Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 8
RITSTJÓRNARGREINAR Hvað er svo framundan? Eins og fæstum mun kunnugt þá mótar sóttvarnaráð stefnu í sóttvörnum og er heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma. A undanförnum misserum hefur ráðið fjallað um ýmis mál sem vænta má að leiði til tillagna um setningu reglugerða. Hæst ber tillögugerð varðandi göngudeildir smitsjúkdóma, læknisskoðun á dvalarleyfisumsækjendum með tilliti til sóttvarna og skimanir í mæðravernd vegna alvar- legra smitsjúkdóma. Lengi hefur verið skimað fyrir sárasótt og rauðum hundum í mæðravernd og ekki gerðar athugasemdir við það. Þá hefur skimun vegna lifrarbólgu B og HIV verið boðin verðandi mæðrum í um langt árabil en nokkur misbrestur hefur verið á að henni hafi verið framfylgt sem skyldi hin síðari ár. Ætla má að kostnaður skipti þar máli. Rannsóknar- stofa Landspítala í veirufræði bauð upphaflega þessar rannsóknir heilbrigðisstofnunum að kostnaðarlausu en ákvað síðar fyrirvaralaust að innheimta þann kostnað. Pví er mikilvægt að tekin sé ákvörðun um hvaða sjúkdómar það eru sem skima skal eftir og skil- greint sé hvar kostnaður fellur. Réttur verðandi barna má ekki verða fyrir borð borinn. Það er nauðsynlegt að skimun meðal barnshafandi kvenna, sem leiðir til þess að hægt sé að verja barn gegn alvarlegum smit- sjúkdómum, sé eðlilegt verklag í mæðravernd og óháð duttlungum. Ein leið til þess að slík skimun nái til sem flestra er að hún sé ávallt gerð nema að verð- andi móðir neiti henni sérstaklega. Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun um lög og reglur um smitsjúkdóma nema að geta um breyt- ingartillögur á alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni (IHR - International Health Regulations) sem Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur unnið að á undan- förnum árum. Á þessu ári fóru fram ítarlegar samræð- ur um reglugerðina í öllum álfum heimsins sem falla undir starfsvæði WHO. í lok september á þessu ári lágu fyrir lokadrög að IHR (7) og fyrstu tvær vikurnar í nóvember síðastliðnum komu fulltrúar stjórnvalda 192 aðildarríkja saman í höfuðstöðvum WHO í Genf til að ganga frá þessum alþjóðasamningi sem leggja skyldi fyrir fund framkvæmdastjórnar WHO sem haldinn verður í janúar 2005. Síðan var ætlunin að leggja samninginn um IHR fyrir þing stofnunarinnar (WHA - World Health Assembly) sem haldið verður í maí 2005. Fundurinn í Genf fór öðruvísi en ætlað var. Lítið sáttarhljóð var í fundarmönnum og lítið um málamiðlanir. Tekist var á um stór mál og smá. Meg- in átökin stóðu um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, vald- svið aðalframkvæmdastjóra WHO, nefnda og ráð- gjafahópa hans og pólitískt hlutverk þeirra. Þá voru átök um ákvörðunarferli sem leiðir til viðvörunar um atburði sem valdið geta alþjóðlegri útbreiðslu sjúk- dóma. Snerust deilurnar um það hvort ákvörðunar- ferlið ætti að byggjast á lýsingu á atburði (algóriþma) eða hvort fyrir ætti að liggja listi með sjúkdómum sem bæri að tilkynna eða hvort tveggja. Það blasir við að ekki er hægt að styðjast við tæmandi lista um sjúkdóma, einkum með tilliti þeirrar reynslu sem við höfum af alnæmi og HABL faraldrinum en í upphafi var þar um nýja og áður óþekkta sjúkdóma að ræða. Fram kom hjá sumum fulltrúum sem studdu lista yfir sjúkdóma að þeir treystu ekki öllum fyrir því að nota algóriþmann rétt. Hjá öðrum fulltrúum, einkum frá þróunarríkjum, var því haldið fram að slíkur listi væri nauðsynlegur til að fá pólitískan og efnahagslegan stuðning fyrir sóttvarnaráðstöfunum. Reglugerðin fjallar fyrst og fremst um smitsjúkdóma en einnig um önnur vandamál sem geta náð alþjóðlegri útbreiðslu einkum af völdum eiturefna og geislavirkra efni. Til eru aðrir sáttmálar sem fjalla um eiturefni og geisla- virk efni en rétt þykir að halda þeim innan gildissviðs reglugerðarinnar vegna þess að WHO fjallar um af- leiðingar þeirra og viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar við þeim. Um það voru fundarmenn sammála. Þungt var yfir mönnum í lok fundarins en ákveðið var að gera úrslitatilraun til að ná sáttum í febrúar 2005 svo WHA geti fjallað um reglugerðina á fundi sínum í maí 2005 og vonandi samþykkt hana þá. Reglugerðin öðlast svo lagagildi ári síðar en á þeim tíma hafa að- ildarríki WHO möguleika á því að gera fyrirvara við tiltekin ákvæði eða hafna IHR. Þessi væntanlega alþjóðareglugerð er nefnd hér vegna þess að hún mun óhjákvæmilega hafa áhrif á okkar eigin laga- og reglugerðarsetningu á komandi misserum verði hún samþykkt. Heimildir 1. www.althingi.is 2. http://europa.eu.int 3. www.reglugerd.is 4. www.laeknabladid.is 5. www.laeknabladid.is 6. www.reglugerd.is 7. www.who.int 828 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.