Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 44

Læknablaðið - 15.06.2004, Side 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR auk þess að lilkynna Persónuvernd um rannsóknina áður en þeir geta hafist handa. „Breytingin er sú að ef Lyfjastofnun hefur ekki brugðist við umsókn innan 60 daga frá staðfestri móttöku þá skoðast hún samþykkt. Frestur okkar til að svara umsókn er því styttur og þetta hangir saman við þá reglu að nú verður ekki lengur hægt að skila inn hálfköruðum umsóknum. Hingað til hefur það tíðkast og þær hafa verið kláraðar í bréfaskiptum og samvinnu milli rannsakenda og eftirlitsstofnana. Nú má það ekki lengur heldur er umsókn sem augljós- lega er ábótavant einfaldlega ekki móttekin, henni er vísað lil baka til umsækjanda. Við erum að koma okkur upp gátlista sem settur verður á heimasíðuna en þar geta umsækjendur séð hvaða skilyrði umsókn þarf að uppfylla. Eftir að umsókn er móttekin getum við gert athugasemdir einu sinni og fáum við ekki fullnægjandi svör við þeim ber okkur að hafna umsókninni. Þá verða umsækjendur að hefja ferlið að nýju, fá nýtt númer og greiða fyrir það. Eflaust getur reynst einhverjum erfitt að venjast þessum nýju vinnubrögðum en þegar til lengdar læt- ur og menn vinna vel að umsóknum á þetta að hraða ferlinu. Petta setur líka aukinn þrýsting á okkur að svara umsóknum fljótt og vel.“ Rannsóknir að breytast Talið beindist nú að umhverfi klínískra lyfjarann- sókna hér á landi og kom í ljós að það er að breytast nokkuð. Fjöldi rannsókna er þó svipaður og áður en að meðaltali eru hafnar um 20 nýjar lyfjarannsóknir á hverju ári hér á landi. Flestar taka þær nokkuð langan tíma þannig að yfirleitt eru 40-50 rannsóknir í gangi. Af þessum rannsóknum eru 60-70% alþjóðlegar fjölsetrarannsóknir. Klínískum lyfjarannsóknum er skipt upp í fjóra flokka eða fasa. Rannsókn í fyrsta flokki merkir að verið er að gefa mönnum lyfið í fyrsta sinn, heilbrigð- um mönnum í því skyni að prófa hvort lyfið er skað- legt. Eftir það er farið að gefa það sjúklingum með þann sjúkdóm sem lyfið beinist gegn. Rannsóknir í þriðja flokki eru fjölmennar og oftar en ekki fjöl- þjóðlegar rannsóknir á verkun lyfsins en eftir það fær lyfið markaðsleyfi. Rannsóknir í fjórða flokki eru gerðar eftir að lyfið er komið á markað. Hér á landi hafa rannsóknir til skamms tíma ein- göngu tilheyrt þriðja og fjórða flokki. Nú er að verða breyting á því þar sem verið er að hefja hér rann- sóknir í öðrum og jafnvel fyrsta flokki. „Þetta gerir nýjar og auknar kröfur bæði til Lyfjastofnunar og Vísindasiðanefndar. Þegar um er að ræða rannsókn í þriðja flokki er búið að gefa lyfið þúsundum manna, meta flest áhrif þess og hægt að fletta upp niðurstöðum kannana á mjög mörgum þáttum. Þegar um er að ræða rannsóknir á fyrstu stigum er slíku ekki til að dreifa. Þá þurfum við að kafa ofan í grunn rannsóknarinnar og kanna fram- leiðslu lyfsins, eiturefnaverkun, hvernig á að dreifa því og fleira. Þetta er að sjálfsögðu spennandi verkefni en það gerir auknar kröfur til þekkingar starfsmanna og eykur kostnaðinn við leyfisveitinguna. Sú staða getur komið upp að við þurfum að kaupa sérfræði- þekkingu erlendis frá vegna þess að við höfum ekki aðgang að henni hér á landi. Þarna er heilmikið í húfi því með því að leyfa rannsókn í fyrsta flokki erum við að leyfa fyrstu notkun lyfs í mönnum sem 27 önnur lönd í Evrópu þurfa að taka tillit til. Við erum ágæt- lega mönnuð til að skoða framleiðsluferlið og dreif- inguna en ef gerðar eru kröfur um mjög sérhæfðar rannsóknir á eiturefnavirkni gætum við þurft að leita aðstoðar hjá öðrum stofnunum." Sama ferli í allri Evrópu I lokin á spjalli mínu við þá Pétur og Magnús spurði ég hvort þeir þyrftu ekki að vera stöðugt á varðbergi gagnvart lyfjaframleiðendum. Ef marka mætti um- ræðuna um starfshætti þeirra væru þeir sífellt að reyna að koma sínum lyfjum inn á lækna og hafa áhrif á rannsóknarniðurstöður. Þeir gerðu ekki mikið úr því, rannsóknir hér á landi væru í föstum skorðum. Þó séu þess dæmi að sótt hafi verið um leyfi til rannsókna á lyfjum sem þegar voru komin á markað, en þær hefðu að því er virtist þann eina tilgang að venja lækna á að nota tiltekin lyf. „Það er misjafnt hvemig tekið er á slíkum umsókn- um, í sumum löndum eru þær leyfðar en í öðrum ekki. Finnar hafa til dæmis tekið upp mjög ákveðna stefnu og synja fyrirtækjum um leyfi ef grunur leikur á að rannsóknin sé eingöngu gerð vegna markaðs- setningar. Við hljótum að spyrja hvort rannsókn sem gera á bæti einhverju við þekkingu okkar um við- komandi lyf.“ Þeir nefndu einnig að áður fyrr hefðu menn stund- um haft á tilfinningunni að erlend fyrirtæki sæktu um leyfi til rannsóknar hér á landi af því þeir héldu að hér giltu ekki eins strangar reglur og að ísland væri því auðveld leið inn á Evrópumarkað. „Það var bara alls ekki rétt, okkar reglur hafa ekki verið neitt slak- ari en annarra. En með nýju reglugerðinni er búið að samræma allt rannsóknarferlið þannig að það er eins í allri Evrópu,“ sögðu þeir Pétur og Magnús að lokum. Því má svo bæta við að nýju reglurnar verða birt- ar á heimasíðu Lyfjastofnunar lyfjastofnun.is eins fljótt og auðið er. Þar verður líka að finna ýmsan annan fróðleik og upplýsingar sem gagnast rann- sakendum. Síðast en ekki síst má minna á að þann 15. júní verður fundur á vegum Lyfjastofnunar og Vísindasiðanefndar í Lögbergi í Háskóla íslands þar sem nýju reglurnar verða kynntar. 500 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.