Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / VÍSINDASTÖRF Á LAN DSPÍTALA menntun heilbrigðisstarfsmanna líklega ekki síst vegna áhrifa frá vaxandi umfangi vísindastarfsemi meðal þeirra nágrannaþjóða, sem mennta okkar starfsmenn. Akademískar kröfur um vísindavirkni hafa aukist á alþjóðavísu og í samræmi við það hefur LSH hert sínar kröfur á þeim vettvangi. Nýjar rann- sóknaráherslur og tilkoma ÍE og UVS ásamt aukinni virkni hjá Hjartavernd eiga einnig sinn þátt í þessari grósku en 12% af ISI greinum LSH eru unnar með þessum aðilum. Þannig hefur samvinna á milli klín- ískra og grunnvísindamanna eflst hérlendis og leitt tii nýsköpunar á sviði rannsókna og það er von höfunda, að áframhaldandi samþætting innan rannsóknargeir- ans eflist enn frekar, bæði innan LSH svo og við aðrar stofnanir á landsvísu. Höfundar telja að meginstyrkur LSH á þessu sviði sé mikill mannauður. Um 2500 háskólamenntaðir starfsmenn úr ýmsum greinum vinna við stofnunina og er um fimmtungur þeirra virkur í vísindavinnu, sem aðallega er á sviði heilbrigðisvísinda. Þessir starfsmenn eiga aðild að 70% greina sem birtar eru um læknisfræði frá íslandi og sennilega enn stærra hlutfalli tilvitnana. Myndast hafa nokkrir sterkir rannsóknarhópar sem spanna sviðið frá klínískum vísindum yfir í grunnvísindi, annaðhvort með aðstöðu innan LSH eða með samvinnu við utanaðkomandi aðila. Mynd 7 sýnir vel þann mannauð sem LSH hef- ur á að skipa og stendur á bakvið þann ágæta árangur sem greint er frá í þessari grein. Vísindamenn sem hafa fengið um og yfir 1000 tilvitnanir hafa sterka stöðu til að fá innlenda og erlenda rannsóknarstyrki og sam- starfsaðila frá bestu stöðum. Þátttaka LSH í alþjóða vísindasamfélaginu er veruleg því yfir helmingur greina eru unnar með aðild erlendra vísindamanna. Tölur frá nágrannalöndum sýna að um 40% greina eru unnar með aðild erlendra vísindamanna (7). Alþjóðavæðing er talin styrkleikamerki í vísindum og sterk fylgni er á milli fjölda höfunda að greinum og þeirra tilvitnana sem greinin nær (16). Hærra hlutfall samvinnuverkefna við erlenda aðila kann þó að endurspegla að nokkru erfiðleika við að fjármagna stórar rannsóknir hérlendis, svo að rannsakendur hafi þurft að leita annað auk þess sem íslenskir heil- brigðisstarfsmenn leita út fyrir landssteinana varð- andi framhaldsmenntun og halda oft áfram samstarfi við fyrri erlenda samstarfsaðila. Vísindi eru mjög gagnvirk og sú gróska sem orðið hefur í íslensku vísindasamfélagi utan LSH hefur haft mjög hvetjandi áhrif á vísindastarfsemi innan veggja spítalans. Má þar nefna starfsemi Hjartaverndar, ÍE og UVS sem byggja sitt starf að hluta eða verulegu leyti á samvinnu við starfsmenn LSH og þeim rannsóknarefnivið sem þar er að finna. Nokkur sprotafyrirtæki hafa einnig sprottið úr vísindajarðvegi á LSH og sum hver orðið að öflugum fyrirtækjum í íslensku samfélagi, svo sem Flaga-Medcare og Marel. Gróskan í íslensku vísindasamfélagi á sér margar ástæður. Ein er sú að aukið fjármagn er nú fyrir hendi. Opinberar fjárveitingar til rannsókna og þróunar hafa vaxið undanfarna áratugi og hafa nú náð 3% af vergri þjóðarframleiðslu. Samkvæmt mati OECD er ísland meðal topp 1-5 landa sem hafa bætt stöðu sína mest við að byggja upp rannsóknir og þróun á undan- förnum árum (9) en Bandaríkin hafa samt afgerandi forustu á því sviði. Hlutur rannsókna á sviði heilbrigðismála hefur vaxið úr því að taka til sín 3-4% alls fjár sem varið var til rannsókna og þróunar hér á landi árið 1977 í 38% árið 2001. Megnið af þessum vexti hefur átt sér stað á undanförnum níu árum því árið 1995 var hlutfall rannsókna í heilbrigðismálum enn innan við 10% (23). Innkoma fjármagns á sviðið hefur fyrst og fremst verið í gegnum lyfja- og líftæknifyrirtæki. Fjár- veitingar til beinna styrkja hafa einnig aukist en hlut- ur heilbrigðisvísinda hefur staðið í stað. A árunum 1995 til 2001 fengu heilbrigðisvísindi 10 til 14 % af úthlutuðu fjármagni til rannsókna (24) en heilbrigðisvísindi stóðu hins vegar að 33% ISI greina árið 2001. Hlutur LSH í úthlutun þessara ára var 2% en LSH stóð að 23% allra ISI greina frá íslandi árið 2001. Þessar tölur benda til þess að fjármögnun vísinda- verkefna á LSH sé að nokkrum hluta falinn í almenn- um rekstrarkostnaði hans, þótt vissulega leggi margir starfsmenn á sig ómælda vinnu utan vinnutíma til vísindaverkefna því þessi vinna er oft unnin meira af ástríðu en skyldu og starfsmenn hafa hvorki helg- aðan tíma né viðunandi aðstöðu í mörgum tilvikum. Frekari utanaðkomandi fjármögnun á vísindaverk- efnum er jafnframt nauðsynleg þar sem fyrirséð er að fjármagn til vísindarannsókna á heilbrigðis- sviði verði ófullnægjandi á næstu árum ef viðhalda á þeirri grósku sem þessi samantekt frá fyrri árum endurspeglar. Utanaðkomandi fjármögnun er ekki síst nauðsynleg í ljósi sparnaðarkröfu ríkisvaldsins, sem ekki virðist taka tillit til alhliða hlutverks stofn- unarinnar sem menntunar- og vísindastofnunar auk hefðbundinnar klínískrar þjónustu við íslenskt sam- félag. Þótt ýmis verkefni hafi verið styrkt að hluta af rannsóknarsjóðum er ljóst að LSH hefur staðið öflugt að baki margra vísindamanna varðandi bæði stór og smá verkefni. Bregðist sá bakhjarl mun vísindavirkni stofnunarinnar minnka og erfitt að sjá fyrir að sam- starfsstofnanir og erlendar styrkveitingar muni koma þar í stað á næstu árum. Vísindasjóður LSH stendur illa og annað styrkfé úr opinberum rannsóknarsjóð- um til verkefna á LSH hefur staðið í stað síðastliðin fimm ár (25). Samvinnuverkefnum við líftæknifyrir- tækin hefur fækkað, en þessi fyrirtæki hafa fjármagn- að ýmis rannsóknarverkefni við spítalann, ótengd samvinnuverkefnunum, í gegnum greiðslur í sérstaka rannsóknarsjóði starfsmanna á LSH. Á móti kem- J 844 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.