Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 13

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 13
FRÆÐIGREINAR / NÝGENGI ÖRORKU Tengsl atvinnuleysis og nýgengis örorku á íslandi 1992-2003 Sigurður Thorlacius1,2 SÉRFRÆÐINGUR í HEILA- OG TAUGASJÚKDÓMUM Sigurjón B. Stefánsson1,2,3 SÉRFRÆÐINGUR í GEÐ- LÆKNINGUM OG KLÍNÍSKRI TAUGALÍFEÐLISFRÆÐI Stefán Ólafsson4 SÉRFRÆÐINGUR f VINNU- MARKAÐS- OG LÍFSKJARA- RANNSÓKNUM Ágrip Tilgangur: Að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi at- vinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á íslandi ár hvert á tímabilinu 1992 til 2003 og upplýsingar um fjölda íslendinga á aldrinum 16-66 ára á sama tíma til að reikna nýgengi örorku. Niðurstöðurnar voru bornar saman við upplýsingar um umfang atvinnu- leysis hér á landi. Niðurstöður: Nýgengi örorku var tiltölulega hátt á árunum 1992 til 1995, var lægra á árunum 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu á því tímabili sem rannsóknin nær til. Nokkur aukning varð á nýgengi örorku hjá konum frá 1999 til 2000, sem féll í tíma saman við gildistöku nýs örorkumatsstaðals í septem- ber 1999, en á sama tíma varð hins vegar sambærileg aukning á atvinnuleysi. Ályktun: Ekki verður fullyrt að gildistaka örorku- matsstaðals haustið 1999 hafi orðið til þess að auka nýgengi örorku. Fjölgun öryrkja á íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnu- markaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað. Frá ‘Tryggingastofnun ríkisins, Tæknadeild Fláskóla íslands, ’taugalækningadeild Landspftala og Télagsvísinda- deild Fláskóla íslands Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurður Thorlacius, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114,150 Reykjavík. Sími5604400, bréfsími 5604461. sigurdur. thorlacius@tr. is Lykilorð: örorka, örorkumat, nýgengi örorku, atvinnuleysi. Inngangur Veruleg fjölgun varð á öryrkjum á íslandi á milli ár- anna 1996 og 2002 og voru megin skýringarnar tald- ar vera gildistaka örorkumatsstaðals árið 1999 og breyttar aðstæður á vinnumarkaði með auknum kröf- um um vinnuafköst og auknu atvinnuleysi (1). Parna var skoðað algengi örorku á tveimur tímapunktum, 1. desember árin 1996 og 2002. Atvinnuleysi jókst í upphafi og við lok tímabilsins (2,3) og aðferðinni við að meta örorku var breytt á miðju tímabilinu. Til- gangur núverandi rannsóknar er að skoða vægi hvors þáttar fyrir sig nánar. Er það gert með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleys- is ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Örorka vegna lífeyristrygginga er metin á grund- velli laga um almannatryggingar (4). Hærra stig ör- orku (að minnsta kosti 75% örorka) er metið þeim sem eru á aldrinum 16 til 66 ára og hafa verulega og langvarandi skerðingu á starfsgetu, en lægra örorku- EIUGLISH SUMMARY Thorlacius S, Stefánsson SB, Ólafsson S Relationship between rate of unemployment and incidence of disability pension in lceland 1992-2003 Læknablaðið 2004; 90: 833-6 Objective: To evaluate the effect of unemployment and the introduction of a new method of disability assess- ment on the number of recipients of disability pension in lceland by examining changes in the incidence of disability pension and unemployment year by year from 1992 to 2003. Material and methods: Information on gender, age and disability grade of new recipients of disability pen- sion in lceland and corresponding information on the lcelandic population for each year in the period 1992 to 2003 was used to calculate the incidence of disability pension. The results were compared with data on the rate of unemployment in lceland. Results: The incidence of disability pension was relatively high from 1992 to 1995, was lowerfrom 1996 to 2002 and then increased markedly in 2003. There is a strong correlation between the incidence of disability pension and the rate of unemployment among both genders in lceland during the period covered by the study. An increase from 1999 to 2000 in the incidence of disability pension among females coincided in time with the introduction of a new method of disability as- sessment in September 1999, but also with an increase in the rate of unemployment among females. Conclusion: It is not warranted to claim that the introduction of a new method of disability evaluation in September 1999 has resulted in a decisive increase in the incidence of disability pension in lceland. The in- crease in the number of recipients of disability pension in lceland recently has a strong statistical correlation with changes in the labour marked, especially with ris- ing unemployment and increased pressure at work. Keywords: disability, disability evaluation, incidence of dis- ability pension, unemployment. Correspondence: Sigurður Thorlacius, sigurdur.thorlacius@tr.is stigið (örorka að minnsta kosti 50% en lægri en 75%) er metið þeim sem hafa minna skerta starfsgetu eða verða fyrir umtalsverðum aukakostnaði vegna örorku sinnar. Fyrir 1. september 1999 var hærra örorkustig- ið metið á grundvelli læknisfræðilegra, fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna (5), en eftir það einungis á læknisfræðilegum forsendum, að jafnaði samkvæmt örorkumatsstaðli (1, 6-9). Læknablaðið 2004/90 833

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.