Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 7

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 7
RITSTJÓRNARGREINAR Laga- og reglugerðarbreytingar - og hvað svo? Þann 14. júní 2004 tóku gildi breytingar á sóttvarna- lögum nr. 19/1997 (1). Breytingarnar sneru að ákvæð- um um skráningu sýklalyfjanotkunar. Enda þótt nefndir alþingis sendi hagsmunaaðilum tillögur um lagabreytingar til umsagnar geta slíkar breyting- ar hæglega farið fram hjá mörgum þeim sem mál- ið varða, einkum ef þær eru ekki til þess fallnar að valda deilum. Mikilvægt er að læknar viti af slíkum breytingum og ekki er síður mikilvægt að mönnum sé kunnugt um ástæður fyrir lagasetningunni en þær eru jafnan skýrðar í greinargerð með frumvörpum. Akvæðið í lögunum um skráningu á sýklalyfja- notkun á rót sína að rekja til erlends samstarfs. Vænt- anlega fer ekki fram hjá neinum að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES) og náin sam- skipti við Evrópusambandið (ESB) hafa mikil áhrif á starfsumhverfi okkar. Heilbrigðismál verða sífellt mikilvægari málaflokkur innan ESB, einkum á sviði sóttvarna enda virða smitsjúkdómar engin landa- mæri. Innan ESB sem og annars staðar eru vaxandi áhyggjur vegna þróunar sýklalyfjaónæmis meðal sýkla sem ógnað geta heilsu manna. Óttast er að slíkt ónæmi takmarki meðferðarúrræði sem fyrir hendi eru. Talið er að náið en flókið samband sé á milli vaxandi notkunar sýklalyfja og útbreiðslu ónæmra sýkla gegn lyfjunum. Efasemdir eru um að hægt sé að komast fyrir vandann með því að þróa stöðugt ný sýklalyf. Því er talið nauðsynlegt að innan ESB séu til staðar vöktunarkerfi sem veita samanburðarhæfar upplýsingar um nýgengi og algengi ónæmra sýkla og veita jafnframt upplýsingar um notkun sýklalyfja (2). Vöktunarkerfin eiga því að verða tæki í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi með því að varpa ljósi á mögu- leg tengsl milli notkunar á sýklalyfjum og myndunar ónæmis. Einfaldast hefði verið að kveða á um slíka vöktun í reglugerð. Reglugerðir þurfa hins vegar að styðjast við lagaheimild. Því ákvað alþingi að tillögu ráðherra að sett yrðu ákvæði í sóttvarnalögin um notkun sýklalyfja. Vonast er til vöktunin leiði fyrr til aðgerða sem miða að skynsamlegri notkun sýklalyfja svo draga megi úr líkum á myndun sýklalyfjaónæmis. Þótt lagabreytingar fari oft fram hjá mönnum gera reglugerðarbreytingar það líklega oftar. í kjölfar þessa voru gerðar breytingar á reglugerð um skýrslu- gerð vegna smitsjúkdóma nr. 129/1999 (3) þar sem fram kemur að upplýsingum um sýklalyfjanotkun verður aflað annars vegar úr lyfjagagnagrunni Land- læknisembættisins vegna sjúklinga utan spítala og hins vegar frá sjúkrastofnunum sem upplýsa um að- keypt magn sýklalyfja og skiptingu þeirra á spítala- deildir þar sem það á við. Jafnframt var kveðið á um í reglugerðinni að skrá skyldi ónæmi sýkla fyrir sýkla- lyfjum. Þá var bætt við nokkrum sjúkdómum sem ber að tilkynna vegna samstarfs okkar við ríki ESB á sviði sóttvarna. Ástæðan er að á undanförnum árum hafa Evrópuríkin samræmt skráningar og vöktunarkerfi vegna smitsjúkdóma svo þau verði samanburðarhæf og nýtist aðildarríkjunum þegar atburðir verða sem snerta fleiri en eitt ríki. Hér á landi er lagastoð fyrir slíkum breytingum með reglugerð. Síðast en ekki síst var sett ákvæði í reglugerðina um skráninguaðgerðatengdrasýkingaíheilbrigðisþjónust- unni. Sýkingar á sjúkrastofnunum (spítalasýkingar) eru vel þekkt vandamál og er skráning þeirra talin mikilsvert tæki til að greina vandann sem af slíkum sýkingum stafar og til að geta gripið til sóttvarna- ráðstafana. Á íslandi hefur borið á vaxandi vanda vegna þessara sýkinga og er skemmst er að minnast þess að yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala ritaði grein í Læknablaðið í fyrra þar sem hann benti á ófullnægj andi hreinlætisaðstöðu á spítalanum sem gæti stuðlað að útbreiðslu sýkinga innan stofnunarinnar (4). Tók sóttvarnalæknir undir þessi sjónarmið og benti á að sýkingavarnasjónarmið þyrftu að hafa forgang í hönnun nýs spítala (5). í umræðunni sem fór fram í kjölfar þessara skrifa var réttilega bent á að upplýsingar vantaði um spítalasýkingar og áhrif þeirra á velferð sjúklinga og kostnað heilbrigðisþjónust- unnar. Því er tímabært að skylda skráningu sýkinga innan heilbrigðisþjónustunnar sem nefndar eru að- gerðartengdar sýkingar í reglugerðinni því slíkar sýk- ingar eru ekki einungis bundnar við sjúkrahús. Brýnt er að leita skilvirkra leiða til slíkrar skráninga. Skömmu áður en breyting varð á sóttvarnalögun- um setti ráðherra reglugerð um starfsemi rannsókna- stofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sótt- varnalög taka til og ætlast er til að verði sett (6). En til hvers? Auðvitað er mikilvægt að rannsóknarstofur gefi áreiðanlegar niðurstöður svo greining sé ábyggi- leg og ákvarðanir lækna byggist á traustum grunni. Það sem er sérstakt við greiningu á tilkynningaskyld- um sjúkdómum er að ákvarðanir sem teknar eru og byggjast á rannsóknarniðurstöðu geta haft víðtækar afleiðingar í för með sér, svo sem frelsisskerðingu, rakningu smitleiða og skyldu annarra til að koma til læknisskoðunar. Haraldur Briem Höfundur er sóttvamalæknir. Læknablaðið 2004/90 827

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.