Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 18

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 18
FRÆÐIGREINAR / NOTKUN TÍÐAHVARFAHORMÓNA 1996-98 1999-2001 Komuár Mynd 3. Hormónanotkun í meira enfimm árhjá konum 60 ára og eldri. Hlutfall afkonum sem hafa tekið hormón. Mynd 6. Reykingar kvenna 40-69 ára tengt hormónatöku árin 1996-2001. Mynd 4. Tímalengd hormónanotkunar kvenna 60 ára og eldri sem komu í Leitarstöð árin 1979-2001. Hlutfall afkonum sem hafa tekið hormón. Mynd 5. Hlutfall kvenna sem notuðu estrógen eða estrógen og prógestín eftir fœðingar- hópum (tegundir lengst notaðar) árin 1996-2001. en 1986-89 notuðu 14% 52-53 ára kvenna tíðahvarfa- hormón við komu samanborið við 57% 52-53 ára kvenna árin 1996-2001. Tímalengd hormónanotkunar jókst einnig innan tímabilsins 1996-2001. Eins og sjá má á mynd 3 höfðu 49% (95% öryggisbil 47%-54%) þeirra sem höfðu notað hormón notað þau lengur en í fimm ár fyrri hluta tímabilsins en 67% (95% öryggisbil 65%-70%) seinni hluta tímabilsins. Þegar tímalengd hormóna- notkunar var borin saman við fyrri tímabil úr rann- sókn Jóns Hersis Elíassonar og fleiri (1) kemur í ljós stöðug aukning og að hlutfall kvenna sem hafði tekið hormón skemur en í eitt ár var komið niður í 8% 1999-2001 en var 49% árin 1979-89 (mynd 4). Hlut- fall þeirra sem tóku hormón í sjö ár eða lengur jókst einnig mikið, var komið í 61% 1999-2001 en var 10% árin 1979-89. Athyglisvert er að á tímabilinu 1996- 2001 höfðu 19% kvennanna notað hormón í 14 ár eða lengur (ekki sýnt á myndinni). Yngri konur nota hlutfallslega meira kaflaskipta hormónameðferð þar sem líkt er eftir tíðahring, en eldri konur nota frekar samfellda meðferð (mynd 5). Þegar borin var saman hlutfallsleg notkun á hormóna- tegundum innan tímabilsins 1996-2001 eftir árum var hins vegar ekki hægt að sýna fram á neinn mun. Um það bil sama hlutfall kvenna notaði estrógen ein- göngu í lok tímabilsins og notaði það í upphafi tíma- bilsins. Það sama átti við um kaflaskipta hormóna- meðferð og samfellda hormónameðferð. Mynd 6 sýnir að jákvæð fylgni var á milli hormóna- töku og reykinga hjá konum á aldrinum 40-69 ára. Það hafði engin áhrif á þetta samband að leiðrétta fyrir aldri með því að athuga sambandið lagskipt eftir aldurshópum. Þegar reykingavenjur voru bornar saman við gögn úr ársskýrslum Tóbaksvarnarnefndar í því skyni að kanna gildi rannsóknarhópsins fékkst nokkuð góð fylgni þar á milli (myndir 7, 8 og 9). Stærra hlutfall 474 Læknablaðið 2004/90 j

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.