Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN Félagið er afsprengi norrænnar samvinnu - Rætt við Atla Þór Ólason formann Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar en félagið verður fertugt á jólaföstunni í þessu blaði er boðað ráðstefnuhald í tilefni af ald- arafmæli Jóns Steffensen læknis. Hann kom víða við á æviferli sínum og eitt af því sem hann tók sér fyr- ir hendur var að gangast fyrir stofnun Félags áhuga- manna um sögu læknisfræðinnar. Nú er það félag að verða fertugt og af því tilefni ræddi Læknablaðið við núverandi formann þess, Atla Pór Ólason bæklunar- lækni. Atli upplýsti að afmælisdagur félagsins væri 18. des- ember en þann dag árið 1964 komu 47 karlar og ein kona saman til stofnfundar í húsakynnum Háskóla Islands. „Nú eru konur í meirihluta í stjórn félagsins og þær segja að þetta hafi greinilega verið algert karla- félag. Það er ekki nóg með að karlar hafi verið í yfir- gnæfandi meirihluta félagsmanna heldur er félagið stofnað í miðjum jólaönnum en það hefði engri konu dottið í hug að gera,“ segir Atli og brosir. Að öllu gamni slepptu má segja að félagið sé af- sprengi norrænnar samvinnu og áhuga Læknafélags Reykjavíkur. „Félagið var stofnað til að vera samstarfsaðili fyrir íslands hönd við gerð Nordisk Medicinsk Ár- bog sem gefin var út í 1600 eintökum af læknasögu- félögunum á Norðurlöndum. Hún kom fyrst út 1953 á vegum Læknaminjasafnsins í Stokkhólmi en um 1960 bættust læknasögufélögin í Danmörku, Noregi og Finnlandi í hópinn. Jón Steffensen var beðinn að taka þátt í þessu starfi árið 1962 og þá fór hann að huga að stofnun félags um sögu læknisfræðinnar eins og tíðkuðust á Norðurlöndum. Hvatinn innanlands kemur hins vegar frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur sem færði það í tal við Jón að stofna félag til eflingar áhuga á sögu læknisfræð- innar. Jón tók þessu tækifæri feginshendi og boðaði til stofnfundar. Þangað komu 48 manns, flestallt læknar en þó voru meðal stofnenda áhugamenn um sögu og menningu á borð við Kristján Eldjárn, Magnús Má Lárusson, Einar Ólaf Sveinsson og Jakob Benedikts- son. í fyrstu stjórn voru kosnir þeir Jón Steffensen formaður, Ólafur Bjarnason læknir og Birgir Einars- son apótekari," segir Atli. Söfnun og varðveisla lækningaminja Á stofnfundinum lýsti Jón Steffensen meðal annars hugsanlegum verkefnum félags af þessu tagi og segir Atli að sú stefnuyfirlýsing sé enn í fullu gildi, að því frátöldu að útgáfa áðurnefndrar árbókar lagðist af árið 1994. í lögum félagsins segir að tilgangur félags- ins sé „að efla þekkingu á sögu læknisfræðinnar með hverjum þeim ráðum, er þjóna því sjónarmiði, s.s. með því að styðja rannsóknir á sögu læknisfræðinnar, útgáfu rita og varðveizlu minja...“. „Jón var formaður félagsins til dauðadags árið 1991 og hann var einnig aðalrannsakandinn, stundaði beinarannsóknir, rannsóknir á skjölum og hélt fyrir- lestra innan og utan félags. Fleiri læknar stunduðu sögulegar rannsóknir og fjölluðu um þær á fræðslu- fundum. Félagið rækti þessar skyldur sínar nokkuð vel en eftir daga Jóns hafa þessar rannsóknir eink- um verið í höndum sagnfræðinga, mannfræðinga og fornleifafræðinga. Erlendis eru starfræktar fjölmarg- ar stofnanir sem sinna rannsóknum og kennslu í sögu læknisfræðinnar, í Þýskalandi einu eru þær á þriðja tug. Varðveisla lækningaminja var eitt helsta verkefni félagsins og áhugamál Jóns. Fjölmargir munir söfn- uðust og Jón kom því til leiðar að þessir munir voru afhentir Þjóðminjasafni til varðveislu. Stóri draumurinn var að Nesstofa yrði keypt og komið í upprunalegt form þar sem hægt yrði að hafa safn um sögu læknisfræðinnar og gekk það eftir. Jón Iagði fram eigið fé til uppbyggingar Nesstofusafns og arfleiddi Læknafélag Islands að allri peningaeign sinni sem skyldi varið óskiptri til framtíðarhúsnæðis safnsins. Byggingarnefnd nýrrar safnbyggingar starf- aði ötullega um árabil undir forystu formanna Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar, þeirra Gunn- laugs Snædal og Halldórs Baldurssonar, og efnt var til samkeppni um teikningar sem liggja fyrir. Hins vegar fékkst ekki viðbótarfé til framkvæmdarinnar frá ríkinu, meðal annars vegna fjárfrekra endurbóta Þjóðminjasafns og er því byggingarmálið í biðstöðu. Atli Pór Ólason formaður Félags áhugamanna um sögu lœknisfrœðinnar. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2004/90 879
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.