Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 19

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 19
FRÆÐIGREINAR / NOTKUN TÍÐAHVARFAHORMÓNA kvenna sem mætir í krabbameinsleitina segist þó aldrei hafa reykt eða vera hættar að reykja heldur en í úrtaki Tóbaksvarnarnefndar. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að hormóna- notkun íslenskra kvenna fór vaxandi á tímabilinu 1996-2001 og var vaxandi miðað við tímabilið 1979- 1995. Hlutfall kvenna sem einhvern tíma höfðu notað hormón jókst með hverjum nýjum fæðingarhóp. Notk- un við komu var almennari á tímabilinu 1996-2001 en á fyrri tímabilum (1). Tímalengd hormónanotkunar hefur aukist mikið og athyglisvert er að á tímabilinu 1996-2001 höfðu 19% notenda tekið hormón lengur en í 14 ár. Yngri konur nota frekar samsetta kaflaskipta hormónameðferð en þær eldri samsetta samfellda hormónameðferð. Konur sem taka tíðahvarfahormón eru líklegri til þess að hafa reykt. Þegar athugað var hve stórt hlutfall kvenna hefði einhvern tíma (nú eða áður) notað tíðahvarfahormón kom í ljós að stór hluti kvenna á aldrinum 55-70 ára hafði tekið hormón, eða 55%, og var notkunin vaxandi með yngri fæðingarhópum. í yngsta fæðing- arhópnum höfðu 68% notað tíðahvarfahormón. Það þarf þó að taka til greina að upplýsingar um ástæðu hormónatökunnar eru ekki til staðar eða upplýsingar um á hvaða aldri konurnar voru þegar þær tóku hor- món (að undanskildum konum sem tóku hormón við komu). Inn á milli eru eflaust konur sem hafa fengið hormón vegna brottnáms eggjastokka eða legs. Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við niðurstöð- ur breskrar rannsóknar á konum á aldrinum 50-64 ára, það er hin svokallaða milljón kvenna rannsókn (28), kemur í ljós að notkunin er svipuð en þó heldur meiri hér. Sú rannsókn er á margan hátt sambærileg þessari rannsókn. En í Bretlandi er öllum konum á aldrinum 50-64 ára sem eru skráðar á heilsugæslu boðið að koma í bijóstakrabbameinsskimun á þriggja ára fresti. I milljón kvenna rannsókninni fengu allar konur sem komu í krabbameinsleitina á árunum 1996-2000 spumingalista sem 71% þeirra fyllti út og skilaði. Af þessum konum höfðu 50% einhvern tíma notað hormón samanborið við 55% íslenskra kvenna á aldrinum 55-70 ára sem komu í krabbameinsleit 1996-2001. Þessi munur gæti skýrst af því að íslensku konurnar eru eldri en þær bresku þegar þær svara spurningalistanum. Eitthvað af konunum í bresku rannsókninni gætu hafa átt eftir að hefja töku tíða- hvarfahormóna milli 50 og 55 ára aldurs. Hlutfall kvenna 40 ára og eldri sem notuðu tíða- hvarfahormón við komu í Leitarstöð var 32%. Þetta var athugað fyrir mismunandi aldurshópa og kom í ljós að notkun var mest hjá 52-53 ára gömlum konum. Aukning var á notkun miðað við fyrri tímabil. Á árunum 1986-1989 notuðu 14% 52-53 ára kvenna tíðahvarfahormón við komu í Leitarstöð en 48% árin % Mynd 7. Hlutfall kvenna sem höfðu aldrei reykt árin 1996- 2001. Borið saman við gögn úr ársskýrslum Tóbaksvarn- arnefndar 1996-2001. % Mynd 8. Hlutfall kvenna sem reyktu á árunum 1996-2001. Borið saman við gögn úr ársskýrslum Tóbaksvarn- arnefndar 1996-2001. % 100 80 . Heilsusögubanki Tóbaksvarnarnefnd 60 . 40 . í f 20 . 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára Mynd 9. Hlutfail kvenna sem voru hœttar að reykja 1996- 2001. Borið saman við gögn úr ársskýrslum Tóbaksvarn- arnefndar 1996-2001. 1994-1995 og 57% 1996-2001. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsókn Bryndísar Benediktsdóttur og fleiri á einkennum breytingaskeiðs og meðferð þeirra hjá 50 ára konum á Stór-Reykjavíkursvæðinu (29). Sú rannsókn var framkvæmd á þann hátt að sendur var spurningalisti til allra fimmtugra kvenna á Stór- Reykjavíkursvæðinu og var svörunin 72,2%. Af þeim sem svöruðu voru 54% að nota tíðahvarfahormóna en 52% 50-51 árs kvenna í þessari rannsókn. Niður- stöður þessarar rannsóknar má líka bera saman við niðurstöður milljón kvenna rannsóknarinnar (28) en í þeirri rannsókn notuðu 33% kvennanna hormóna er Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.