisstétta. Ráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn. Ráðherra setur reglugerð um starf og stöðu landlæknis og embættis hans að höfðu samráði við samtök heilbrigðisstétta, læknadeild Háskóla íslands og Læknafélag íslands. í reglugerðinni skal kveða á um faglegt eftirlit landlæknis með heilbrigðisstofn- unum, lyfjanotkun, heilbrigðiseftirliti og sóttvarna- ráðstöfunum og einnig um sérhæft starfslið til þess að sinna þeim verkefnum. Af framangreindu má því ráða að landlæknir er lægrasett stjórnvald gagnvart heilbrigðisráðherra. Af því leiðir að heimilt er að kæra ákvarðanir landlæknis stjórnsýslukæru til ráðherra skv. 26. gr. stjórnsýslu- laga. Meginreglan er sú að kæra skal innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um þá stjórnvaldsákvörðun sem kæra skal. Kvartananefnd Samkvæmt 28. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúk- linga getur sjúklingur valið að beina kvörtun sinni til sérstakrar nefndar skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu. I nefndinni eiga sæti þrír menn, tilnefndir af Hæstarétti og ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Enginn nefndarmanna má vera starfsmaður heilbrigðisþjónustunnar og einn skal vera embættisgengur lögfræðingur og jafnframt formaður. Sömu reglur gilda um varamenn. Þegar sjálfstæðum stjómsýslunefndum er komið á fót er það gert með lögum og felst í stofnun slíkrar nefndar að tiltekin verkefni eru færð frá viðkomandi ráðherra til nefndarinnar. Þessar stjórnsýslunefndir eru sjálfstæðar í þeim skilningi að ráðherra fer ekki með almennar stjómunar- og eftirlitsheimildir gagn- vart þeim. Af þeim sökum getur ráðherra ekki gefið þeim bindandi fyrirmæli um framkvæmd stjórnsýslu, nema hafa til þess lagaheimild og ákvörðun slíkrar nefndar verður ekki skotið til ráðherra. Umboösmaöur Samkvæmt 2. gr. Iaga nr. 85/1997 um umboðsmann alþingis er hlutverk umboðsmanns að hafa í umboði alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Þá á umboðsmaður að gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft og að stjórnsýslan fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Til umboðsmanns má kvarta út af hvers konar ákvörðunum, úrlausnum, málsmeðferð og fram- komu af hálfu starfsmanna ráðuneyta, nkisstofnana og sveitarfélaga. Hver sá sem telur sig beittan rangindum af hálfu stjómvalda getur borið fram kvörtun við umboðs- mann alþingis. Umboðsmaður tekur mál fyrir kvart- anda að kostnaðarlausu. Til þess að umboðsmaður alþingis taki kvörtun lil meðferðar er gert að skilyrði að ef unnt er að skjóta ákvörðun til æðra stjórnvalds þá verður sá sem bera vill fram kvörtun að skjóta málinu fyrst til þess stjórn- valds sem æðra er áður en hann getur borið fram kvörtun til umboðsmanns. Þó getur í sumum tilfell- um verið hægt að kvarta til umboðsmanns þótt ekki sé komin efnislega niðurstaða stjórnvalds, til dæmis yfir drætti á afgreiðslu máls og framkomu opinbers starfsmanns. Kvarta verður til umboðsmanns áður en ár er liðið frá því að ákvörðun, sú sem kvartað er yfir, var tilkynnt aðila. Kvörtun til umboðsmanns Alþing- is skal vera skrifleg. Dómstólar Það er viðurkennd grundvallarregla í íslenskum rétti að dómstólar séu bærir til að skera úr hvers kyns ágreiningi um lögmæti ákvarðana og athafna stjórn- valda. Almennt má bera mál undir dómstóla þótt ekki sé búið að reyna allar kæruleiðir innan stjórn- sýslunnar. Þó má í lögum finna ákvæði þar sem það er gert að skilyrði fyrir málsókn að mál hafi áður sætt úrlausn æðra stjórnvalds á grundvelli stjórnsýslu- kæru. Samantekt Hafi sjúklingur athugasemdir vegna þjónustu á heil- brigðisstofnun ber honum að beina þeim til yfir- stjórnar viðkomandi heilbrigðisstofnunar. Vilji sjúk- lingur hins vegar kvarta vegna meðferðar getur hann valið um að kvarta til landlæknis eða kvartananefnd- ar. Sé sjúklingur ekki sáttur við afgreiðslu landlæknis getur hann kært þá afgreiðslu stjórnsýslukæru til heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Réttmæti úr- skurða heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og kvartananefndar getur sjúklingur borið undir um- boðsmann alþingis eða dómstóla. Læknablaðtð 2003/89 539
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.