Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 42

Læknablaðið - 15.06.2004, Síða 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTFLUTNINGUR / H EI L B R I G ÐI S M Á L á heilbrigðistryggingai kaupa þjónustu í þessum geira en einkasjúkrahús hafa ekki gengið sem skyldi og segir í skýrslunni að þau standi oftast hálftóm. Astæður eru ýmsar fyrir því en ekki síst hversu dýr þjónusta sjúkrahúsanna þykir. Þar gætu íslensk fyrir- tæki átt möguleika í samkeppni. Farlama fótboltamenn Þegar lítil fyrirtæki eru að reyna að koma sér að á stórum markaði er oft gott að byrja smátt en reyna ekki að gleypa allan markaðinn í einum bita. Eins og allir vita er knattspyrna þjóðaríþrótt Breta og bresk knattspyrnufélög velta stjarnfræðilegum upphæð- um. íþróttamenn eiga það til að meiðast og þurfa á aðgerðum að halda, ekki síst bæklunarskurðaðgerð- um, liðspeglunum og þess háttar. Þeir eru á háum launum og félögin sjá sér því mikinn hag í að koma þeim framhjá biðlistum svo þeir verði sem fyrst klárir í slaginn aftur. Þarna gæti legið ágætur möguleiki fyrir fyrirtæki á borð við Orkuhúsið. Reyndar hefur það reynt fyrir sér á þessurn markaði með ágætum árangri því Guðjón Þórðarson fyrrurn landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu sendi tvo menn til meðferðar í Orkuhúsinu á liðnum vetri þegar hann var framkvæmdastjóri Barnsley. Þær aðgerðir gengu vel, mennirnir voru komnir fyrr út á völl en menn höfðu vænst eftir og kostnaður var vel samkeppnishæfur. Skýrsluhöfundar segja að þarna gæti verið góður möguleiki fyrir Orkuhúsið að leita útrásar. Fyrirtækið hefur sett sig í samband við tvö samtök á sviði breskrar knattspyrnu, PFA sem eru samtök leikmanna og FA sem eru heildarsamtök bresku knattspyrnuliðanna. Þar á bæ hafa menn brugðist vel við og sýnt því áhuga að senda breska knattspyrnu- menn til meðferðar hér á landi. Þetta gæti því reynst góður vaxtarbroddur. Eini gallinn sem nefndur er í skýrslunni er sá að Guðjón Þórðarson er atvinnulaus sem stendur og því ekki í eins góðu færi og áður til að liðka fyrir þessum viðskiptum! Þessi skýrsla svarar ekki öllum spurningum en hún er ágæt vísbending um þá möguleika sem fyrir hendi eru. Starfshópur LÍ hefur því væntanlega úr ýmsu að moða í starfi sínu. Læknablaðið mun fylgjast með því og greina frá niðurstöðum hópsins þegar þær liggja fyrir. Heilbrigðísráðstefna með trúarívafi Ólafur Ólafsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara og fyrrverandi landlæknir. Fyrir nokkrum árum kom hingað til lands ráð- herra frá Nýja-Sjálandi og boðaði einka- og markaðs- væðingu í heilbrigðismálum, það er að aðskilja kaup- endur og seljendur og efla rekstur frjálsra trygginga. Fundinum var stjórnað af yfirstjórn fjármála og heilbrigðismála og viðtökurnar minntu á söfnuð er hlustaði á trúarleiðtoga! Eg leyfði mér að flytja smá tölu og benti á niðurstöður OECD. í töflum sem náðu yfir kostnað vegna heilbrigðisþjónustu OECD- ríkja kom fram að rekstur hennar var ódýrastur hjá Norðurlandaþjóðum, Bretum og nokkrum öðrum þjóðum þar sem almannatryggingar voru aðalkaup- endur þjónustunnar. Þessar þjóðir sýndu líka besta árangurinn varðandi lágan ungbarnadauða og lengri ævilíkur. Þessar upplýsingar hrukku af stjórnendum. Nú hefur komið í ljós í úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla íslands að markaðsstefna ráðherrans dugði Nýsjálendingum í sex ár og hvarf í hafið aðallega vegna þess að staða seljanda var miklu sterkari en kaupanda og kostnaður varð mikill. Brelar og Svíar hafa einnig gert tilraunir í sömu veru sem ekki tókst sem skyldi. Vissulega náðust fram vissar umbætur, til dæmis aukið gegnsæi kostnaðar, bætt staða heim- ilislækna og fækkun legudaga (að minnsta kosti um einn dag á ári í Stokkhólmi). Á hinn bóginn jókst stjórnunarkostnaður gífurlega, samkeppnisaðstaða einstakra deilda og hópa þar sem kaupendur og selj- endur áttu að semja um verð var mjög misjöfn. Staða seljanda var of sterk og yfirleitt jókst kostnaður mikið. Bretum tókst einum að halda nokkuð niðri kostnaði en það var á kostnað gæðanna sem nú er kvartað sárlega undan. Sjúklingar kenna stjórnvöld- um um vandann. Ljóst er að ef samstaða er ekki á milli kaúpenda, það er ef frjáls tryggingafélög taka yfir kaupendahlut- verkið, geta þau tekið aukinn kostnað út í hærri iðgjöldum. Seljendur ná betur fram sínum kröfum og kostnaður verður hærri. í ofanálag láta frjálsu tryggingafélögin þá sem ekki hafa ráð á að greiða iðgjöldin lönd og leið. Þar með skapast misrétti í þjónustu ofan á dýrari rekstur. Rekstrarsaga banda- rískrar heilbrigðisþjónustu er kennslubók í því efni. Markaðsvæðing og einkavæðing í heilbrigðisþjónustu er miklum vandkvæðum bundin og veldur óskilvirkni og misrétti sem fellur ekki að því lýðræði sem við höfum skapað. Stjórnendur á fjármálasviði virðast hafa misst af aðal kjarna málsins en það er að slíkur rekstur verður dýrari. Almannatryggingar sem eru eini kaupandi þjónustu hafa þó almannahagsmuni í heiðri, standa vörð um þjónustu fyrir alla, og falla betur að okkar lýðræðislega umhverfi. 498 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.