Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÁLFSSKAÐAR Vísvitandi sjálfsskaðar, Sjálfsvígstilraunir Það gengur hægt að leysa sumar lífsgáturnar og skilningur okkar á mörgum furðufyrirbrigðum mann- lífsins er enn á fremur lágu stigi þrátt fyrir allar rann- sóknir og merkilegar niðurstöður vísindanna. Stund- um getur maður orðið óþolinmóður þegar svör við síendurteknum spurningum kynslóðanna láta bíða eftir sér. Yfirburðamenn á ýmsum sviðum hafa fyrir löngu komið orðum að lykilatriðum eins og heim- spekingurinn Spren Kierkegárd um kvíða í bókinni Begrebet Angest 1844, félagsvísindamaðurinn Émile Durkheim um sjálfsvíg (Le suicide 1897) og geðlækn- irinn Erwin Stengel um sjálfsvígstilraunir í bókinni Suicide & Attempted Suicide 1964. Sá síðastnefndi kemur einkum við sögu í þessari umfjöllun vegna for- göngu hans um rannsóknir á sfnu sviði. Hugtakið vísvitandi sjálfsskaði er vandræðalegt við fyrstu sýn því að það getur þýtt bókstaflega allt frá sjálfsvígi til reykinga og ofáts. Allt frá augljósri fyrirætlun um að stytta sér aldur með einum verkn- aði og yfir í að ástunda óheilbrigða lifnaðarhætti um langan tíma. Frá því sem enskumælandi menn nefna intentional self-destructive act og yfir í deliberate self-harm. Það hefur samt orðið að samkomulagi að nota það við vísindarannsóknir og þrengja merking- una þegar um fjölsetrarannsóknir er að ræða. Allt frá því að athygli fór að beinast að sjálfsvígstilraun- um (suicidal attempts) upp úr miðri síðustu öld hafa vísindamenn komist nær því að verða einhuga um skilgreiningar á rannsóknarverkefnum á þessu sviði. Með þeim alfyrstu til að gefa tóninn var Stengel (1) í bók sinni, en þar segir svo: A suicidal act (attempt) is any deliberate act of self-damage which the person com- mitting the act could not be sure to survive. Clinicians as well as lay persons ought to regard all cases of potentially dangerous self-poisoning or self-infiicted injury as suicidal acts whatever the victim's explanation, unless there is clear evidence to the contrary. “Potentially dangerous” means in this context: believed by the “attempter” possibly to endanger life. For instance, if a person who is ignorant of the effects of drugs takes double or three times the prescribed dose, this might have to be regarded as a suicidal attempt because in taking that overdose the person took a risk that may have proved fatal.... Þessi skilgreining hefur staðist með nokkrum lag- færingum í 40 ár. Það liggur í augum uppi að álita- mál verða sífellt á vegi rannsakenda og vísindaleg úr- vinnsla á allt undir nákvæmri samstillingu milli landa og svæða, sem tryggð er með samræmdum vinnuregl- um. Ut er komin bókin „Suicidal Behaviour in Europe Höfundurergeölæknirvið „ . , , , . _ Fjórðungssjúkrahúsið á “ Results from the WHO/Euro Multicentre Study Akureyri. on Suicidal Behaviour“ (2). Ritstjórar eru Armin Brynjólfur Ingvarsson Schmidtke, Unni Bille-Brahe, Diego DeLeo og Ad Kerkhof, sem öll eru meðal þekktustu fræðimanna heims á sviði sjálfsvígsfræða. Inngang skrifar Nils Retterstöl, prófessor emeritus í Noregi og fyrrverandi forseti IASP (1989-1991). Hann undirstrikar þýð- ingu Evrópusamstarfsins sem hófst 1989 og hefur þegar skilað veigamiklum rannsóknaniðurstöðum. Hann bendir á að skráning sjálfsvíga hófst í löndum Evrópu fyrir 200 árum og jafnvel fyrr á stöku stað, en sjálfsvígstilraunir hafi hvergi verið skráðar á landsvísu. Skráning þeirra miðast því fremur við landsvæði en lönd. Evrópusamstarf um rannsóknir á vísvitandi sjálfs- sköðum hefur dafnað og vaxið jafnt og þétt undan- farna tvo áratugi. Eins og skýrt var frá í grein í mars- hefti Læknablaðsins hafa borgir um alla Evrópu safnað saman upplýsingum um sjálfsvíg og sjálfsvígs- tilraunir í einn stað, Wúrtsburg í Þýskalandi, þar sem prófessor Armin Schmidtke og samstarfsfólk hans sér um úrvinnslu gagna. Sá hluti rannsóknanna sem bein- ist að sjálfsvígstilraunum heitir The WHO/EURO Multicentre Study on Attempted Suicide frá því að þátttakendur urðu sammála um þessa nafngift 1994, en áður þekktust önnur heiti. Nafnbreytingarnar gefa fyrst og fremst til kynna þróun skilgreininga og af- markana við að tryggja sambærilega gagnasöfnun frá öllum borgunum. Ætlunin er að fylgja þessum fyrri áfanga gagnavinnslunnar eftir með öðrum áfanga með aðalbækistöð í Oðinsvéum, Danmörk, þar sem áhersla verður lögð á rannsóknir á endurteknum sjálfsvígstilraunum. Orðalagsbreytingar undanfarinna ára hafa tafið vinn- una. Heitið parasuicidium var innleitt 1969 (Kreit- man) og Evrópusamstarfið byggði í fyrstu á skilgrein- ingu parasuicidiums 1986: ... an act with non-fatal outcome in which an indi- vidual deliberately initiates a non-habitual behav- iour that, without interventions from others, will cause self-harm, or deliberately ingests a substance in excess of the prescribed or generally recognized therapeutic dosage, and which is aimed at realizing changes which the subject desired via the actual or expected physical consequences. Þessi skilgreining felur í sér að atvik teljast með þó að tilgangur verknaðar hafi verið að kalla á hjálp en ekki deyja og gildir einu þó að gripið sé inn í atburða- rás og hættu afstýrt áður en skaði skeður. Sjálfsskaði af óvitaskap telst hins vegar ekki með. (Ofurölvi einstaklingar, þroskaheftir, alvarlega heilabilaðir og 868 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.