Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LAN DS PÍTALI N N Rekstrarvandi og uppbygging Landspítala í síðasta tölublaði Læknablaðsins skrifar Friðbjörn Sigurðsson formaður læknaráðs Landspítala grein um rekstrarvanda spítalans. Flann telur nauðsynlegt að ná fram hagræðingu í rekstri með því að sameina starfsemi spítalans á einum stað. í greinaflokki í Brit- ish Medical Journal fyrir nokkrum árum um sam- einingu spítala þar í landi var tekið svo ákveðið til orða að með þeirri leið sem hér var farin náist engin hagræðing og það væri í raun verið að skapa fleiri ný vandamál í sambandi við reksturinn. Þar var einnig talið að sparnaður í rekstri byggist fyrst og fremst á sameiningu þjónustudeildanna, það er gjörgæslu, rannsóknastofum, myndgreiningu og skurðstofum og hann gæti numið 5-10% af rekstri þess konar spítala. Talan sem Friðbjörn nefnir, einn milljarður, gæti al- veg staðist en auðvitað þarf að fara vel ofan í það hér en ég veit ekki til þess að það hafi verið gert. Hagkvæmni slíkrar lausnar hlýtur að byggjast á því hversu mikið kostar að leysa málið. Friðbjörn nefnir tölur um þá lausn sem fyrrverandi og núver- andi heilbrigðisráðherrar hafa tekið ákvörðun um, það er 30-40 milljarða króna. Sá kostnaður og sá tími sem fer í þessa framkvæmd hlýtur að hafa mikil áhrif á hversu mikil hagræðing næst. Þjóðfélagið er að tapa allt að einum milljarði króna á hverju ári. Miðað við það ástand sem ríkir í okkar þjóðfélagi í dag hlýtur að vera mjög vafasamt að hægt verði að leggja í þessar miklu og dýru framkvæmdir í fyrirsjáanlegri framtíð. Sú hagræðing sem hugsanlega fæst ef þessi leið er far- in getur því ekki verið mikil. Ríkið greiddi Reykjavíkurborg hátt í tvo millj- arða króna fyrir þær húseignir sem borgin átti hlut í. Kostnaður við breytingar á húsnæði og önnur vinna við sameininguna hafa kostað hátt í aðra tvo millj- arða króna og þótt nokkur faglegur ávinningur hafi orðið af þessu ferli er ljóst að rekstrarleg hagræðing er engin. Ráðgjafar Ementor í Kaupmannahöfn hafa á und- anförnum árum komið hingað til lands margsinnis, til dæmis á vegum heilbrigðisráðuneytis, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala. Þessir ráðgjafar hafa mikla reynslu af vinnu við uppbyggingu spítala á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu. Ráðgjafarnir þekkja einnig mjög vel til hér á landi og skilja sérstöðu okk- ar vegna fámennis og allra annarra aðstæðna. Þeim fannst mikið til þeirra hugmynda koma sem nú er verið að vinna með en sögðu jafnframt að kostnað- ur væri svo mikill að vafasamt væri að við fengjum nokkurn tíma fé til að fara þessa leið. Þeir töldu því nauðsynlegt að skoða vel alla aðra möguleika til að ná sama takmarki, það er sameiningu sómatísku bráðadeildanna á einn stað sem væri lykillinn að hagræðingunni. Eftir að hafa skoðað allt það húsnæði sem spítalinn hefur yfir að ráða varð niðurstaðan sú að fljótlegast og hagkvæmast væri að nota húsið í Fossvogi sem kjarna og byggja þar nauðsynlegt húsnæði fyrir þjónustudeildir. Sjálfsagt væri að nota mikið af húsnæðinu við Hringbraut áfram og þar sem svo stutt væri á milli þessara tveggja staða væri hægt að líta á þessar tvær lóðir sem eina. Kostnaður við þessa leið er ekki nema brot af því sem nýbygging kostar, hugsanlega er verið að tala um 8-10 milljarða króna. Þessi leið er miklu fljótvirkari og þar af leiðandi er hún mun hagkvæmari. Ofangreindir heilbrigðisráðherrar tóku því mjög vanhugsaða ákvörðun með því að neita að skoða þessa leið. Læknaráð Landspítala á nú að krefjast þess að ráðherra láti skoða alla möguleika enda hlýtur öllum landsmönnum að vera ljóst að þær skýjaborgir sem verið er að vinna með munu ekki verða að raunveruleika á næstu áratugum en það er til mikils skaða fyrir spítalann. Þann 17. nóvember birtist auglýsing frá skipu- lagsyfirvöldum í Reykjavík um breytingu á hlutverki lóðar vestan við spítalann í Fossvogi. Þessi lóð hefur verið hugsuð fyrir þjónustubyggingar fyrir spítalann en nú hefur verið tekin ákvörðun um að taka hana undir íbúðabyggð. Athugasemdir eru mögulegar til áramóta. Ólafur Örn Arnarson Höfundur er sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum. Læknablaðið 2004/90 873
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.