Læknablaðið - 15.06.2004, Page 64
ÞING / OKKAR A MILLI
Heimilislæknaþingið 2004
Akureyri 22.-24. október
Á Heimilislæknaþinginu verða bæði frjálsir fyrirlestrar og spjaldaþing. Kynntar veröa rannsóknirog rannsóknaráætl-
anir sem tengjast heilsugæslu. Auk þess verða bæði innlendir og erlendir gestafyrirlesarar. Fjallað verður um ýmis
fagleg málefni tengd heimilislæknum, bæði í fyrirlestrum og í smærri vinnuhópum.
Þeir sem hafa hug á að kynna rannsóknir/rannsóknaráætlanir skulu senda ágrip til Emils L. Sigurðssonar,
emilsia@hi.is fyrir 1. september næstkomandi. Ágrip skal skrifa á A4-blað með sama sniði og á fyrri þingum.
Þar skal koma fram tilgangur rannsóknarinnar, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir.
Ágripin verða birt í sérstöku blaði þingsins sem dreift verður til allra lækna á íslandi.
Aðalfundur FÍH verður haldinn í tengslum við Heimilislæknaþingið 2004.
Nánari dagskrá og upplýsingar um skráningu verður auglýst síðar.
Undirbúningsnefndin
Ný reglugerð um klínískar lyfjarannsóknir
á mönnum
Lyfjastofnun og Vísindasiðanefnd halda kynningarfund 15. júní næstkomandi þar sem fjallað verður um
• meginreglur um góða klíníska starfshætti (GCF)
• nýja íslenska reglugerð og evrópska tilskipun sem þar liggur að baki
• breytingar á umsóknum og umfjöllun um þær
• eudraCT númer, rafrænar umsóknir og fleira
Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 13:00 og stendurtil um 17:00.
Nánari dagskrá verður birt á heimasíðum Vísindasiðanefndar og Lyfjastofnunar.
Fasteignafélagið Staður hf. auglýsir
Lausar læknastofur til leigu
Þrjár stofur í Reykjavík: Melhaga 20-22
Lausar stofur í Keflavík: Suðurgötu 2
Stofurnar eru lausar nú þegar
Nánari upplýsingar veitir Arnar Guðmundsson í síma 522-5800
520 Læknablaðið 2004/90