Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 40

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Af faglegum málefnum lækna Ófeigur T. Þorgeirsson Höfundur cr meðstjómandi í stjóm LÍ. í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjómarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Mörg áhugaverð og mikilvæg mál hafa verið til umræðu í stjórn Læknafélags íslands (LÍ) í vetur. Jón Snædal hefur farið fyrir nefnd um öryggismál sjúk- linga og kynnti hann vinnu þeirrar nefndar á síðum Læknablaðsins fyrir skömmu. Öryggismálin með tilliti til stöðu lækna gagnvart óhöppum hefur einnig borið á góma eftir umræðuna í fjölmiðlum undanfar- ið. Rætt hefur verið um fagmennsku og endurspegl- aðist það í grein formanns LÍ í Læknablaðinu um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Tekinn var snún- ingur á þessu á málþingi sem haldið var á vegum LR í aprfl síðastliðnum. Fagmennska innan læknastéttar- innar verður síðan meginefni á fyrirhuguðu málþingi LI í haust. Aðalfundur LI á Hólum í Hjaltadal síðast- liðið sumar ályktaði um rafræn samskipti lækna og sjúklinga og var nefnd skipuð til að fjalla um málið. Tímamótavinna í framtíðarmótun Þessi mál bera nokkurn keim af umræðu lækna- samtaka vestur í Ameríku og endurspeglar nýjar áherslur innan greinarinnar. Eftir reynsluna af „managed care byltingunni'' hafa kollegar vestanhafs látið í vaxandi mæli til sín taka við skipulagningu og útfærslu heilbrigðisþjónustu. Undanfarin misseri hef ég fylgst með þeirri fjörugu og mjög svo áhuga- verðu umræðu sem hefur átl sér stað þar. Töluverð óvissa hefur ríkt gagnvart stöðu og hlutverki lækna í frumþjónustunni vestanhafs, sérstaklega heim- ilislækna og lyflækna. Einnig hafa samtök þeirra lýst yfir mikilli óánægju með hin mikla breytileika í gæðum bandarískrar heilbrigðisþjónustu. Hin virta stofnun Institute of Medicine birti skýrslu í mars 2001, „Crossing the quality chasm: A new health system for the 21st century“ (1), um gæðamál í bandarísku heilbrigðiskerfi og var að miklu leyti rótin að umræðunni. Utgangspunktur þessarar skýrslu er annars vegar hin mikla mismunun innan heilbrigðisþjónustunnar og hins vegar faraldur lang- vinnra sjúkdóma. í stuttu máli eru sett fram í henni sex markmið varðandi nútímaheilbrigðisþjónustu: 1. Örugg - að forðast að skaða sjúklinga þegar mark- miðið er að hjálpa þeim. (Sjá rit sömu stofnunar „To err is human. Building a safer health system'' (2).) 2. Geri gagn („effective") - heilbrigðisþjónustan byggi á bestu þekkingu hveiju sinni og bjóði hana þeim sem gætu haft gagn af en ekki þeim sem hún gagnast ekki (að forðast vannotkun og ofnotkun þjónustunnar. („Providing services based on scientific knowledge to all who could benefit and refraining from providing services to those not likely to benefit (avoiding underuse and overuse, respectively).") 3. Sjúklingamiðuð - heilbrigðisþjónustan byggi á virðingu fyrir fólki og taki tillit til óska, þarfa og gildismats þess við alla klíníska ákvörðunartöku. („Providing care that is respectful of and respons- ive to individual patient preferences, needs, and values and ensuring that patient values guide all clinical decisions.") 4. Dregur úr töfum - minnkar óæskilega bið þeirra sem þiggja þjónustu og þeirra sem veita hana og leitt getur til verri útkomu fyrir sjúklinga og heil- brigðisstarfsfólk. („Reducing waits and sometim- es harmful delays for both those who receive and those who give care.“) 5. Skilvirk („efficient") - forðist sóun, þar með talið sóun búnaðar og tækja, hugmynda og orku. („Avoiding waste, including waste of equipment, supplies, ideas, and energy.") 6. Mismuni ekki - láti gæði þjónustu haldast þau sömu, áháð kyni, uppruna, búsetu eða félagslegri stöðu sjúklings. („Providing care that does not vary in quality because of personal characteristics such as gender, ethnicity, geographic location, and socioeconomic status.") í kjölfarið hafa samtök bandarískra heimilislækna (3) og sérfræðinga í almennum lyflækningum (4) birt stefnumarkandi skýrslur um framtíð þessara greina vestanhafs. Hvoru tveggja er holl lesning fyrir þá sem láta sig varða skipulag heilbrigðisþjónustu, lækna- nám og sérfræðingsþjálfun lækna. í riti heimilislækna sem var birt fyrr á þessu ári er boðað hvorki meira né minna en „nýtt módel" í heimilislækningum. Eru settar fram nýjar reglur fyrir klíníska læknisfræði 21. aldarinnar eins og það er orðað og byggja á „Chasm- skýrslu" Institute of Medicine sem vitnað er í að ofan. Aherslan er á samfellu í þjónustunni; gegnsæi; að öryggi sé innbyggt í kerfið; að áhrif sjúklinga og þeirra sem nota þjónustuna aukist; að upplýsingaflæði sé greiðara; að ákvarðanir séu byggðar á sannreyndum gögnum; að þverfaglegum vinnubrögðum sé beitt og áhersla lögð á samvinnu við aðrar heilbrigðisgreinar; að lögð sé áhersla á „minni sóun“ fremur en „flatan sparnað" og að innbyggð séu sívirk gæðakerfi til eft- irlits með klínískum útkomum og starfsemistölum. Einnig er mikil áhersla lögð á skipulagða meðferð langvinnra sjúkdóma og tekið er á samskiptamálum við sjúklinga. Skýrsla lyflækna tekur öðruvísi á fag- mennskunni og í takt við samvinnuverkefni banda- rísku og evrópsku lyflæknasamtakanna á því sviði. 496 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.