Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 7
RITSTJÓRNARGREINAR
Offitufaraldur krefst
samfélagslegra lausna
Enn berast ískyggUegar fréttir af holdafari og hreyf-
ingarleysi landsmanna. í grein eftir Sigríði Láru
Guðmundsdóttur og félaga í þessu hefti Læknablaðs-
ins kemur fram að fleiri hér á landi lifi kyrrsetulífi
en víðast hvar í nágrannalöndum og að meirihluti
fullorðins fólks á höfuðborgarsvæðinu sé yfir æski-
legri þyngd (1). Niðurstöður sem þessar eru hugs-
anlega hæltar að vekja athygli, fréttirnar nánast
daglegt brauð og veruleikinn viðtekinn. Hér er þó á
ferðinni þróun á lífsháttum sem hefur grafalvarleg
áhrif á heilsu og velferð, ekki bara hér á landi, heldur
víðast hvar í veröldinni.
Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar er engin
lýðheilsuógn jafn vanmetin um víða veröld og offitan.
Þar á bæ er talað um heimsfaraldur sem undanskilji
hvorki fátæk þróunamki né vestræn iðnríki (2). Það
er því eins gott að fara að búa sig undir holskeflu sjúk-
dóma sem nánast óhjákvæmilega fylgir í kjölfarið ef
heldur fram sem horfir, en frá árunum 1974 til 1994
nánast tvöfaldaðist hlutfall fullorðinna Reykvíkinga
sem greinast of feitir, það er með líkamsþyngdar-
stuðul yfir 30, samkvæmt niðurstöðum Hólmfríðar
Þorgeirsdóttur úr hóprannsókn Hjartaverndar (3).
Einkum er þó breytingin á holdafari barna og ung-
linga áhyggjuefni eins og fram kemur í rannsókn
Brynhildar Briem á hæð og þyngd 9 ára skólabarna í
Reykjavík frá árunum 1938 til 1998 (4). Hlutfall barna
sem greinist yfir kjörþyngd hefur aukist jafnt og þétt,
úr 0,7% drengja árið 1938 í 7,6% árið 1978 og síðast
17,9% árið 1998. Sama þróun hefur átt sér stað meðal
stúlkna og enn eru engin merki um að aukningin sé
í rénun. Þvert á móti benda fyrstu niðurstöður úr
viðamikilli rannsókn Erlings Jóhannssonar og fleiri
á lífsháttum barna og unglinga til þess að faraldurinn
sé enn að sækja í sig veðrið og æ fleiri börn greinist
of þung (5).
Ein af augljósari afleiðingum þess að sífellt fleiri
börn og unglingar þyngjast um of er að sykursýki 2
verður æ algengari og greinist í yngri aldurshópum en
áður. Greiningar og spár gera ráð fyrir að í Evrópu
muni tíðni sykursýki 2 af þessum sökum margfald-
ast fram til ársins 2020 og ekkert bendir til þess að
við förum varhluta af þeirri þróun (6, 7). Eins eykst
hætta á meðgöngusykursýki meðal barnshafandi
kvenna sem eru of þungar í byrjun meðgöngu, með
tilheyrandi áhættu fyrir móður og barn. Þá eru ótaldir
aðrir sjúkdómar og kvillar sem tengjast offitu, svo
sem hjarta- og æðasjúkdómar, ristilkrabbamein, kæfi-
svefn, stoðkerfissjúkdómar og fleira.
Orsaka þess að nánast allar þjóðir heims eru að
þyngjast úr hófi fram, og það jafnt íbúar þróunar-
landa sem vestrænna iðnríkja, hefur meðal annars
verið leitað í næringarsamsetningu fæðunnar, mikilli
fitu, sykri og fínunnum kolvetnum, ásamt minni lík-
amlegri áreynslu í daglegu lífi fólks. Vandinn á sér þó
væntanlega dýpri rætur í áleitinni markaðssetningu
matvara og sölumennsku, þar sem markmiðið er
fyrst og fremst meiri neysla, stærri matarskammtar
og aukið framboð af girnilegum mat. Þar við bætist
tæknivæðing sem gerir okkur kleift að eyða lungan-
um úr deginum nánast hreyfingarlaus, hvort heldur er
í vinnu eða frístundum. Hreyfing og holl fæða eru því
í auknum mæli háð upplýstri ákvörðun hvers einstak-
lings um að lifa heilsusamlegu lífi og afleiðingin er
hrópandi ójafnræði til heilsu, þar sem offita einkennir
öðru fremur þá sem hafa minni tækifæri til að stunda
heilsusamlegt líf.
Niðurstöður úr landskönnun á mataræði voru
kynntar fyrr á þessu ári (8). Þar kom meðal annars
í ljós að ungir piltar drekka að meðaltali tæpan lítra
af gosdrykkjum á dag og að sykurneysla ungs fólks
er vægast sagt gífurleg, þar sem 15-20% orkunnar
kemur úr viðbættum sykri. Fáar ef nokkrar Evrópu-
þjóðir skáka íslenskum ungmennum að þessu leyti.
Eins er áberandi hversu lítið er af grænmeti og fiski
í fæði ungs fólks enda er brauðhleifur með osti uppi-
staða í flestum skyndibitum sem eru vinsælir í þeirra
hópi. Raunar er grænmetisneysla íslendinga fátækleg
í öllum aldurshópum. Þrátt fyrir aukningu síðustu
ára borða Islendingar enn minnst grænmeti allra
Norðurlandaþjóða og helmingi minna en ráðlegging-
ar Manneldisráðs segja til um.
Hæð og þyngd, líkamleg áreynsla í frístundum og
kyrrsetur fyrir framan sjónvarp voru einnig metin í
könnun á mataræði. Fjórði hver piltur á aldrinum 15-
24 ára og rúmur helmingur karla yfir 25 ára reyndist
þar vera yfir kjörþyngd, það er BMI >25 (Body Mass
Index, líkamsþyngdarstuðull). Þálttakendur voru ekki
vigtaðir eða mældir heldur var um sjálfgefnar upp-
lýsingar að ræða og hafa rannsóknir sýnt að gera megi
ráð fyrir nokkru vanmati á þyngd við slíkar aðstæður.
Þrátt fyrir þessar takmarkanir reyndist sterkt nei-
kvætt samband milli hreyfingar og BMI karla, en
jákvætt samband var milli fituneyslu og BMI karla.
Hlutur kolvetna var hins vegar heldur minni hjá þeim
sem töldust of þungir. Hliðstæðar niðurstöður fengust
ef þeir sem sögðust vera í megrun voru ekki teknir
með í útreikningunum. Hreyfingarleysi og fituríkt
fæði voru því þeir þættir sem helst tengdust ofþyngd
meðal íslenskra karla í rannsókninni.
Laufey
Steingrímsdóttir
Höfundur er
næringarfræðingur og
sviðsstjóri í Lýðheilsustöð.
Læknablaðið 2004/90 463