Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 41

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L( / ÚTFLUTNINGUR Að læknar taki frumkvæði íslenskir læknar geta lært margt af þeirri vinnu bandarískra starfsfélaga sem farið hefur fram á undanförnum árum. I þeim skýrslum sem ég vitnaði í er tekið á þungavigtarþáttum í útfærslu nútímaheilbrigðisþjónustu með áherslu á því sem gerist í samskiptum lækna og sjúklinga („point of care“). Þessi nálgun er að mínu mati mun praktískari en opinber stefnumörkun sem hefur tilhneigingu til að líta fremur á stofnanir og stærri einingar en það sem raunverulega skiptir máli og fer fram þegar fólk leitar læknis. Læknar og samstarfsfólk þeirra er í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á stefnumótun og skipulagningu innan heilbrigðiskerfisins öllum til heilla. Krafa nútímans er að við tökum á þessum málum af myndugleik, og er það trú mín að slíkt gerist ekki nema með frumkvæði lækna, ekki síst þeirra sem sinna sjúklingum utan sjúkrahúsa. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Vestfirðinga, sagði í ræðu á þingi í vetur að „tími væri kominn til að læknar taki faglega og fjárhagslega ábyrgð á því sem þeir gera“. Ég gæti ekki verið meira sammála Einari Oddi og finnst að við eigum að taka þessari áskorun að vestan. Heimildir 1. Institute of Medicine of the National Academy of Sciences. Crossing the quality chasm: A new health system for the 21st century. The National Academies Press. Washington DC 2001. 2. Institute of Medicine of The National Academy of Sciences. To err is human. Building a safer health system. The National Academies Press. Washington DC 2000. 3. Martin JC, Avant RF, Bowman MA, Buchholtz JR, Dickenson JR, Evans KL, et al. The Future of Family Medicine: a colla- borative project of the family medicine community. Ann Fam Med 2004; 2 (Suppl. 1) (S3-S32);. www.annfammed.org/cgi/ coníent/full/2/suppl_l/s3# T1 4. Larson E, Kirk L, Levinson W, Loge R, Reynolds E, Schroeder S, et al. The future of general intemal medicine. Final report and recommendations. Sept 20, 2003. www.sgim. org/futureofGIM.pdf Fara læknar í víking til Bretlands? - LÍ lætur kanna möguleika á innflutningi breskra sjúklinga til meðferðar hér á landi í vetur hefur starfshópur á vegum Læknafélags Islands setið á rökstólum og kannað möguleika á útflutningi heilbrigðisþjónustu frá íslandi. Þar kemur margt til álita. Til dæmis má hugsa sér að íslenskir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn taki að sér störf í útlöndum, hlutastörf eða tímabundin verkefni. Einnig að sjúklingar verði fluttir inn frá útlöndum til með- ferðar hér á landi en af því myndu fleiri njóta góðs en heilbrigðisþjónustan, ekki síst ferðaþjónustan. Hópurinn sem er undir forystu Þórðar Sverrissonar er enn að störfum en hyggst skila í það minnsta áfangaskýrslu nú snemma sumars. Hann er raunar tvískiptur, sex manns funda í höfuðborginni en norð- ur á Akureyri hafa þrír læknar einnig fundað. Hluti af störfum hópsins var fólginn í því að fá til samstarfs hóp nema við Háskólann í Reykjavík sem fengu það verkefni að skoða möguleika á innflutningi sjúklinga til meðferðar hér á landi. í fyrstu höfðu menn allan heiminn undir en eftir nokkrar umræður var ákveðið að þrengja sjónsviðið nokkuð og einbeita sér að því að kanna möguleika íslenskra fyrirtækja á heilbrigðissviði til að afla sér verkefna í Bretlandi. Rætt var við forsvarsmenn Orkuhússins um að þjón- usta þess yrði notuð sem viðmiðun í könnuninni. NHS glímir við biðlista Bretland er að mörgu leyti ákjósanlegur vettvangur til útrásar fyrir íslenska heilbrigðisþjónuslu. Þangað er stutt að fara, samgöngur greiðar og margir íslenskir læknar þekkja vel til þar í landi. Breska heilbrigðis- kerfið hefur átt í allnokkrum erfiðleikum á undan- förnum árum. Ríkisrekinn hluti þess, National Health Service - NHS, mátti þola mikinn niðurskurð um árabil og þótt heldur hafi rofað til er kerfið fjarri því að hafa jafnað sig eftir það áfall. Biðlistar eru langir og bresk stjómvöld hafa orðið að leita út fyrir land- steinana eftir aðstoð við að mæta þörfum almennings fyrir heilbrigðisþjónuslu. Skýrsluhöfundar benda á að þarna gæti verið feitan gölt að flá fyrir fyrirtæki á borð við Orkuhúsið. Eins og menn vita eru bæklunarskurðlækningar og með- ferð við ýmsum stoðkerfisvanda sterkasta hlið þessa fyrirtækis en það er ekki síst á því sviði sem biðlist- arnir eru hvað lengstir í Bretlandi. Gallinn við þetta er hins vegar sá að NHS er gríðarstórt og umfangs- mikið kerfi sem erfitt getur verið að nálgast, hvað þá að vekja á sér athygli forystumanna þess. Hópnum gekk illa að komast í samband við þann sem skipaður hefur verið til að annast samningagerð fyrir sjúklinga NHS í útlöndum. Það er hins vegar mat nemanna að þarna sé eftir heilmiklu að slægjast fyrir Orkuhúsið enda mun forsvarsmönnum þess hafa tekist að ná sambandi við NHS eftir að skýrslan kom út. En það er fleiri möguleikar í Bretlandi. Einkarekin heilbrigðisþjónusta hefur vaxið ört á undanförnum árum og er hún nú með tæpan fjórðung af breskum heilbrigðismarkaði. Tryggingafélög sem bjóða upp Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2004/90 497

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.