Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2004, Page 32

Læknablaðið - 15.06.2004, Page 32
FRÆÐIGREINAR / GALLKÖGUN Table 1. The total number of operations, number of urgent operations of conversions during the study period. and the number Year Operations Urgent % Conversions % 1991 9 4 0 1992 124 35 28 29 23,4 1993 112 59 52 17 15,2 1994 139 80 57 14 10,1 1995 152 90 59 8 5,3 1996 161 104 64 14 8,7 1997 159 102 64 14 8,8 1998 152 99 65 10 6,6 Table II. The reasons for conversions during the study period. Inflammation 34 Common bile duct stones 18 Technical failures 17 Adhesions 16 Bleeding 6 Unclear anatomy 9 Other 6 hærri en þekkst hafði við opna gallaðgerð (7-9). Averkar sem urðu við kviðsjáraðgerð voru alvarlegri og erfiðari viðureignar en sést hafði í opinni aðgerð (10) . Gallpípuáverki er einn versti fylgikvilli sem hægt er að fá, bæði fyrir sjúkling og kviðarholskurðlækni (11) . Við mat á gæðum þeirrar þjónustu sem veitt er er tíðni þessara áverka mikilvæg. Til þess að meta árangur á Landspítala voru fyrstu átta árin tekin fyrir (1991-1998), alls 1008 sjúklingar fóru í þessa aðgerð og var litið sérstaklega á gögn þeirra með tilliti til meiriháttar áverka á gallganga. Tilgangur rannsókn- arinnar var að kanna tegundir og tíðni fylgikvilla gallkögunar frá 1991-1998 á Landspítala. Jafnframt var reynt að meta árangur aðgerðar sem tekin er upp með ákveðnum hætti og haldið á fárra höndum meðan vinnuferlar voru þjálfaðir. Efniviður og aðferðir Um er að ræða afturvirka rannsókn og voru sjúkra- skrár allra sjúklinga sem gengust undir gallkögun fyrstu átta árin yfirfarnar. Sjúklingarnir voru fundnir með ICD greiningum og með aðgerðanúmerum. Fyrst var farið í gegnum læknabréf hvers sjúklings og ef einhver afbrigði frá eðlilegum gangi fundust var frekari upplýsinga leitað í sjúkraskrá viðkomandi sjúklings. Upplýsingar voru skráðar í gagnagrunn með forritinu FileMaker. Skráður var aldur og kyn, hvort um bráða eða valaðgerð var að ræða (skráð var ábending skurðlæknisins í aðgerðarlýsingunni fyrir aðgerðinni), hvort gerð var röntgenrannsókn í aðgerð og hvort snúið var yfir í opna aðgerð. Fylgikvillar eftir aðgerð voru skráðir, svo og enduraðgerðir. 1008 sjúklingar komu til aðgerðar á fyrstu átta árunum. Af þeim var mikill meirihluti konur, eða 727 (72%), en karlar voru 281 (28%). Meðalaldur við aðgerð var 52,2 ár en aldursbilið var breitt, yngsti sjúklingurinn var 15 ára og sá elsti 98 ára (miðgildi 53 ár). Aðeins voru gerðar níu aðgerðir fyrsta árið (byrjað um haust) en síðan jókst fjöldinn og flestar aðgerðir voru gerðar árið 1996, eða 161 gallkögun. Bráðaaðgerðir vegna meintrar gallblöðrubólgu voru fleiri en valaðgerðir, eða 573 (57%), en 11% sjúklinga taldist hafa bráða gallblöðrubólgu við útskriftar- greiningu. Gallkaganir á Landspítala voru meðal annars und- irbúnar þannig að ráðinn var sérfræðingur erlendis frá með þekkingu á þessum aðgerðum. Einnig var ákveðið að einungis tveir skurðlæknar, báðir reyndir í opnum gallaðgerðum, tækju upp þessa nýju aðgerð og að framvegis yrðu gallkaganir einungis á ábyrgð þessara þriggja skurðlækna. Þeir höfðu allir mikla reynslu af opnum aðgerðum (>300 aðgerðir á lækni). Tveir skurðlæknar fóru síðan á námskeið erlendis og einnig kom skoskur skurðlæknir til Reykjavíkur og með honum voru gerðar nokkrar gallkaganir. Hann hélt einnig fræðileg erindi fyrir aðgerðarteymin í byijun. Þegar nýir sérfræðingar bættust í hóp kviðar- holskurðlækna komu þeir heim með þessa þjálfun. Frá upphafi var einnig lögð áhersla á að sérþjálfa skurðstofuhjúkrunarfræðinga í aðgerðunum enda tæknin framandi fyrir alla í byrjun. Notuð var svo- kölluð Dundee aðgerðaruppsetning (12). í fyrstu var notuð bein kviðsjá, eða 0 gráðu optík, en því var síðar breytt í 30 gráðu optík árið 1994. Röntgenrannsókn af gallgangi í aðgerð var gerð eftir þörfum. Mörkuð var stefna á Landspítala sem þegar var ríkjandi við opnar aðgerðir, það er að bjóða öllum sjúklingum sem leituðu á bráðamóttöku og reyndust hafa gallsteina upp á aðgerð í viðkomandi legu, hvort sem um var að ræða gallkveisu eða bráða gallblöðrubólgu. Einnig var ákveðið að hafa lágan þröskuld fyrir því að snúa yfir í opna aðgerð ef speglunaraðferðin var torveld, frekar en að reyna sérstaklega að klára aðgerðirnar með speglun. Niðurstöður Valaðgerðir voru fleiri fyrstu tvö árin en eftir það voru bráðaaðgerðir fleiri og sýnir tafla I hlutfall bráðaað- gerða. Tafla I sýnir einnig hlutfall þeirra aðgerða sem snúið var yfir í opna aðgerð á hverju ári. Samtals 106 (10,5%) gallkögunum var snúið yfir í opna aðgerð og voru 74 (70%) af þeim aðgerðum bráðaaðgerðir. Arið 1991 var ekki neinni aðgerð snúið yfir í opna enda einungis framkvæmdar níu aðgerðir það árið. Á öðru ári var næstum fjórðungi aðgerða snúið yfir í opna aðgerð en síðan fór hlutfallið lækkandi og var milli 5 og 10% síðustu árin. Tafla II sýnir helstu orsak- ir fyrir því að snúið var yfir í opna aðgerð. Tafla III sýnir fylgikvilla. Algengasti fylgikvilli reyndist vera gallleki, en 23 (2,3%) sjúklingar fengu gallleka frá gallpíplu (ductus cysticus) eða gallblöðrubeð í kjölfar 488 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.