Læknablaðið - 15.06.2003, Síða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 38
Af hnerra og hetjuskap
Óánægður sjúklingur
Lögfræðingur nokkur sem talinn var til undantekn-
inga meðal starfssystkina sinna þar eð hann þótti
flestum til ama og lítt vandur að virðingu sinni þurfti
að leggjast fársjúkur inn á spítala. Þrátt fyrir ítarlegar
rannsóknir var ekki ljóst hvað amaði að manninum
og dag og nótt barðist starfsfólk spítalans við að
halda lífinu í honum. Fyrstu vikuna þurfti að skera
manninn upp þrisvar sinnum og vegna þess hve
alvarlegt ástand hans var eftir síðustu aðgerðina var
honum haldið sofandi næstu daga. Loks fór að ganga
betur og maðurinn komst til rænu. Ekki leið á löngu
þar til starfsfólkið fór að ræða sín á milli og án þess að
hann heyrði hve miklu auðveldara það hefði verið að
sinna sjúklingnum á meðan hann var sofandi. Maður-
inn sýndi nú óyggjandi batamerki dag frá degi og
þremur vikum eftir innlögn var komið að útskrift.
„Mér finnst alveg með ólíkindum á dögum allrar
þeirrar tækni sem læknavísindin hafa upp á að bjóða
að það þurfi að halda manni milli heims og helju í
marga sólarhringa áður en komist er að réttri sjúk-
dómsgreiningu. Og svo verð ég að segja að ég hef nú
séð fallegri aðgerðarör en þau sem ég er með,“ sagði
lögfræðingurinn við skurðlækninn sem staðið hafði í
ströngu við að halda lífinu í sjúklingnum og hafði sýnt
mikla þolinmæði við að sinna honum í veikindunum.
En nú fannst lækninum mælirinn vera fullur.
„Ef þú bara vissir hve áhugaverð veikindi þín voru
frá sjónarhóli læknavísindanna og ef þú hefðir
minnstu hugmynd um það hve erfitt það var að
standast þá freistingu að fá svörin strax með krufn-
ingu þá hefur þú enga ástæðu til að kvarta yfir einu
né neinu,“ sagði læknirinn ákveðinn og kvaddi.
Alltaf hnerrandi
Ung kona kom í skoðun til læknis án þess að hún væri
beinlínis veik. Læknirinn fann ekkert athugavert og
spurði hvort eitthvað sérstakt amaði að henni.
„Sko, það er dálítið sem hvílir á mér,“ sagði kon-
an.
„Og hvað er það?“ spurði læknirinn og virtist ekki
vera að flýta sér, aldrei þessu vant.
„Sko, í hvert skipti sem ég hnerra fæ ég kynferðis-
lega örvun sem nálgast fullnægingu.“
„Ja hérna,“ sagði læknirinn. „Og til hvaða ráða
hefur þú gripið út af því?“
„Eg hef notað svartan pipar,“ sagði konan.
Einn á móti
Maður á miðjum aldri kom til læknis í reglubundið
eftirlit. Ekki bar á öðru en maðurinn væri með end-
emum vel á sig kominn. „Ég finn ekkert að þér. Er
það annars eitthvað annað sem þú ert að velta fyrir
þér?“ spurði læknirinn.
„Ég hef verið að spá í það að láta taka mig úr sam-
bandi,“ sagði maðurinn og fór svolítið hjá sér.
„Það er stór ákvörðun,“ sagði læknirinn. „Hefur
þú rætt málið heima?“
„Já,“ sagði maðurinn. „Atkvæðin féllu þannig að
16 voru þessu fylgjandi en ég var einn á móti.“
Leikmannsþankar
Ef maður hugsar út í það þá geðjast mér ekkert að
því að fara til læknisins míns. Eins og svo margir
heimilislæknar er hann með alls konar viðurkenning-
arskjöl upp á vegg hjá sér og kassa fullan af gúmmí-
hönskum á borðinu. Þessar viðurkenningar gefa hon-
um heimild til að nota hanskana eins og honum
sýnist.
Dauður við dyrnar
Hjúkkan kom hlaupandi inn á skrifstofu læknisins og
var mikið niðri fyrir.
„Hann Ásmundur sem var að fara frá þér rétt
áðan og allt virtist vera í stakasta lagi með datt líflaus
niður við útidyrnar. Hvað viltu að ég geri?“ spurði
hjúkkan.
Læknirinn leit upp frá pappírunum. „Sjáðu til þess
að hann snúi eins og hann hafi verið að koma inn,“
sagði læknirinn. „Hringdu svo í 112.“
Hetjuskapur hjá tannlækni
Hjónunum Sigurði og Margréti var vísað inn til Páls
tannlæknis. Þau voru mætt án þess að hafa gert boð á
undan sér og Sigurður lét á sér skilja að hann væri
tímabundinn.
„Palli minn, ég held að best sé að draga fjandans
tönnina úr. Enga deyfingu og ekkert vesen, bara að
kýla á'ða.“
„Ég man ekki eftir að hafa hitt jafn yfirvegaðan og
kjarkmikinn sjúkling í háa herrans tíð,“ sagði Páll
fullur aðdáunar. „Og hvaða tönn er það?“
Þá sneri Sigurður sér að konu sinni og sagði:
„Opnaðu munninn Magga mín og sýndu honum
hvaða tönn það er, elskan."
Bjarni Jónasson
bjarn i.jonasson @gb. Iigst. is
Læknablaðið 2003/89 547