Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 35

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 35
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Þegar basi mætir auga . . . Gunnar Már Zoéga' LÆKNIR Jóhannes Kári Kristinsson2 SÉRFRÆÐINGUR í AUGNLÆKNINGUM 'Princess Alexandra Eye Pavilion, 2Augndeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Gunnar Már Zoéga Princess Alexandra Eye Pavilion, Chalmers Street, Edinburgh, EH4 3BY, Skotlandi. gmzoega@btinternet. com Lykilorð: auga, basabruni, meðferð. Ágrip Basabrunar á auga sem og áverkar af völdum sýru og annarra ætandi efna eru meðal alvarlegustu áverka sem auga verður fyrir. Ungir karlmenn við vinnu verða oftast fyrir þessum skaða. Fumlaus fyrstu við- brögð geta skilið á milli blindu og sjónar. Tærleiki hornhimnu og æðateikning slímhúðar gefa góðar upplýsingar um umfang skaðans. Ógegnsæ hornhimna og hvít bjúgkennd slímhúð benda til alvarlegs skaða. A sama hátt eru tær hornhimna án skaða á yfirborðsþekju og erl slímhúð með kröftugri æðateikningu jákvæð teikn eftir basaskaða. Fyrstu viðbrögð við alla efnaskaða í augum eru ávallt skolun með vatni. Skolun skal byrja strax eftir slysið og halda áfram þar til sýrustig táravökvans er orðið hlutlaust. Aðskotahluti verður að hreinsa vand- lega í burtu. Að lokinni skolun eru sýklalyfjasmyrsli, gervitár og „cyklóplegísk“ lyf (sjáaldursútvíkkandi lyf) (svo sem Cyclogyl®) grunnmeðferð. Umræða Basísk efni valda niðurbroti vefja með því að leysa þá upp (liquefactive necrosis) og smjúga dýpra inn í þá en súr efni. Eiturverkun basans heldur áfram þar til hann hefur verið fjarlægður. Augnskaðar vegna basa eru meðal alvarlegustu áverka sem augu verða fyrir og þurfa því skjóta meðhöndlun. Flestir sem verða fyrir alvarlegum efnabruna í auga eru ungir karlmenn og verða slysin oftast á vinnustöðum (1). Flér á eftir verður fjallað um basabruna og fyrstu viðbrögð við þeim. Önnur efni, svo sem sýrur og leysiefni, geta að sjálfsögðu einnig valdið mjög alvarlegum augnáverk- um og sjónskerðingu. Fyrstu viðbrögð við þeim eru þau sömu og við basabruna. Basísk efni finnast víða, í þvottaefnum, stfflu- leysum, iðnaðarsápum, áburði, steypu og flugeldum svo fáein dæmi séu tekin. Algengust eru ammoníak (NH3, algengt í þvottaefnum), vítissódi (NaOH, algengt í stffluleysum), kalíum hydroxíð (KOH), magnesíum hydroxíð (Mg(OH)2, til dæmis í flugeld- um) og kalk (Ca(OH)2). Nauðsynlegt er að fá upp- lýsingar um heiti og efnainnhald þess sem fór í augað. Liggi þessar upplýsingar ekki fyrir gagnast netið vel til þess að finna nákvæmar efnalýsingar. Einnig skiptir máli hvort efnablandan var þynnt eða óþynnt. Þó almennt sé talið að basar með pH minna en 12 og sýrur með pH meira en 2 valdi ekki alvarlegum skaða skipta þynning og snertitími miklu máli. NH3 í sterkri lausn kemst til dæmis gegnum hornhimnu og inn í for- hólf augans á innan við einni mínútu (1,2). ENGLISH SUMMARY Zoéga GM, Kristinsson JK Chemical injuries of the eye - management of alkali burns Læknablaöið 2004; 90: 491-3 Chemical injuries are among the most severe injuries to the eye. Young men are most often affected. Work related injuries are more common than other types of injuries. Immediate treatment is paramount in preventing blindness. In the case of an alkali injury, an opaque cornea and a white edematous conjunctiva indicate a serious injury. In contrast, a clear cornea and a mildly to moderately irritated conjunctiva indicate a better prognosis. Copious irrigation is always the first treatment for all chemical injuries to the eye. Irrigation should be initiated as soon as possible and is to be continued until the tearfluid has regained a normal pH. Antibiotic ointment, lubrication and cycloplegic drops (e.g. Cyclogyl®) form the basis of treatment. Key words: eye, chemical injury, treatment. Correspondence: Gunnar Már Zoéga gmzoega@btinternet. com Basi getur eyðilagt auga á skömmum tíma og eru áhrif hans fjölbreytileg, allt frá vægum skaða á þekju hornhimnu annars augans til algjörrar eyðileggingar yfirborðs og innri hluta beggja augna (2). Alvarleika skaðans er hægt sjá að nokkru leyti með berum augum. Annars vegar með því að skoða tærleika hornhimnunnar og lita hana síðan með fluoroscein litarefni og skoða í bláu ljósi. Grámi í homhimnu er slæmur fyrirboði og minnkar möguleika á góðri sjón verulega. Hins vegar með því að athuga hvort æða- teikning slímhúðar og hvítu sjáist, það er hversu rautt er augað? Þegar lútur hefur komist í auga er nefnilega betra að það sé rautt og þrútið en alhvítt vegna þess að það síðarnefnda merkir að lúturinn hefur brennt fyrir og stíflað æðar (mynd 1). Augnskolun er ávallt fyrsta meðferð þegar basi kemst í auga og geta mínútur þá skilið á milli blindu og sjónar (2). Best er að skola augað með vatni en sé það ekki tiltækt er hægt að skola með nánast hvaða öðrum hlutlausum vökva sem er. Mikilvægt er að halda auganu vel opnu þegar það er skolað. Stöðugt rennsli er heppilegast en annars getur verið gott að hella úr glasi í augað. Ekki er mögulegt að skola of mikið og helst á að nota ríkulegt magn en þó forðast að nota of kraftmikla bunu. Það skal skýrt tekið fram Læknablaðið 2004/90 491

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.