Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR / SVÆSIN SÝKLASÓTT sýklasótt á alltaf að meðhöndla á sjúkrahúsi og oftast á gjörgæsludeildum en sýklasóttarlost ætti alltaf að meðhöndla á gjörgæsludeildum þar sem þörf er fyrir ífarandi vöktun og flókna meðferð. Meðferð Meðferð á svæsinni sýklasótt er flókin og krefst þver- faglegrar samvinnu margra sérgreina læknisfræði auk annarra starfsstétta. Neðangreindar leiðbeiningar eru sem fyrr segir byggðar á bestu tiltækri þekkingu eins og kostur er en á samráði færustu sérfræðinga þar sem rannsóknir vantar. Leiðbeiningarnar eru flokk- aðar eftir styrk samkvæmt töflu II. Tafla II. Ftokkun á vísindalegum grunni og styrk leiöbeininga. Flokkun vísindalegs grunns I. Stórar, slembaöar rannsóknir meö skýrum niöurstööum þar sem lítil hætta er á falskt-jákvseðum (alfa) villum eóa falskt-neikvæðum (beta) villum. II. Minni, slembaðar rannsóknir þar sem niðurstööur eru ekki skýrar og nokkur hætta er á falskt-jákvæöum (alfa) og falskt-neikvæöum (beta) niöurstööum. III. Ekki slembaðar athuganir með samtíma viömiðunarhópum. IV. Ekki slembaðar athuganir með sögulegum viömiöunarhópum og áliti sérfræöinga. V. Sjúkratilfellaskýrslur, athuganir án viömiöunarhópa, álit sérfræðinga. Styrkur leiöbeininga A. Stuöningur af minnst tveimur rannsóknum úr flokki I. B. Stuóningur af einni rannsókn af flokki I. C. Stuöningur af rannsóknum af flokki II D. Stuöningur af að minnsta kosti einni rannsókn af flokki III E. Stuöningur af vitneskju af flokki IV eöa V A. Bráðameðferð 1. Mikilvægt er að hefja gjöf vökva í æð án tafar. Fyrstu sex klukkustundirnar eftir að meðferð er hafin er markmiðið að halda • miðbláæðaþrýstingi (CVP) 8-12 mmHg (12- 15 mmHg ef sjúklingur er í öndunarvél eða ef þrýstingur í kviðarholi er aukinn) • meðalblóðþrýstingi yfir 65 mmHg • þvagútskilnaði yfir 0,5 ml/kg/klst. • súrefnismettun í miðbláæð yfir 70% (Styrkur D). Þessar leiðbeiningar byggja á rannsókn (2) sem sýndi að ef meðferðinni var stýrt að ákveðnum mark- miðum varðandi blóðþrýsting, þvagútskilnað, súrefnis- mettun í miðbláæð og miðbláæðaþrýsting fyrstu sex klukkustundirnar, minnkaði dánartíðni við 28 daga um- talsvert eða úr 46,5% í 30,5%. Það virðist því sem fyrsta meðferð skipti sköpum varðandi horfur sjúklingsins. 2. Ef ekki tekst (fyrstu sex klukkustundirnar) að ná súrefnismettun í miðbláæð upp í 70% með gjöf vökva í æð þar til miðbláæðaþrýstingur er 8-12 mmHg, er mælt með að auka súrefnisflutning annaðhvort með hækkun á hematokrít upp í 30% (blóðrauði (Hb) um 100 g/1) með gjöf rauðkomaþykknis og/eða með því að auka hjartaútfall með gjöf dóbútamíns (hámark 20 microg/kg/min) til að ná tilsettu marki. (Styrkur B). B. Greining 1. Nauðsynlegt er að taka sýklaræktanir áður en sýklalyfjameðferð er hafin. Mælt er með að taka að minnsta kosti tvær blóðræktanir, þar sem minnst ein er tekin við stungu í gegnum húð en aðrar blóðræktanir má taka í gegnum æðaleggi. Viðeig- andi ræktanir frá til dæmis þvagi, mænuvökva, sár- um, hráka eða öðrum líkamsvessum eftir atvikum ætti einnig að taka áður en sýklalyfjameðferð er hafin. (Styrkur D). 2. Þörf getur verið á margskonar myndgreiningu til greiningar á uppsprettu sýkingar en oft eru sjúk- lingar svo óstöðugir í lífsmörkum að ekki er hægt að flytja þá frá gjörgæslu til nauðsynlegra rann- sókna. Þá getur ómskoðun á gjörgæsludeild með flytjanlegu ómtæki verið hjálpleg. (Styrkur E). C. Sýklalyfjameðferð 1. Hefja skal sýklalyfjagjöf í æð innan klukkustundar frá því að grunur vaknar um sýklasótt og því mikil- vægt að taka allar ræktanir eins fljótt og auðið er til að ekki verði tafir á sýklalyfjagjöf. (Styrkur E). 2. Velja skal eitt eða fleiri sýklalyf sem hafa góða virkni gegn þeim sýklum sem eru líklegasta orsök sýkingarinnar. Taka skal mið af næmi sýkla í um- hverfinu og á sjúkrahúsinu. (Styrkur D). 3. Endurskoða skal sýklalyfjameðferð eftir 48-72 klukkustundir í ljósi niðurstaðna úr ræktunum. Ætíð skal nota eins þröngvirk lyf og mögulegt er til að minnka hættu á ónæmum stofnum, draga úr aukaverkunum og lækka kostnað. Eftir að búið er að finna orsakavald eru engar rannsóknir sem sýna að meðferð með fleiri lyfjum sé betri en meðferð með einu lyfi. Tímalengd meðferðar er að jafnaði 7-10 dagar og fer eftir svörun á meðferð en sumar sýkingar þurfa lengri meðferð. Margir sérfræðing- ar mæla með tveggja lyfja meðferð hjá sjúklingum með pseudomonas sýkingu og jafnvel enn breiðari meðferð hjá sjúklingum sem hafa hvítkornafæð. (Styrkur E). 4. Ef veikindi sjúklingsins reynast vera af öðrum or- sökum en sýkingu ætti að stöðva sýklalyfjameð- ferð til að minnka hættu á að upp komi ónæmir stofnar og/eða ofansýkingar með öðrum sýklum. (Styrkur E). D. Meðferð á uppsprettu sýkingar 1. Rannsaka skal sjúklinga með tilliti til þess hvort meðhöndla þurfi uppsprettu sýkingar með ífarandi aðgerðum. Sérstaklega þarfa að huga að því hvort meðhöndla þurfi graftarkýli (abscess), staðbundna sýkingu eða fjarlægja þurfi dauðan eða sýktan vef. (Styrkur E). 2. Val á meðferð á uppsprettu sýkingar þarf að miða við kosti og galla meðferðar svo og ástand sjúk- lings. Skurðaðgerðir geta reynst of áhættusam- 856 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.