Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 38
FRÆÐIGREINAR / SVÆSIN SÝKLASÓTT valda blóðþurrð í hjartavöðva, umtalsverðri lækkun á hjartaútfalli og jafnvel hjartastoppi. G. Samdráttarhvetjandi (inotrop)hjartalyf 1. Dobútamín er gefið ef vissa eða grunur er um lágt hjartaútfall, þrátt fyrir vökvagjöf. Ef sjúklingur hefur einnig lágan blóðþrýsting ætti jafnframt að gefa æðaherpandi lyf. (Styrkur E). 2. Ekki er mælt með því að auka hjartaútfall gagn- gert í þeim tilgangi að auka súrefnisfiutning upp í fyrirfram ákveðið (hærra en eðlilegt) gildi eins og tíðkaðist víða fyrir nokkrum árum. (Styrkur A). Tvær stórar rannsóknir hafa sýnt fram á að ekki er ávinningur af slíkri meðferð. Markmið meðferðar- innar á að vera fullnægjandi súrefnisflutningur þannig að ekki verði súrefnisskortur í vefjum. H. Sterar I. Mælt er með gjöf 200-300 mg/dag af hýdrókorti- sóni í sjö daga (skipt niður á 3-4 skammta á dag). Þetta á við sjúklinga sem eru í sýklasóttarlosti þrátt fyrir fullnægjandi vökvameðferð og þurfa á æðaherpandi lyfjum að halda. (Styrkur C). Þessar leiðbeiningar byggja á rannsókn (4) sem sýndi minnkaða dánartíðni hjá sjúklingum sem sýndu ófullnægjandi hækkun á kortisóli þegar gert var ACTH (Adreno-cortico Tropic hormone) örvunar- próf og þar sem ætla má að um sé að ræða afstæð- an kortisól skort. Umdeilt er hvort gera eigi ACTH örvunarpróf til að greina þá frá sem svara sterameð- ferð en sumir sérfræðingar mæla þó með því þar sem ekki er hægt að útiloka að notkun hýdrókortisóns geti skaðað þá sjúklinga sem eru með eðlilega korti- sól svörun. Ekki er alveg ljóst hversu lengi á að halda meðferðinni áfram, annaðhvort er miðað við eina viku eða notkun á meðan sjúklingar þurfa á æða- herpandi lyfjum að halda. Sumir gefa einnig saltstera, fludrocortosone, 50 mikrog/dag. Umdeilt er hvort smám saman skuli draga úr lyfjagjöfinni eða hvort óhætt sé að hætta skyndilega. 2. Ekki er mælt með að gefa hærri skammta en sem svarar 300 mg af hydrokortisóni á dag vegna sýkla- sóttar. (Styrkur A). Rannsóknir hafa sýnt að háskammtasterar auki dánartíðni við sýklasótt. Þó getur að sjálfsögðu ver- ið ástæða til háskammta steranotkunar vegna annars sjúkdóms. 3. Ekki er mælt með að gefa lágskammtastera við meðferð á sýklasótt nema um sýklasóttarlost sé að ræða. (Styrkur E). I. Espaö prótein C (Recombinant activated protein C - rhAPC) 1. Mælt er með að gefa espað prótein C (Xigris®) þeim sjúklingum sem eru mjög veikir af sýklasótt (mælt með svokölluðum APACHE II kvarða þar sem gildi er 25 eða hærra), ef ekki er um að ræða frábendingar vegna hættu á blæðingu. (Styrkur B). Espað prótein C er nýtt lyf sem hefur blóðþynn- andi og bólgueyðandi verkun. Sýnt var fram á í stórri framskyggnri rannsókn að mjög veikum sjúklingum í sýklasóttarlosti farnaðist betur ef þeir fengu lyfið. Þannig var dánartíðni við 28 daga 24,7 % í meðferð- arhópnum borið saman við 30,8% í viðmiðunarhópn- um (5). Við notkun lyfsins á Landspítala er farið eftir sérstökum gátlista. J. Gjöfblóðs og blóðhluta 1. Eftir að lostástand hefur verið meðhöndlað og ekki er um að ræða sérstakar ástæður, eins og al- varlegan kransæðasjúkdóm, bráða blæðingu eða háa mjólkursýru, þá er ekki mælt með að gefa rauðkornaþykkni nema magn blóðrauða (Hb) fari undir 70 g/1. Mælt er með að halda Hb milli 70 og 90 g/1. (Styrkur B). Leiðbeiningar þessar byggja á kanadískri rann- sókn sem hefur vakið mikla athygli (6). Einnig hef- ur verið sýnt fram á að sjúklingar með sýklasótt sem hafa fengið blóðgjöf auka súrefnisflutning sinn en þetta hefur ekki leitt til aukningar á súrefnisupptöku. Þetta á þó ekki við um sjúklinga sem eru með lága miðbláæðasúrefnismettun á fyrstu klukkustundunum eftir að þeir veiktust (sjá lið A). 2. Ekki er mælt með notkun rauðkornavaka (erýtr- ópóíetíns) við meðferð blóðleysis við sýklasótt, nema sérstakar ástæðar séu fyrir hendi (til dæmis langvarandi nýrnabilun). (Styrkur B). 3. Ekki er mælt með notkun á fersk frosnum blóð- vökva (plasma) (FFP) til að leiðrétta truflanir á storkuþáttum í blóði nema um að sé að ræða blæð- ingu eða fyrirhuguð sé ífarandi aðgerð af einhverju tagi. (Styrkur E). 4. Ekki mælt með notkun andþrombíns (antithromb- in III) við meðferð á sýklasótt þó svo að þéttni þess í blóði mælist óeðlilega lág. (Styrkur B). 5. Mælt er með gjöf blóðflöguþykknis ef blóðflögur í blóði fara undir 5.000/mm3 óháð því hvort sjúk- lingnum blæðir eða ekki. Rétt er að íhuga gjöf á blóðflögum ef þær liggja á milli 5-30.000/ mm3 ef talin er umtalsverð hætta á blæðingu. Að jafnaði er þörf á að halda blóðflögum yfir 50.000/mm3 ef gera á skurðaðgerð eða aðra ífarandi aðgerð. K. Öndunarvélarmeðferð 1. Forðast ber að nota stór andartök sem valda háum innöndunarþrýstingi hjá sjúklingum með öndun- arbilun (acute lung injury, ALI eða acute respira- tory distress syndrome, ARDS). Markmiðið er að minnka andartök niður í 6 ml/kg (lean body 858 Læknablaðið 2004/90 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.