Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 63
UMR/EÐA & FRÉTTIR / MINNING / FRÉTTATILKYNNING Nú fór í hönd tími vináttu og töluverðra sam- skipta. Þess skal þó strax getið að þar var George ætíð veitandinn en ég og íslenskir skjólstæðingar mín- ir þiggjendur. Alloft leitaði ég til George um álit og ráðleggingar í erfiðum og stundum sjaldgæfum sjúk- dómstilfellum. Ætíð fékk ég mjög greinargóð og vel rökstudd álit send til baka. Fyrir tæpum 10 árum hugðist ég kynna mér nýj- ungar í skurðaðgerðum nokkurra vel þekktra bæklun- arsjúkdóma barna. Ég leitaði til George Simons og bað hann að benda mér á nokkra góða spítala þar sem ég gæti kynnst slíkum aðgerðum. Síðan ætlaði ég að skrifa þessum spítölum og leita eftir leyfi til heim- sókna eins og ég hafði stundum gert áður. í svarbréfi hafði George valið fimm spítala sem hann taldi hvað besta í meðferð þessara greina. Hann hafði jafnframt talað við yfirlækna þessara stofnana og var ég boðinn velkominn í heimsókn. Varð þetta til þess að dvöl mín á þessum stöðum varð jafnvel enn notadrýgri en ella hefði orðið. í þessari ferð naut ég aftur gestrisni þeirra hjóna í Milwaukee um nokkurra daga skeið. George Simons var í mörgu andstæða þess sem oft er talið einkenna framámenn. Hann var hæglátur, yfir- vegaður og barst lítið á. Hann var ákaflega hjálpsam- ur og greiðvikinn. Fyrst og fremst tel ég þó að hann hafi verið metinn af samverkamönnum fyrir eljusemi og afburða þekkingu í barnabæklunarlækningum. Um hann má vissulega segja að gömlum íslenskum hætti: Hann var drengur góður. Fréttatilkynning frá Eli Lilly: Niðurstöður rannsókna birtar opinberlega Eli Lilly & Company hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að frá og með síðasta fjórðungi þessa árs muni fyrirtækið birta opinberlega allar niðurstöður úr klínískum rannsóknum sem kostaðar eru af fyrir- tækinu. Lilly er frumkvöðull á þessu sviði og með þessu verkefni hefur fyrirtækið sett fram ný viðmið varðandi birtingu á niðurstöðum úr rannsóknum. Eftirfarandi er haft eftir Sidney Taurel stjórnarfor- manni og forstjóra Lilly: „Lilly skilur að sjúklingar, viðskiptavinir og gagnrýnendur eru að leita eftir gagn- sæjum s vörum sem leggj a sitt af mörkum til ák varðana- töku á sviði heilbrigðismála. Tilkynning okkar sýnir viðleitni til að birta opinberlega upplýsingar úr klín- ískum rannsóknum framkvæmdum af Lilly. Þessi birt- ing ætti að verða ómetanleg fyrir sjúklinga og lækna þegar þeir þurfa að taka upplýstar ákvarðanir um lyf frá Lilly." Birtar verða niðurstöður allra Fasa I til Fasa IV rannsókna á markaðssettum lyfjum, hvar sem þær eru framkvæmdar í heiminum. Þar að auki mun fyrirtæk- ið byrja að birta upphaf allra klínískra rannsókna í Fasa III og Fasa IV. Einnig verður birt lýsing á hönn- un og aðferðarfræði rannsóknanna og allar niður- stöður hvort sem þær styðja þær kenningar sem verið var að prófa eður ei. Lilly hefur með þessu skuldbundið sig til þess að birta allar rannsóknarniðurstöður á hlutlausan og ná- kvæman hátt. Þessar upplýsingar verða birtar á vef- fanginu: www.lillytrials.com. Auk þess vill Lilly ítreka og staðfesta aftur þær skuldbindingar sínar að haldið verður áfram að birta upplýsingar um rannsóknir á alvarlegum og lífshættulegum sjúkdómum sem Lilly er að byrja að framkvæma. Þessar upplýsingar verða áfram birtar á veffanginu: www.clinicaltrials.gov. Byrjað verður á að birta upplýsingar um allar klín- ískar rannsóknir á markaðssettum lyfjum sem lokið hefur verið eftir 1. júlí 2004. Auk þess mun skráin vera afturvirk og birtar verða niðurstöður skráningar- rannsókna á virkni og öryggi skráningarrannsókna á markaðssettum lyfjum sem hafa verið samþykkt eftir 1. júlí 1994. Fyrirtækið mun fela óháðum þriðja aðila að endur- skoða, yfirfara og staðfesta að verið sé að fylgja þess- um loforðum eftir varðandi birtingu niðurstaðnanna. Ef óskar er frekari upplýsinga um þetta málefni vinsamlegast hafið samband við Solveigu Sigurðar- dóttir, lyfjafræðing og rannsóknarfulltrúa eða Helenu Líndal, lyfjafræðing og rannsóknarfulltrúa í síma 520 3400. Læknablaðið 2004/90 883
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.